Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 20
6. SEPTEMBER 2011 ÞRIÐJUDAGUR Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa. Það skiptir máli hvaða blað fólk gefur sér tíma til að lesa. Ný Prentmiðlakönnun Capacent Gallup staðfestir að lesendur á aldrinum 12-59 ára gefa sér lengri tíma til að lesa Fréttablaðið en Morgunblaðið. Við hlökkum til að færa ykkur fleiri góðar stundir í framtíðinni. Lesendur gefa sér góðan tíma í Fréttablaðið Allt sem þú þarft... 20 mín 15 mín 10 mín 5 mín 0 mín 12-14 ára 15-19 ára 20-24 ára 25-29 ára 30-34 ára 35-39 ára 40-44 ára 45-49 ára 50-54 ára 55-59 ára MBL FBL Meðal lestími í mínútum á hvert eintak* *Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Mældur er tími sem fer í lestur hvers eintaks Morgunblaðsins og Fréttablaðsins hjá lesendum á aldrinum 12-59 ára á öllu landinu. Árleg stikuferð jeppaklúbbsins 4x4 var farin um nýliðna helgi. Þar hjálpuðust 35 manns að við að merkja ákveðnar leiðir á hálendi Íslands með stikum, samtals yfir hundrað kílómetra að lengd. V ið stikuðum þekktar leiðir á hálendinu sem eru sums staðar illa sýnilegar í tor- færu landslagi. Þátttakendurn- ir voru 35 á öllum aldri, dugleg- ir og skemmtilegir.“ Þannig byrj- ar Sæbjörg Richardsdóttir, kölluð Didda, að lýsa vinnuferð jeppa- klúbbsins 4x4 sem farin var um síðustu helgi. Hún segir varasamt að hafa hálendisleiðir illa merkt- ar því þá geti myndast villuslóðar sem bæði geti afvegaleitt fólk og valdið skaða á landinu. „Stikurn- ar hjálpa fólki að rata rétta leið. Það er jákvætt fyrir alla,“ segir hún og bætir því við að klúbbur- inn greiði allan kostnað. Didda er ein þeirra kvenna sem hafa gaman af jeppaferð- um. Hún er formaður umhverfis- deildar 4x4 og sá um undirbúning stikuferðarinnar. „Fyrsta skref- ið er alltaf að fá leyfi hjá sveit- arfélögum, að þessu sinni hjá Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar mætt- um við miklum skilningi. Vega- gerðin er líka elskuleg og bjargar okkur stundum með endurskins- merki til að setja á stikurnar. Við mætum ljúfmennsku hvar sem við komum,“ segir hún. Leiðin sem stikuð var ligg- ur upp með Þjórsá vestanverðri, um Gljúfurleit, framhjá Norð- lingaöldu og inn Fjórðungssand að Hofsjökli. „Þetta er leið sem er talsvert ekin af 4x4 því inn við Hofsjökul á félagið skála sem heitir Setrið. Þangað eru um 80 kílómetrar frá Sultartanga,“ segir Didda. „Leiðin var stik- uð fyrir nokkrum árum en allar stikur gefa eftir á endanum og við kjósum að hafa þær úr tré til að þær verði að jarðvegi þegar þær eyðileggjast. Við endurnýtum þær sem hægt er og síðan bætum við í skörðin.“ Næsti leggur var frá Setrinu í Kerlingarfjöll að sögn Diddu, en þar höfðu erlendir sjálfboðaliðar nýlega reist við stikur. Eftir ljúffenga súpu hjá Kerl- ingarfjallabændum hélt jeppa- flokkurinn niður á Hrunamanna- afrétt þar sem merktir voru 12 til 15 kílómetrar í viðbót í Leppis- tungum. „Það var gott að hafa svona marga í þessari ferð, við vorum með fólk sem lagfærði veginn, fólk á járnkörlum, stiku- hömrum og heftibyssum og mikil jákvæðni og vinnusemi ríkti í hópnum,“ segir Didda sem sjálf var í forystu flokksins og flutti stikurnar. gun@frettabladid.is Hjálpa fólki að rata rétta leið Áin Kisa var ljúf og malaði þegar bílarnir fóru yfir. En hún á líka til að hvæsa og setja upp kryppu, þannig að eins gott er að bera virðingu fyrir henni. Um 700 stikur voru teknar með, þar af voru 640 notaðar. Tvo bíla þurfti til að flytja staflann og þarna er verið að að umstafla af „Jakanum“ yfir á kerruna. Didda nýlega komin heim úr stikuferðinni. „Ég er lítið fyrir að keyra með kerru aftan í þannig að ég var í farþegasæti í þessari ferð,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.