Fréttablaðið - 08.08.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 08.08.2011, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 8. ágúst 2011 11 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður að morgni Menningarnætur, 20. ágúst. Vegalengdir við allra hæfi, allt frá Latabæjarhlaupi fyrir börnin og upp í heilt maraþon. Boðhlaup Skráning á marathon.is – hlauptu maraþon með félögum þínum Gerðu Reykjavíkurmaraþonið þitt enn skemmtilegra. Í boðhlaupi taka 2–4 sig saman og skipta heilu maraþoni á milli sín. Nánar á marathon.is. Hlaupastyrkur – hlaupum til góðs Þú getur látið gott af þér leiða með hlaupinu. Á hlaupastyrkur.is getur þú safnað áheitum til stuðnings góðgerðarfélagi að eigin vali með því að fá vini og vandamenn til að heita á þig. - Stoltur bakhjarl hlaupsins síðan 1997 ... og styðja Líf styrktarfélag í leiðinni! Grikkland Ítalía Belgía Ísland Írland Portúgal Frakkland Þýskaland Bretland Spánn Brúttó-skuldastaða 2007 2008 2009 2010 0% 30 60 90 120 150 Prósent af landsframleiðslu Heimild: AGS Grikkland Ítalía Belgía Portúgal Frakkland Bretland Írland Ísland Þýskaland Spánn Nettó-skuldastaða 2007 2008 2009 2010 0% 30 60 90 120 150 Prósent af landsframleiðslu Heimild: AGS afnvægi Fjárlagahalli og frumjöfnuður hafa ákveðna galla sem mælikvarðar á það hvernig gengur að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum. Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi sú að hverju sinni eru jafnt regluleg og óregluleg fjárútlát hins opinbera talin sem kann að skekkja myndina. Sem dæmi má nefna að ríkið lagði Íbúðalánasjóði til 33 milljarða króna árið 2010 til að tryggja viðunandi eiginfjárhlutfall sjóðsins. Það ríkisframlag er eingreiðsla sem ekki verður endurtekin. Því er það verk- efni að ná niður fjárlagahallanum auðveldara en halda mætti sé einungis horft á fjárlagahallan. Að sama skapi hagnaðist ríkið um 17,5 milljarða á árinu 2010 vegna hinna svokölluðu Avens-viðskipta sem fegrar myndina á móti. Í öðru lagi er mikilvægt að horfa á staðsetningu hagkerfisins í hag- sveiflunni. Á krepputímum dragast tekjur hins opinbera saman á meðan útgjöld aukast að öðru óbreyttu. Í uppsveiflu er þróunin öfug. Því kann ríkisfjármálastaðan að líta verr út í kreppu við fyrstu sýn en hún er í raun og veru og að sama skapi of vel út í uppsveilfu. Það er því gagnlegt að horfa á fleiri mælikvarða þegar skuldastaða er metin. Gagnlegt að horfa á nokkra mælikvarða skipta hagvaxtarhorfur miklu máli í þessu samhengi þar sem hagvöxt- ur minnkar skuldabyrði rétt eins og það að minnka fjárlagahalla. Þá skiptir einnig máli hvort skuld- irnar eru í íslenskum krónum eða ekki. Hér gefst þó ekki rými til að fara yfir hagvaxtarhorfur og skiptingu skulda milli innlendra og erlendra aðila að neinni nákvæmni. Sé skuldastaða íslenska ríkis- ins skoðuð í evrópskum saman- burði kemur í ljós að brúttó-skuld- ir ríkisins eru orðnar nokkuð háar. Samanburður á nettó-skuldum er aftur á móti hagstæðari. Þá eru hagvaxtarhorfur Íslands almennt taldar nokkuð góðar í evrópskum samanburði. Samkvæmt AGS voru heildar- skuldir opinbera geirans 96,6 pró- sent af landsframleiðslu árið 2010. Nettó-skuldir voru hins vegar 67,6 prósent af landsframleiðslu. Þótt báðar tölur séu háar eru skuldirn- ar sennilega viðráðanlegar að því gefnu að frumjöfnuður verði brátt jákvæður og að hér verði jákvæð- ur hagvöxtur á næstu árum eins og flest bendir til. Þó er vert að hafa í huga að ekki er víst að allar skuldbindingar hins opinbera séu taldar til í þessum tölum. Sem dæmi má nefna að ekki er hægt að útiloka að hið opinbera þurfi að leggja enn meiri peninga inn í bankakerfið en þegar hefur verið gert auk þess sem mögu- legar greiðslur vegna Icesave eru vitaskuld ekki innifaldar í þessum tölum. Hægt og rólega að ná tökunum Að síðustu má skoða skuldatrygg- ingaálag íslenska ríkisins sem er mælikvarði á hættuna á greiðslu- falli ríkisins. Það má því segja að skuldatryggingaálagið mæli það hve líklegt fjárfestar telja að skuldir íslenska ríkisins reynist því um megn. Skuldatryggingaá- lagið hefur lækkað hægt og rólega frá hruni og stendur nú í tæpum 260 punktum. Það bendir til þess að nokkur árangur hafi náðst í því að ná hér jafnvægi í ríkisfjár- málum. Sé álagið borið saman við aðrar Evrópuþjóðir kemur í ljós að Ísland er í hópi þeirra þjóða sem hæst hafa álag. Þó eru 260 punkt- ar umtalsvert lægra álag en álag á Grikkland, Írland og Portúgal sem eru í sérflokki meðal Evrópu- ríkja. Álagið er einnig merkjanlega lægra en álag á Ítalíu og Spán. Niðurstaðan er því sú að hægt og rólega er verið að ná tökum á ríkisfjármálunum. Sú þróun virð- ist hins vegar ætla að taka lengri tíma en vonir voru bundnar við. Í evrópsku samhengi er Ísland í hópi þeirra ríkja sem verst fóru út úr alþjóðlegu fjármálakreppunni þar sem beinn kostnaður ríkisins við hana var meiri en víðast hvar ann- ars staðar. Því má enn lítið út af bregða. Þróun fjárlagahallans hér virðist hins vegar ekki skera sig sérstaklega úr, hvorki sem fyrir- mynd né sem víti til varnaðar. Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.