Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 6
6. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 Erna, stílisti Ég hef unnið við förðun á Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal við förðun keppenda í Idol og annarra sjónvarpsþátta hjá 365. Einnig vinn ég við auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu. Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I w w w . u t l i t . i s VILTU VERÐA STÍLISTI? The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning FRÉTTASKÝRING Hvað kemur fram í skýrslu ESB um landbúnaðarmál og dreifbýlisþróun á Íslandi og hvaða áhrif hefur það á aðildarviðræður Íslands? Íslensk stjórnvöld verða að setja fram áætlun um hvernig landbún- aðarkerfið verður lagað að kerfi Evrópusambandsins áður en hægt verður að ræða frekar um landbún- aðarmál í aðildarviðræðum Íslands við bandalagið. Í bréfi frá pólskum stjórnvöldum, sem fara með formennsku í ráð- herraráði ESB, segir að slík áætlun verði jafnframt að hljóta samþykki allra aðildarríkjanna 27 áður en sá hluti aðildarviðræðna sem snýr að landbúnaðarmálum getur haldið áfram. Bréfið fylgir rýniskýrslu frá framkvæmdastjórn ESB um landbúnað og dreifbýlisþróun á Íslandi sem gerð var opinber í gær. Augljóslega getur tekið talsverð- an tíma að fá samþykki allra aðild- arríkjanna, og ljóst að viðræður um landbúnaðarmál tefjast vegna þessa. Þetta setur íslensk stjórnvöld í nokkurn vanda þar sem formaður samningahóps Íslands um land- búnaðarmál fullyrðir að hópurinn hafi ekki umboð Jóns Bjarnason- ar, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, til að vinna að áætlun- argerð. Þessi afstaða hans kemur fram í fundargerð frá fundi samn- inganefndar Íslands sem fram fór 19. maí síðastliðinn og Fréttablaðið hefur sagt frá. Í yfirlýsingu Jóns, sem send var fjölmiðlum í gær, segir hann að ekki sé sjálfgefið að lögð sé fram áætlun um verkefni sem samnings- aðilar hafi ekki rætt um eða komist að samkomulagi um. Þetta er í beinni andstöðu við minnisblað sem Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn 21. janúar síðastliðinn. Þar segir að fulltrúar samnings- hóps í landbúnaðarmálum þurfi að hafa umboð til að gera áætlanir og undirbúa lagabreytingar. Í yfirlýsingu sem gefin var munnlega á rýnifundi um landbún- aðarmál 27. janúar segir enn frem- ur að hluti af þeirri undirbúnings- vinnu sem inna þurfi af hendi sé að byggja upp þekkingu innan stjórn- sýslunnar til að bregðast hratt við gerð laga- og stjórnsýslubreytinga svo „allt verði til reiðu frá gildis- töku aðildar“. Vinna þarf áætlunina í sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytinu, en það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að ráðherra mála- flokksins er andvígur aðild Íslands að ESB. Íslensk stjórnvöld hafa gefið út þá stefnu að íslenska landbúnaðar- kerfið verði á engan hátt lagað að kerfi ESB fyrr en ef til þess komi að íslenska þjóðin samþykki aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í bréfi ráðherraráðsins er sér- staklega tekið fram að í áætlun Íslands eigi að taka tillit til sér- stakra aðstæðna sem landbúnað- urinn á Íslandi búi við. Í skýrslunni kemur meðal ann- ars fram það mat framkvæmda- stjórnar ESB að Ísland hafi enga heildstæða byggðastefnu. Þar segir að vissulega séu til ýmsir vísar að slíkri stefnu, en heildræna for- gangsröðun og skipulagningu skorti, sem og leiðir til að hrinda stefnunni í framkvæmd. Til að Ísland geti fallið undir landbúnaðarstefnu ESB þarf að setja upp heildstæða byggðastefnu Aðildarviðræður tefjast Gera verður áætlun um hvernig laga eigi íslenska landbúnaðarkerfið að kerfi ESB áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál