Fréttablaðið - 26.08.2011, Qupperneq 26
2 föstudagur 26. ágúst
núna
✽ sumarlok
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun
Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
meðmælin
FLOTT Skoska leikkonan Kelly
MacDonald var falleg að vanda er
hún sótti ráðstefnu á vegum Pixar.
NORDICPHOTOS/GETTY
Enn velta menn því fyrir sér hver verði arftaki Johns Galliano hjá
Dior-tískuhúsinu. Líkt og kunn-
ugt er orðið var Galliano vikið frá
störfum eftir að hann var kærður
fyrir kynþáttahatur.
Nýjustu fregnir herma að
bandaríski hönnuðurinn Marc
Jacobs gæti tekið við sem yfir-
hönnuður Dior en þá þyrfti að að
fylla hans skarð hjá Louis Vuitton.
Hin hæfileikaríka Phoebe Philo,
sem nú starfar sem yfirhönnuður
hjá Celine við góðar orðstír, hefur
verið orðuð við stöðu yfirhönn-
uðar hjá Vuitton verði af því að
Jacobs taki við hjá Dior. Philo yrði
þó áfram hjá Celine og mundi því
stýra hönnun tveggja stórra tísku-
húsa á sama tíma.
Fréttirnar eru sannarlega for-
vitnilegar hvort sem eitthvað er
hæft í þeim eður ei, enda er Jacobs
með hæfileikaríkari hönnuðum
seinni ára. - sm
Marc Jacobs orðaður við Dior:
Vangavelturnar
halda áfram
Til Dior? Marc Jacobs er orðaður við
stöðu yfirhönnuðar hjá tískuhúsinu Dior.
NORDICPHOTOS/GETTY
K ristín Lýðsdóttir og Dóra Dúna Sighvatsdóttir skipa
plötusnúðatvíeykið SAD SAD SAD.
Þær stöllur eru báðar búsettar í
Kaupmannahöfn og þykja efni-
legir plötusnúðar.
Vinkonurnar kynntust er þær
voru sextán ára að aldri og tóku
fljótt eftir því að þær höfðu svip-
aðan tónlistarsmekk. Þær mynd-
uðu þó ekki SAD SAD SAD fyrr en
í febrúar í fyrra og síðan þá hafa
þær spilað víða í Danmörku og
meðal annars komið fram á tón-
listarhátíðinni Trailerpark Festi-
val. „Vinur okkar hafði heyrt
okkur spila í einhverju eftir-
partýi og bað okkur um að spila
á barnum sínum stuttu síðar. Við
auðvitað slógum til og eftir það
hætti síminn ekki að hringja. Áður
en við vissum af vorum við farn-
ar að spila allt að þrisvar í viku.
Okkur fannst það einum of mikið
þar sem við erum báðar í fullri
vinnu og tókum þá ákvörðun að
spila frekar sjaldnar og þá á stöð-
um sem við elskum. Við viljum
alls ekki vera „sell out“,“ útskýrir
Dóra Dúna.
Nafngiftin er sprottin út frá
lagavali stúlknanna en þær spila
mikið af sorlegum ástarlögum
sem eiga það til að gleymast
innan um allt teknóið sem spilað
er á skemmtistöðum í dag. „Nafn-
ið kemur frá laginu D´yer Mak´er
með Led Zeppelin en viðlagið er:
„When I read the letter you wrote
me, it made me mah mah mad.
When I read the words that it told
me, it made me sah sah sad“. Við
elskum báðar þetta lag,“ segir
Kristín.
Þær stöllur segja viðtökurn-
ar hafa verið glimrandi góðar og
ætla þær að halda spilamennsk-
unni áfram. Inntar eftir því hvort
von sé á þeim heim til Íslands
eru þær fljótar til svars: „Okkur
langar mikið til Reykjavíkur að
spila, enda báðar með mikla
heimþrá. Okkur langar aðallega
að spila á Dillon, Kaffibarnum
eða Rauða ljóninu. Bókið okkur.“
- sm
Kristín Lýðsdóttir og Dóra Dúna Sighvatsdóttir vinsælar í Danmörku:
SPILA SORGLEGAR
ÁSTARBALLÖÐUR
Vinsælt tvíeyki Kristín Lýðsdóttir og Dóra Dúna Sighvatsdóttir mynda plötusnúðatvíeykið SAD SAD SAD. Þær spila ástarlög og
hafa slegið í gegn í Danmörku. MYND/NICOLAI LEVIN
Markaðsdagar
Útimarkað-
ur Íbúasam-
taka Laugar-
dals verður á
morgun í grennd
við Grasagarðinn.
Markaðurinn verð-
ur með sama sniði og áður og hefst
klukkan 11.00. Að þessu sinni verð-
ur markaðurinn haldinn í samstarfi
við Grasagarðinn og Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn og má því búast við
því að þetta verði heljarinnar fjöl-
skylduskemmtun sem enginn má
missa af. Sama dag er haldin hin
árlega Hverfahátíð Miðborgar og
Hlíða á svæði Vals í Hlíðarenda.
Í bili
Sýningin Í bili verður opnuð í Hafnar-
borg í kvöld klukkan 20.00 en hún
samanstendur af verkum tólf lista-
manna og listamannahópa. Verk-
in eru flest ný og vísa til sögulegs
upphafs safna sem kennd eru við
furðustofur endurreisnarinnar, eða
Wunderkammer líkt og það nefnist á
þýsku. Í þeim mátti finna sjaldgæfa
muni sem evrópskir aðalsmenn
höfðu með frá framandi slóðum.
Meðal þeirra sem eiga verk á sýn-
ingunni eru Daníel Björnsson, Grétar
Reynisson, Haraldur Jónsson, Hildi-
gunnur Birgisdóttir, Ingirafn Steinars-
son og Magnús
Árnason.
LAKKAÐAR NEGLUR Lakkaðar neglur setja gjarnan
punktinn yfir i-ið þegar halda skal út á lífið. Prófið endilega
sterka og óhefðbundna liti eins og þessa tvo.
Meiri Vísir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf,
meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
Fylgstu með Pepsideildinni í Boltavaktinni á Vísi. Beinar textalýsingar
allra leikja, útvarpslýsing á leik í hverri umferð í Boltavarpinu og
umfjöllun strax að loknum leik. Myndbönd með viðtölum öll
mörkin í sjónvarpi Vísis. Vertu á Boltavaktinni með Vísi í sumar.