Fréttablaðið - 26.08.2011, Síða 46

Fréttablaðið - 26.08.2011, Síða 46
26. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR34 SJÓÐHEITIR TÍMAR HJÁ KAMERON BINK ÚR HINUM VIRTU DANSÞÁTTUM! Stórglæsileg JÓLAsýning! REYKJAVÍK – ÞRÓTTI, Þróttur, Engjavegi 7 KÓPAVOGUR – HK, Digranesvegi GARÐABÆ – SJÁLANDSSKÓLA, Löngulínu 8. REYKJAVÍK - KÓPAVOGUR - GARÐABÆR Í glæsilegri aðstöðu: Tryggðu þér pláss með þv í að skrá þig stra x á dancecenter. is dancecenter.is dancecenter@dancecenter.is 777 3658 Nánari upplýsingar fást á og á facebookgrúbbu DanceCenter RVK. Einnig er hægt að senda tölvupóst á eða hringja í síma hjá DanceCenter Reykjavík. DÖNSUM svo lengi sem lifum! Jazzfunk Street Hip hop Break Nútímadans Barnadansar & Ballett 10-12 ára, 13-15 ára, 16-19 ára, 20-24 ára, 25-35 ára, 35+ Fjöldi 12 vikna námskeiða í HÆSTA Gæðaflokki! Minnum á ÁRSKORTIN! FRÍTT 1 3. SEP T & SÉR KJÖR! Nánar i upplý singar : www.s tod2.i s/Vilda rklúbb ur Skráni ng: as krift@s tod2.i s dancecenter.is! Ekki missa af þessu einstaka tækifæri „Maður er allur endurnærður eftir gott plank, og tilfinningin eftir að hafa sett fjöldamet í planki verður örugglega sæt því samstaðan sem skapast þegar margir gera sama hlutinn er svo skemmtileg,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, forstöðumaður kynningarmála hjá Mosfellsbæ, þar sem reynt verður að setja Íslandsmet í planki við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima á Miðbæjartorginu í kvöld klukkan 20. Plank varð áberandi í byrjun árs, en í plankastellingu er lagst á magann og teygt úr sér svo maður verði eins og þráðbein spýta, andlitið snýr niður og handleggir liggja með síðum. „Á Miðbæjartorginu er fínasti plankveggur þar sem hægt verður að raða niður plankandi fólki. Plank hentar öllum og er alls ekki erfitt á veggnum góða. Því verður spennandi að sjá hvort nokkur hundruð mæta til að planka saman, eða jafnvel þúsundir, en þá flokkast það eflaust undir óstaðfest heimsmet,“ segir Sig- ríður Dögg og hvetur landsmenn alla til að eyða fögru ágústkvöldi með Mosfellingum í einstakri og skemmtilegri afrekstilraun. „Bæjarstjórinn plankar vitaskuld fremstur í flokki enda í fanta plankaformi eftir að vera búinn að hita vel upp með magaæfingum í hádegispásunum undanfarið,“ segir Sigríður Dögg galvösk. Eftir Íslandsmet í fjöldaplanki verður gengið fylktu liði í Ullarnesbrekkur þar sem kveiktur verður varðeldur og sunginn brekkusöngur. Sjá nánar um dagskrá bæjarhátíðarinnar á mos- fellsbaer.is - þlg Reyna við Íslandsmet í planki PLANK Hér planka þau saman, eins og glaðlegir kópar á steini, þau Daði Þór Einarsson, skipuleggjandi hátíðarinnar Í túninu heima, Sigríður Dögg Auðuns- dóttir kynningarstjóri og Haraldur Sverrisson, bæjar- stjóri Mosfellsbæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Enski tónlistarmaðurinn og sál- arsöngvarinn Paul Young spilar ásamt hljómsveit sinni í Eld- borgarsal Hörpunnar 4. október. Young naut mikilla vinsælda á níunda áratugnum og hefur á ferli sínum átt að minnsta kosti fjórtán lög sem hafa komist inn á vinsældalista. Þar má nefna Everytime You Go Away, Living For the Love of the Common People, Come Back And Stay, Where Ever I Lay My Hat (That´s My Home) og Senza Una Donna. Miðasala á tónleikana hefst 1. september kl. 12 á Harpa.is og í síma 528 5050. Paul Young til Íslands SYNGUR Í HÖRPUNNI Enski tónlistar- maðurinn Paul Young syngur í Hörpunni 4. október. NORDICPHOTOS/GETTY Ballaða Alans Jones og Írisar Hólm, Stay With Me, er núna fáanleg á síðunni Tónlist.is en lagið fór í útvarpsspilun fyrr í sumar. Allur ágóðinn rennur til Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna. Myndband við lagið er væntanlegt um miðjan næsta mánuð. Þar verður þemað ást en ekki brúðkaup eins og áður var fyrirhugað. Lagið er eftir Jones, sem er með fleiri járn í eldinum. Hann er að skipuleggja tón- leika á Nítjándu hinn 1. desember. Meðal flytjenda verða Jóhanna Guðrún, Haffi Haff og Bryndís Ásmundsdóttir. Ballaða frá Jones í boði NÝ BALLAÐA Lagið Stay With Me sem Alan Jones syngur með Írisi Hólm er fáanlegt á Tónlist.is. Leikarinn Jason Bateman á von á sínu öðru barni með eiginkonu sinni, Amöndu Anka, dóttur söngvarans Paul Anka. Fyrir á parið dótturina Francescu Noru sem er fjögurra ára gömul. Paul Anka, faðir Amöndu, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina ET að von væri á annarri stúlku og að fjölskyldan væri himinlifandi með fréttirnar. „Jason er yndis- legur maður og frábær eigin- maður og faðir,“ sagði Paul Anka. Verður faðir í annað sinn ÖNNUR STÚLKA Jason Bateman og eiginkona hans, Amanda Anka, eiga von á öðru barni. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.