hefjast. ESB segir að taka eigi tillit til sérstakra aðstæðna í landbúnaðarmálum á Íslandi. Sérfræðingar landbúnaðarráðuneytisins og und- irstofnana þess þurfa að vinna þá áætlun sem Evrópusambandið fer fram á að verði unnin áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál halda áfram, segir Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra. Hann segist reikna með því að sú vinna hefjist strax, nú þegar rýniskýrsla framkvæmda- stjórnarinnar um landbúnaðarmál hefur verið gerð opinber. Össur segir formann íslenska samningahópsins hafa skýrt umboð ríkis- stjórnarinnar til að vinna að áætluninni. „Ég lít svo á að landbúnaðarráðherra hafi sagt það mjög skýrt við okkur að þegar landbúnaðarskýrslan er komin muni þeir í landbúnaðarráðuneytinu taka til óspilltra málanna við þetta. Ef annað kemur í ljós væru menn að vinna gegn bæði samþykktum Alþingis og ríkis- stjórnar, og það gera jafnvel ekki einu sinni þeir sem eru andstæðingar Evrópusambandsins,“ segir Össur. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar segir einnig að Ísland verði að koma sér upp heildstæðri byggðastefnu, sem sé einfaldlega ekki til staðar á Íslandi í dag. Össur segir þá áætlunargerð í gangi núna. Almennt segir Össur skýrsluna jákvæða, en þó veki þar tvennt sérstaka athygli. „Í fyrsta lagi vegna umræðunnar hér heima að Evrópusam- bandið gerir enga athugasemd við að Ísland ætli sér ekki að fara í aðlögun fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur bendir á það án athugasemda að Ísland hafi valið þessa leið. Í öðru lagi er það algerlega skýrt [...] að það verði samið út frá séríslenskum aðstæðum, og margítrekað að taka verði tillit til sérstöðu Íslands,“ segir Össur. „Þetta er mikill sigur fyrir Ísland að öðlast þessa viðurkenningu,“ segir Össur. Hann segir mikilvægt að sjá í samhengi annars vegar það sem framkvæmdastjórn ESB segi um landbúnaðinn í þessari skýrslu og hins vegar það sem hún hafi áður sagt um sjávarútvegsmál. „Þá liggur það fyrir svart á hvítu að ESB er búið að segja um tvo erfiðustu málaflokkana sem við þurfum að semja um, að það þurfi að taka tillit til íslenskra aðstæðna og það þurfi að semja með þeim hætti að reglur sambandsins kunni að breytast. Það sýnir blóð- hrátt að Ísland þarf ekki að taka upp óbreyttar reglur, heldur er viðurkennt bæði með fiskinn og landbúnaðinn að það verði samið út frá íslenskum aðstæðum.” Segir aðlögunaráætlun verða unna í landbúnaðarráðuneytinu ÁSTEYTINGARSTEINN Þar sem íslensk stjórnvöld ætla ekki að laga stjórnsýslu landbúnaðarins að kerfi ESB verður að leggja fram áætlun um hvernig það verði gert, samþykki þjóðin ESB-aðild, áður en viðræður um landbúnaðarmál fara fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM í samræmi við reglur sambandsins, segir enn fremur í skýrslunni. Slík stefna mun þegar vera í vinnslu hjá byggðahópi samninganefndar Íslands. Í skýrslu framkvæmdastjórnar- innar er vikið að hlutverki Bænda- samtaka Íslands í stjórnsýslu tengdri landbúnaði. Þar segir að áður en Ísland geti gerst aðili að ESB þurfi að setja á laggirnar stofnun sem haldi utan um stjórn- sýslu tengda landbúnaðinum. Framkvæmdastjórnin telur þó mögulegt að slík stofnun láti öðrum eftir ákveðna hluta stjórnsýslu tengdri landbúnaði. Þó er skýrt að ekki yrði heimilt að láta öðrum eftir að sjá um útdeilingu styrkja frá ESB. brjann@frettabladid.is Fulltrúar Evrópusambandsins þurfa að skýra með fullnægjandi og tæmandi hætti hvað átt er við með þeim skilyrðum sem fram koma í erindi ESB, segir í yfirlýs- ingu frá Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra. Í yfirlýs- ingunni segir að Jón telji að liggja þurfi ljósar fyrir að sú áætlunargerð