Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 10
6. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR10 Finndu það vítamín sem hentar þér og þú færð öll næringarefni sem þú þarfnast. Kynntu þér vítamínin nánar á Vitabiotics síðunni á Facebook. VITABIOTICS VÍTAMÍNLÍNAN fæst í öllum verslunum Lyfja & heilsu Vitabiotics vítamínum 20% afsláttur af í Lyfjum & heilsu við hlustum! afslátturinn gildir til 30. september 2011 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SJÓNVARP Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fimmtudaginn 8. september kl. 8:30 - 10:00 í tengslum við umsóknarfrest 15. september nk. Starfsmenn Rannís fjalla um umsóknar- og matsferli sjóðsins og svara fyrirspurnum. Einnig verður kynnt markáætlun á orku- og umhverfissviði, menntasviði og heilbrigðissviði, með umsóknarfrest 1. nóvember nk. Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins, stýrir fundinum. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar skv. lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr 75/2007. Sjóðurinn, sem er í vörslu Rannís, fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. Tækniþróunarsjóður Kynningarfundur 8. september H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Athugið! Umsóknarfrestu r er til 15. september 2 011 JAPAN, AP Sextán þúsund manns bjuggu í bænum Tomioka áður en jarðskjálftinn mikli reið yfir í mars síðastliðnum. Nú býr þar einn maður ásamt hundi sínum. Naoto Matsumura neitar að yfir- gefa þorpið þrátt fyrir geislameng- un frá ónýtu kjarnorkuveri. „Ef ég gefst upp og fer þá er öllu lokið,“ segir hinn 53 ára gamli hrís- grjónabóndi, sem daglega hugar að hrísgrjónaakri sínum eins og hann hefur gert áratugum saman. „Ég hef þá ábyrgð að vera hér áfram. Og það er réttur minn að fá að vera hér áfram.“ Matsumura segist óneitanlega hafa gert sér grein fyrir því að veruleg krabbameinshætta fylgi því að búa þarna. Hann vill samt ekki fara burt. Óvenjulegt er að Japanar standi gegn valdboði með þessum hætti. Afstaða hans lýsir þó vel þeim vanda sem fjölmargir íbúar nokk- urra bæja á þessum slóðum standa frammi fyrir. Meira en hundrað þúsund manns var skipað að yfirgefa heimili sín vegna hættunnar frá kjarnorku- verinu í Fukushima, sem eyðilagð- ist í náttúruhamförunum í mars. Bærinn Tomioka er innan þess svæðis sem rýma þurfti vegna hættu á geislamengun. Matsumura hefur hvorki vatn né rafmagn í húsi sínu, en nær sér þó í vatn í brunn og notar gamla rafala til að fá rafmagn á kvöldin. Hann borðar mikið af dósamat en veiðir einnig fisk í ánni sem rennur þar hjá. Einu sinni eða tvisvar í mánuði fer hann á bifreið sinni til næsta bæjar fyrir utan hættusvæðið og nær sér í helstu nauðsynjar. Hann segist hafa tekið að sér að hugsa um flækingshunda og ketti sem fólk skildi eftir í yfirgefnum bænum. Stjórnvöld skipta sér samt lítið af Matsumura, þótt hann hafi ekkert leyfi til að búa þarna lengur. Hann segir lögregluna reyndar nokkrum sinnum hafa bankað upp á en aldrei þvingað hann til að fara með sér. Hann ætlaði að fara burt eins og hinir, en fann hvergi samastað og ákvað þá að halda kyrru fyrir. „Ég fór heim til frænku minnar í von um að fá að gista,“ segir hann. „En hún vildi ekki hleypa mér inn, óttaðist að af mér stafaði geisla- mengun. Þá fór ég í neyðarskýli, en þar var allt fullt. Þetta nægði til að sannfæra mig um að koma aftur heim.“ gudsteinn@frettabladid.is Býr einn í yfirgefnu þorpi á hættusvæði Naoto Matsumura neitar að yfirgefa bæinn sinn í Japan þrátt fyrir hættulega geislamengun frá ónýtu kjarnorkuveri. Hann veiðir sér fisk í matinn og sinnir dýrunum sem skilin voru eftir. Stjórnvöld láta hann að mestu afskiptalausan. Á FERÐ UM EINSKISMANNSLAND Naoto Matsumura lítur eftir hrísgrjónaakri sínum. Hundurinn Aki er með í för. FRÉTTABLAÐIÐ/AP YFIRGEFINN BÆR Í Tomioka bjuggu sextán þúsund manns áður en hamfarirnar urðu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ATVINNULÍF Samtök atvinnulífsins (SA) segjast standa við fullyrð- ingar sínar um að Jóhanna Sig- urðardóttir hafi farið með rangt mál í ræðu sinni á þingi síðast- liðinn föstudag. Hún sagði þar að „hlutur launa í landsframleiðsl- unni hefði aldrei verið lægri en nú eða um 59% samanborið við yfir 72% árið 2007“ og var þann- ig að leggja áherslu á að fyrir- tækin mættu ekki velta launa- hækkunum út í verðlagið. SA véfengdu þessar tölur og sögðu Jóhönnu þar fara rangt með hugtök. Í tilkynningu frá SA segir að þrátt fyrir að forsætisráðuneytið hafi upphaflega svarað gagnrýn- inni með því að vísa í tölur frá Hagstofunni, breyti það því ekki að Jóhanna hafi farið rangt með, og þær tölur sem hún vísaði til hafi átt við vergar þáttatekjur, ekki landsframleiðslu. Hlutur launa í landsframleiðslu hafi í raun margoft verið lægri, eða alls 17 sinnum frá árinu 1980. Þá segir í tilkynningu SA að val forsætisráðuneytis- ins á árinu 2007 sem við- miði sé óheppilegt þar sem það ár hafi íslenskt atvinnu- líf ekki verið samkeppnishæft vegna ofurstyrks krónunnar. Árið 2007 geti ekki verið „grund- völlur upplýstrar umræðu um stöðu atvinnulífsins.“ - þj SA standa við gagnrýni á ræðu forsætisráðherra: Segja Jóhönnu ekki fara rétt með tölur DEILA Á FORSÆTIS- RÁÐHERRA Samtök atvinnulífsins segja Jóhönnu Sigurðardóttur ekki hafa farið með rétt mál í ræðu sinni á þingi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.