Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 26
6. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR18 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Elvar Þór Valdimarsson stýrimaður lést á heimili sínu mánudaginn 29. ágúst síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. september kl. 13.00. Ásdís Elvarsdóttir Erlendur Þór Elvarsson Jóna Fanney Svavarsdóttir Tómas Bjarki Tryggvason Hubner Edda Margrét Erlendsdóttir Arnór Erlendsson Elísa Ýrr Erlendsdóttir Magnea Rut Gunnarsdóttir Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Einars Sigurjónssonar áður til heimilis í Zauthenshúsi á Eskifirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hulduhlíðar. Þorbjörg Eiríksdóttir Edda Einarsdóttir Sigurjón Einarsson Margrét Jónsdóttir Ása Einarsdóttir Ólafur Bjarnason Signý Einarsdóttir Örn Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Páll Kristinsson vélstjóri, Njarðvíkurbraut 32, Innri-Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 26. ágúst. Útför hans fer fram frá Innri-Njarðvíkur- kirkju fimmtudaginn 8. september kl. 14.00. Kristinn Pálsson Björg Valtýsdóttir, Elín Margrét Pálsdóttir Sigurður S. Guðbrandsson, Vilhelmína Pálsdóttir Ingólfur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Lilja Gísladóttir áður til heimilis að Sunnubraut 5, Keflavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi laugardaginn 27. ágúst sl., verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 8. september. n.k. kl. 13.00. Ingibjörg Magnúsdóttir Lárus Ólafur Lárusson Kristín G. Magnúsdóttir Eyjólfur Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorbergur Friðriksson Aðalgötu 1, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 8. september kl. 11. Jón Páll Þorbergsson Sigurbjörg Lárusdóttir Friðrik Þorbergsson Þórunn María Þorbergsdóttir Þorbergur Friðriksson Hildur Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Uppeldisaðferðir foreldra og velferð barna og unglinga er yfirskrift örnámskeiðs sem haldið verður annað kvöld í húsnæði Menntavísinda- sviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Dr. Sigrún Aðalbjarn- ardóttir, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, stendur fyrir nám- skeiðinu og verða sam- skipti foreldra og barna þar í brennidepli. Einkum verða vænlegar leiðir skoðaðar fyrir foreldra við að hlúa að margvíslegum þroska barna sinna og hvernig leysa megi úr ágreiningsmálum. Sigrún hefur haldið fjöl- marga fyrirlestra um upp- eldi og menntamál og er meðal annars höfund- ur bókarinnar Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar. Fyrirlesturinn hefst klukk- an 20 í stofu H-101. - jma Örnámskeið í samskiptum LEIÐIR SKOÐAÐAR Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig leysa megi úr ágreiningsmálum fjölskyldunnar. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristjana Gísladóttir Eyrarholti 6, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 8. september kl. 13.00. Magnús Haraldsson Gísli Þór Magnússon Kristín Sæmundsdóttir Borghildur Kristín Magnúsdóttir Pétur Már Gíslason og Hildur Una Gísladóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Kristján Pálsson Grænlandsleið 31, lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn 1. september á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn 8. september kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð hjartveikra barna s. 552 5744 www.neistinn.is Erna S. Sigursteinsdóttir Kristín Kristjánsdóttir Hákon Hákonarson Fríða Kristjánsdóttir Gunnar Jóhannsson Sigursteinn Kristjánsson Gunnhildur B. Ívarsdóttir Jóhanna Fríða Kristjánsdóttir Anders Friberg Kristján Kristjánsson Hrönn Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLI FRÚ DÓRA ÞÓRHALLS- DÓTTIR Er 64 ára SVERRIR STORM- SKER Tón- listarmaður er 48 ára Grunnur var lagður að fram- tíðarútivistarsvæði bæjar- búa í Ólafsvík um síðustu helgi þegar skrifað var undir samning milli Skóg- ræktarfélags Ólafsvíkur og Snæfellsbæjar um land- græðsluskóg við bæinn. Undirritunin var í tengslum við aðalfund Skógræktar- félags Íslands 2011 sem var haldinn í Grundarfirði. Aðalfundurinn sendi stjórnvöldum ályktun um að endurskoða lög og regl- ur um lausagöngu búfjár og ábyrgð á búfénaði með til- liti til breyttra búskapar- hátta og fjölbreyttari starf- semi í sveitum landsins. Einnig beindi hann því til stjórnvalda að láta af hendi eyðijarðir í eigu ríkisins, eða svæði úr þeim, til skóg- ræktarfélaga, til eignar eða umsjónar. Skógræktarfé- lag Eyrarsveitar var gest- gjafi aðalfundarins að þessu sinni. Hann sóttu á annað hundrað fulltrúar félaga alls staðar að af landinu. Meðal atriða var skoðunarferð um skógarreiti á Snæfellsnesi og í einum þeirra fór fyrr- greind undirritun fram. - gun Útivistarsvæði Ólafsvíkinga HANDABÖND Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Kristjana Hermannsdóttir, fulltrúi Snæfellsbæjar, og Magnús Eiríksson, formaður Skógræktarfélags Ólafsvíkur. MYND/BRYNJÓLFUR JÓNSSON. Samningur um þjónustu við fimm fullorðna, fatlaða ein- staklinga sem búa að Kastalagerði 7 í Kópavogi var undirritaður í gær af hálfu Kópavogsbæjar og Áss styrktarfélags. Að því búnu buðu íbúar Kastalagerðis til kaffisamsætis á heimili sínu. Í samningnum er kveðið á um að þjónustan við íbúana í Kastalagerði skuli vera ein- staklingsbundin og sveigjanleg. Hún efli vald fólksins yfir aðstæðum sínum og lífi, styrki félagslega stöðu þess, sjálfsvirðingu og lífsgæði. Kópavogsbær tók sem kunnugt er yfir málefni fatlaðs fólks um áramótin og samningurinn við Ás styrktarfélag er liður í því ferli. Hann gildir til ársloka 2014 en er upp- segjanlegur af beggja hálfu með sex mánaða fyrirvara. - gun Eflir vald íbúanna UNDIRRITUN Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Guðrún Þórðardóttir, formaður Áss styrktarfélags. Fyrir aftan þær standa Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Áss og Guðríður Arnardóttir, for- maður bæjarráðs Kópavogs. ERLA STEFÁNS- DÓTTIR álfasér- fræðingur er sjötíu og sex ára. ANNA GUÐNÝ GUÐ- MUNDS- DÓTTIR píanóleikari er fimmtíu og þriggja ára. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.