sem ESB krefjist „feli ekki í sér aðlögun né breytingar á lögum eða regluverki, áður en aðild hefur verið sam- þykkt“. Þá sé ekki sjálfgefið að lögð sé fram áætlun um verkefni sem samningsaðilar hafi ekki rætt um eða komist að samkomulagi um hvort henti Íslandi. Jón gaf Fréttablaðinu ekki kost á viðtali vegna málsins í gær. Vill skýringar ESB JÓN BJARNASON ÖSSUR SKARPHÉÐ- INSSON ALÞINGI Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráð- herra , segir samninga um viðskiptafrelsi ekki ná tak- marki sínu ef tollkvótum er beitt með þeim hætti að varan sé dýrari á kvótunum en utan þeirra. Slíkt geti ekki verið mark- mið samninga af slíku tagi. Þetta kom fram í svari Árna Páls við fyrirspurn Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálf- stæðisflokks- ins, á Alþingi í gær. Tilefnið var umræða um tolla á innfluttar land- búnaðarvörur. Líkt og greint hefur verið frá urðu breytingar á tollunum árið 2009 þegar teknir voru upp verðtollar í stað magntolla. Þorgerður vitnaði til GATT-samningsins, en þar var komið á fót tollkvótum á búvörur með það fyrir augum að tryggja samkeppni og lægra vöruverð. Raunin er sú að í ein- hverjum tilvikum eru vörur dýrari á tollkvótunum en utan þeirra. Árni Páll segir þetta brjóta í bága við markmið samninganna. Hann segir það geta verið sjálfstætt markmið að loka fyrir innflutning á ákveðnum vörum. Það sé hins vegar til vansa fyrir íslenskt samfélag og loki á útflutning sömu vara. „Það er afskaplega vanhugsað að íslensk landbúnaðarframleiðsla fái ekki notið þeirra vaxtarsprota sem útflutningur býður upp á.“ - kóp Efnahags- og viðskiptaráðherra talar um ofurtolla á landbúnaðarvörum: Árni Páll segir tolla loka á útflutning ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞORGERÐUR K. GUNNARSDÓTTIR JEMEN, AP Jemenskar orrustu- þotur gerðu loftárásir á bæinn Jaar í suðurhluta landsins í gær. Bærinn er undir stjórn íslamskra uppreisnarmanna, sem yfirvöld segja að hafi tengsl við Al-Kaída. Yfirvöld segja að tugir hafi látið lífið í loftárásunum, en stað- fest er að minnst sjö manns hafi látist. Varnarmálaráðherra landsins hafði greint frá því á sunnudag að sautján Al-Kaída liðar hefðu verið drepnir í loftárásum annars staðar í suðurhluta landsins. - þeb Jemenskar hersveitir: Gerðu loftárás- ir og drápu sjö ALÞINGI Guðríður Lilja Grétars- dóttir, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs, segir fyrir- huguð kaup Kínverjans Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum brjóta í bága við lög. Hún vill ekki að iðnaðar- ráðherra veiti honum undan- þágu á meðan endurskoðun hefur ekki farið fram á lögum um auðlindir og almannaréttur tryggður. Þetta kom fram í fyrirspurn- artíma á Alþingi í gær. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði endurskoðun í fullum gangi. „Ég tek undir það að við þurfum að styrkja almannarétt- inn enn frekar,“ sagði Katrín. - kóp Landakaup Huangs Nubo: Guðfríður gegn undanþágunni GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR Styður þú byggingu hátækni- sjúkrahúss í miðbænum? Já 26,3% Nei 73,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú eðlilegt að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu? Segðu þína skoðun á Vísir.is Skildu barnið eftir í bílnum Ungbarn var skilið eftir í bíl fyrir utan veitingahúsið Rána í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Samkvæmt frétt Víkur- frétta var barnið kófsveitt og rautt í andliti þegar lögreglumenn bar að garði. Barnið var mikið klætt. Foreldr- arnir voru inni á veitingahúsinu að fá sér borða. Málið er komið á borð barnaverndaryfirvalda í Reykjanesbæ. REYKJANESBÆR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.