Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2011, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 26.08.2011, Qupperneq 29
26. ágúst föstudagur 5 TRX ✽ m yn da al bú m ið Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Ég er mjög ánægð með hlutverkið enda er Jóa alvöru stelpa,“ segir hún brosandi. Aðspurð segist Svandís ekki eiga í erfiðleikum með að muna texta fyrir leikverk. „Hver og einn temur sér einhvers konar tækni. Þegar ég veit hvað persónu minni gengur til og af hverju hún segir það sem hún segir þá á ég auðvelt með að muna texta. Einna mikil- vægast er samt að hlusta á mót- leikarann og bregðast við. Ég hef aldrei lent í því að gleyma texta og hef engar áhyggjur af því. Mig hefur samt dreymt að ég sé stödd á sviðinu, hafi misst af æfingum og viti ekkert hvað ég á að gera eða segja. Kannski blundar þessi ótti í öllum leikurum.“ MEÐ FIÐRING Í MAGANUM Svandís segist gjarnan vilja prófa að leikstýra einhvern tím- ann í framtíðinni. „Ég var mikið í dansi og íþróttum þegar ég var yngri og er því mjög hrifin af „fýsísku“ leikhúsi. Ég sá upp- setningu á Draumi á Jónsmessu- nótt eftir Thomas Ostermeier og Constönzu Macras úti í Berlín þar sem öllu var blandað saman í einn hrærigraut og þvílík orka! Ég man að ég sat í salnum og hugs- aði: „Þetta er ástæðan fyrir því að ég fór út í leiklist“. Ég væri mikið til í að prófa að setja upp sýn- ingu þar sem ólíkum listgreinum er blandað saman á þann hátt. En þessa stundina er ég spenntust fyrir að hefja æfingar á Heims- ljósi sem fyrst. Ég er komin með fiðring í magann,“ segir hún að lokum. Spennt fyrir æfingum Svandís Dóra Einarsdóttir leikkona mun bregða sér í hlutverk Jóu í Veghúsum á sviði Þjóðleikhússins í haust. Með henni á myndinni er hundurinn Sprækur. Ég og Sigtryggur að hafa gaman í Berlín 2011. ✽✽✽ Ég og pabbi í Víðidalstungurétt í fyrra á Erró og Náttari. Mynd úr Stræti í leik-stjórn Stefáns Bald-urssonar í Nemenda- leikhúsinu vorið 2010. Ljósmynd- ari er Lárus Sigurðsson. Ég með nýju kórón una frá Erlu frænku. Setti á sv ið prinsessuleikrit næstu árin!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.