Fréttablaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 28
4 föstudagur 26. ágúst Svandís Dóra Einarsdóttir hefur verið viðloðandi leiklist síðan hún man eftir sér. Hún hefur leikið í fjölda auglýsinga, stuttmynda, kvikmynda og sjón- varpsþátta og hefur að auki ferðast með hópa um landið á hestbaki. Í vetur mun hún fara með hlutverk Jóu í Veghúsum í verkinu Heimsljós í Þjóðleikhúsinu. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Valgarður Gíslason S vandís er uppalin í Kópavoginum og er dóttir hestamanns- ins Einars Bollason- ar og Sigrúnar Ing- ólfsdóttur. Hún stundar hesta- mennskuna af miklum móð en áður vann hún jafnframt við tamningar. Foreldar hennar reka Íshesta og hefur Svandís unnið sem leiðsögumaður hjá fyrirtæk- inu í hálendisferðum frá tvítugs- aldri. „Ég kem úr mikilli hesta- fjölskyldu og fór fyrst á bak þegar ég var enn inni í maganum á mömmu. Ég hef átt nokkra hesta um ævina og þann fyrsta fékk ég í fæðingargjöf frá mömmu og fæddist hann aðeins viku á undan mér og er enn á lífi. Sú meri var fyrsti keppnishesturinn minn en er núna komin á elliheimili uppi í sveit,“ segir hún. Svandís á einnig hundinn Spræk sem er ársgamall Border Collie og hefur hann fylgt henni víða um land í sumar. „Hann er mjög hlýðinn núna en þegar hann var yngri át hann allt, skó, myndavél sem ég átti, bækur og hvað eina,“ segir hún brosandi. GAMALT ÁHUGAMÁL Í vetur mun Svandís stíga á fjal- ir Þjóðleikhússins í hlutverki Jóu í Veghúsum í Heimsljósi Halldórs Laxness. Hún útskrifaðist úr leik- listardeild Listaháskólans vorið 2010 en segir leiklistaráhugann alltaf hafa blundað í henni. „Ég ákvað að kýla á leiklistina af al- vöru eftir stúdentinn og ætlaði út í nám. Ég skráði mig í ensku í Há- skólanum í millitíðinni og gekk til liðs við Stúdentaleikhúsið og kynntist krökkum sem höfðu skráð sig í inntökuprófin hér heima. Ég fór þá að skoða skól- ann betur og bera hann saman við skólana sem ég hafði kynnt mér í Englandi og Bandaríkjunum og komst að því að mér leist best á námið hér.“ Hún viðurkennir að leiklist- in geti verið hark en segist jafn- framt ekki geta hugsað sér betra starf. „Þegar ég fer í leikhús eða bíó verð ég oft fyrir svo miklum áhrifum. Mér finnst heillandi að geta komið sögu og upplifun til áhorfenda og hreyft við þeim á einhvern hátt. Ég græt sjálf stundum í bíói og leikhúsi og á auðvelt með að sökkva mér í þá veröld. Það finnst mér líka svo heillandi við leiklistina, að fá að búa til karakter og skapa annan heim frá grunni.“ Svandís lauk nýverið við að leika í kvikmyndinni Borgríki sem verður frumsýnd síðar í haust. Hún segir skrítið að horfa á sjálfan sig á kvikmyndatjaldinu í fyrsta sinn en tekur fram að það venjist furðu fljótt. „Fyrst hugsar maður „ó, guð!“, en svo fer maður að horfa á þetta öðrum augum.“ MÁTULEGA KÆRULAUS Leikarastarfið mun seint teljast tryggt og tekjurnar enn síður. Innt eftir því hvort starfinu fylgi miklar fjárhagsáhyggjur svar- ar Svandís því neitandi. „Maður kemur oftast beint úr námi og er því vanur að lifa sparlega á námslánum. Ég var til dæmis orðin mjög fær í að elda alls kyns baunarétti á námsárunum. Á sunnudögum fór ég aftur á móti oft í mat til foreldra minna og fékk þá smá kjöt. En auðvitað getur það tekið á taugarnar að vera ekki með mánaðarlegar tekjur en það lærist þó. Hlutirnir hafa samt þá tilhneigingu til að reddast þannig að ég er mátulega kærulaus með þetta allt saman.“ HIMNESKA SUMARIÐ Svandís hefur verið í sambandi með Sigtryggi Magnasyni leik- skáldi í rúmt ár og kynntist parið fyrst í gegnum Nemendaleikhús- ið. Ástin kviknaði þó ekki fyrr en nokkru síðar og þá á Ísafirði. „Ástin kviknaði á tónlistarhátíð- inni Aldrei fór ég suður í fyrra. Sigtryggur er fæddur og uppalinn í sveit og er með hestadellu eins og ég. Svo er hann líka viðloðandi leiklistina þannig að við höfum alltaf um nóg að tala,“ segir hún og brosir. Svandís skrifar nú sitt fyrsta leikverk með Sigtryggi og hefur það hlotið titilinn Nú er him- neska sumarið komið. Samstarf- ið gengur að hennar sögn vel og vinna þau auðveldlega saman. „Hann er mikið skáld og sér að mestu um skrifin á meðan geng ég um gólf og blaðra út í loftið,“ segir hún hlæjandi. Verkið er byggt á sögu langafa og langömmu Sigtryggs. „Hún lést ung og skildi eftir sig mann og tvo unga syni. Stuttu eftir dauða hennar fór langafi hans í trans og byrjaði hönd hans að skrifa bréf sem hófst á orðunum „Nú er himneska sumarið komið“ og var það kona hans sem skrif- aði í gegnum hann. Næstu fjöru- tíu árin skrifaði hann reglulega með ósjálfráðri skrift bréf frá látinni eiginkonu sinni til hans sjálfs og sona þeirra. Það má því segja að verkið fjalli um eilífa ást,“ útskýrir hún. Parið sest við skriftir hvenær sem það á lausa stund og segir Svandís andagiftina koma yfir þau á ólíklegustu stundum. „Við vorum í hestaferð um daginn þegar hann spratt allt í einu upp og fór afsíðis að skrifa nokkra mónólóga – þá hafði andinn skyndilega komið yfir hann – á meðan sat ég, fararstjórinn, frammi og drakk bjór með ein- hverjum Frökkum. Þannig að þetta kemur í gusum.“ ALVÖRU STELPA Líkt og áður hefur komið fram fer Svandís með hlutverk í uppsetn- ingu Þjóðleikhússins á Heims- ljósi. Verkið verður frumsýnt á annan í jólum og segist Svandís afskaplega spennt fyrir því að æf- ingar hefjist. „Þetta er bæði mik- ill heiður og frábær reynsla og í þokkabót fæ ég að vinna með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki og mögnuðum leikstjóra, Kjartani Ragnarssyni. Persónan Jóa í Veghúsum er hluti af þríeyki sem berst með verkalýðnum gegn yfirvaldinu og ein af ástkonum FANN ÁSTINA Á ÍSAFIRÐI Ný fjölmiðlakönnun Capacent Gallup staðfestir vinsældir Fréttablaðsins. Rúmlega 72% íbúa höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 18-49 lesa að meðaltali hvert tölublað Fréttablaðsins - nær þrefalt fleiri en lesa næsta dagblað þar á eftir. Fólkið í landinu les Fréttablaðið Allt sem þú þarft... Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Apríl til júní 2011, meðallestur á tölublað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.