Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 38
6. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 HÁRIÐ Sýningin sem gat ekki hætt fer að hætta! SILFUR TUNGLIÐ „Algjör snilld“ Júlíus Júlíusson, Mbl. Miðasala á harid.is Fim. 8. sept. kl. 19 Lau. 10. sept. kl. 19 Sun. 11. sept. kl. 19 Fös. 23. sept. kl. 19 Allra síð ustu sýn ingar! BESTI BITINN Í BÆNUM „Það er Saffran Express og Spari Naanwich sem slær öll met. Það er gert grín að mér í vinnunni því ég fer svo oft þangað.“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir, leikkona og nýráðinn ritstjóri Séð & heyrt. „Ég ætla að kenna hitabylgjunni um þetta, ég er bara að bíða eftir djúpri haustlægð og þá kemur aðsóknin,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndaleikstjóri. Fyrsta myndin hans, Á annan veg, var frumsýnd um helgina. Hún fékk prýðilega dóma, fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, þrjár í Fréttatímanum og fína umsögn í Morgunblaðinu. En dómarnir virðast ekki hafa hreyft við fólki, aðeins 159 gest- ir greiddu sig inn á myndina um helgina samkvæmt lista frá Smáís. Og það verður að teljast heldur dræm aðsókn. Mikil veðurblíða lék við höfuðborgarbúa bæði laug- ardag og sunnudag og því viðbúið að margir hafi haft öðrum hnöpp- um að hneppa en að skella sér í bíó. Hafsteinn er hins vegar nokkuð brattur þrátt fyrir brösótta byrj- un, segir myndina spyrjast vel út. „Ég er líka óþekktur, þetta er mín fyrsta mynd og þá eru leikar- arnir tiltölulega óþekktir. Þetta er mynd sem hvíslar á meðan stóru Hollywood-poppkornssmellirnir öskra,“ segir Hafsteinn en hann vildi hvetja fólk til að skella sér í bíó til að kynna sér það ferskasta í íslenskri kvikmyndagerð. Guðmundur Breiðfjörð, mark- aðsstjóri hjá Senu sem dreifir myndinni, segir myndina eiga eftir að ná sér á skrið. „Þetta er þannig mynd að hún verður lengi í gang,“ segir Guðmundur og rifj- ar upp velgengni Nóa albínóa. Hún hafi farið hægt af stað í byrjun og raunar benti ekkert til þess fyrstu sýningarvikuna að myndin myndi njóta mikilla vinsælda. „Þetta eru bara þrír dagar, svona mynd þarf alveg viku til tíu daga. Markhóp- ur hennar þarf tíma, hann þarf að skipuleggja sig, finna barnapíu og annað slíkt. Þessi mynd á alveg heilan helling inni,“ segir Guð- mundur. Á annan veg segir frá tveimur afar ólíkum mönnum sem vinna saman við vegavinnu á Vestfjörð- um; annar ætlar í framhaldsnám í þýsku en hinn er með kynlíf á heil- anum. Aðalleikarar myndarinnar eru tveir, þeir Hilmar Guðjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson, en auk þess bregður Þorsteini Bach- mann fyrir í litlu hlutverki. Mynd- in er sýnd bæði í Háskólabíói og Smárabíói. freyrgigja@frettabladid.is HAFSTEINN GUNNAR SIGURÐSSON: HITABYLGJUNNI UM AÐ KENNA Bíð eftir djúpri haustlægð til að aðsóknin taki við sér ENGIN UPPGJÖF Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, til hægri, segist sannfærður um að aðsóknin á myndina eigi eftir að aukast, sér- staklega þegar djúpar haustlægðir fara að gera vart við sig. Leikstjórinn er hér með aðalleikurum myndarinnar, Hilmari Guðjóns- syni og Sveini Ólafi Gunnarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Hann er ótrúlegur snillingur, þessi strákur,“ segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson. Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf verður frumsýnd 14. október. Tónlistarmaðurinn Zack Hemsey semur tónlistina í nýjum stiklum fyrir myndina, en hann samdi einnig tónlistina í stiklum kvikmyndanna Inception, The Town og Robin Hood eftir Ridley Scott. „Hann er búinn að gera heilan helling,“ segir Ólafur og bætir við að það hafi verið sáraeinfalt að hafa uppi á honum. „Ég fann náungann á netinu og talaði við hann. Hann vildi fyrst fá ógurlegar formú- ur fyrir verkið, svo benti ég honum á að ég væri á Íslandi, sem væri eins og lítið Disneyland – mjög lítill markaður. Þá fékk ég þetta frekar ódýrt. Hann gaf afslátt út á Ísland, það er bara málið.“ Ólafur er mikill stiklumaður og segist vera búinn að sjá miklu fleiri stiklur en kvikmyndir. Hann segir tónlistina í stiklunni skipta sköpum enda sé hún frímerki fyrir myndina. „Ef fólk ætlar að sjá myndina skoðar það treilerinn og því þarf hann að vera eins flottur og mögulegt er,“ segir hann. Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson og hinn serbneski Zlatko Krickic fara með aðalhlutverkin í myndinni. Ólafur fór óhefðbundnar leiðir við fjármögnun myndarinnar og bauðst fólki meðal annars að styrkja myndina með frjálsum framlögum. Nú þegar hann sér fyrir endann á vinnunni við myndina segir hann að það sé hálfgerður gerviléttir. „Þegar eitt klárast byrjar annað,“ segir hann. „Ég er hættur að trúa á spennuföll, þau eru yfirleitt haugalygi. Englarnir koma með nýja verkefnaskrá þegar maður klárar eitthvað.“ Nánari upplýsingar má finna á vef- síðu myndarinnar, borgriki.is. - afb Gaf afslátt út á Ísland ÍSLENSKUR AFSLÁTTUR Zack Hemsey gerði tónlistina í stiklum mynda á borð við Inception og The Town. Hann gaf Ólafi afslátt af tónlist- inni fyrir stiklur Borgríkis vegna smæðar Íslands. „Við urðum að breyta nafninu og komumst að þessari niðurstöðu ásamt dreifingaraðilanum í Dan- mörku. Ætli þetta sé ekki auðveld- asta breytingin,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmda- stjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. Íslenski sælgætisframleiðand- inn þurfti að breyta Ópal í Obal til að geta selt sælgætið frændum okkar í Danmörku. Íslendingar í Danmörku hafa rekið upp stór augu í Tiger-búðum þar í landi þar sem pakkar af íslenska sæl- gætinu standa í hrönnum en bók- stafnum P er skipt út fyrir B. Útlitið á pökkunum er hið sama og hér heima. Ástæðan er sú að danskur sæl- gætisframleiðandi var þegar búinn að tryggja sér réttinn á nafninu. „Sumir framleiðendur gera þetta, tryggja sér rétt á nöfn- um án þess að nota þau. Þegar sóst var eftir að selja Ópal í Danmörku þurftu við því að breyta nafninu til að geta selt það,“ segir Kristján en rúmt ár síðan íslenska sælgæt- ið fór í sölu í Danmörku. Pakkinn kostar 10 krónur danskar sem er um 220 íslenskar krónur. Til samanburðar er vert að geta að Ópal pakkinn hér heima kostar einnig frá 220 krónum og upp úr. „Þetta er að verða vin- sælt núna og Danirnir að komast á bragðið,“ segir Kristján Geir. - áp Ópal er Obal í Danmörku OBAL Í DANMÖRKU Útlitið á sælgætis- pökkunum er alveg eins en nafnið er öðruvísi hjá Dönunum sem eru að komast á bragðið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.