Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 28
6. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR20
BAKÞANKAR
sr. Sigurðar
Árna
Þórðarsonar
Bættu um betur – Húsasmí›i / Bifélavirkjun / Bifrei›asmí›i /
Bílamálun / Múrarai›n er tilraunaverkefni sem mi›ar a› flví a›
meta færni sem vi›komandi b‡r yfir inn í skólakerfi›, óhá› flví
hvernig hennar hefur veri› afla›. Markmi›i› er a› flátttakendur
í verkefninu ljúki sveinsprófi.
Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA – fræ›slu-
setur í síma 590-6400 og fá frekari uppl‡singar um verkefni›. fiar
er einnig hægt a› skrá sig á kynningarfund sem ver›ur haldinn
í dag 6. september kl. 17.00 a› Skúlatúni 2, 6. hæ›, 105 Reykjavík.
Nánari uppl‡singar er a› finna á www.idan.is. Einnig er hægt a›
senda tölvupóst á netfangi› radgjof@idan.is.
Hefur flú starfa› vi› húsasmí›i,
bifvélavirkjun, bifrei›asmí›i,
bílamálun e›a múrarai›n
og vilt ljúka námi í greinunum?
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. búsmali, 6. ógrynni, 8. með-
vitundarleysi, 9. hald, 11. guð, 12.
traðk, 14. drabb, 16. kusk, 17. kvk.
nafn, 18. munda, 20. skammstöfun,
21. málmur.
LÓÐRÉTT
1. sog, 3. rún, 4. undirbúningspróf, 5.
borða, 7. pest, 10. frostskemmd, 13.
mas, 15. maður, 16. umrót, 19. í röð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. búfé, 6. of, 8. rot, 9. tak,
11. ra, 12. tramp, 14. slark, 16. ló, 17.
lóa, 18. ota, 20. fr, 21. stál.
LÓÐRÉTT: 1. tott, 3. úr, 4. forpróf, 5.
éta, 7. farsótt, 10. kal, 13. mal, 15.
karl, 16. los, 19. aá.
Þessir hrægammar sem
fljúga í hring yfir mér
munu verða mér til
bjargar
Fleiri sögur af of
mikilli bjartsýni...
Úff! Erfiður
seðill þessa
vikuna.
Nú? Ég hélt
að einhverfi
kollurinn á
þér hefði
svar við öllu!
Hversu lengi
hefurðu sagt
þetta? Það eru
meiri líkur á því
að gamall og
sorglegur róni
sem hangir niður
við höfn hitti á
alla rétta en þú!
... og svo
krotarðu bara
þarna við 1, X
eða 2.
Slepptu
þessum yfir-
lýsingum vinur
minn! Einn
daginn mun
ég vera með
alla leikina
rétta og verða
brjálæðislega
ríkur!
Það er ekkert að
gerast í kvöld svo við
ætlum bara að horfa
á mynd.
Ef það er það
sem þið viljið
kalla það.
Barnablús
málsháttur
Grasið er alltaf grænna
á hnjánum á hvítu
buxunum sem sonur
þinn var að fá
Úps
Paul Ricoeur var einn áhugaverðasti heimspekingur Frakka á tuttugustu
öld. Bækur hans rötuðu víða og hugmyndir
hans höfðu áhrif í mörgum fræðagreinum.
Áður en hann lét af störfum var hann til
dæmis um tíma prófessor við guðfræði-
deild Chicago-háskóla. Fræðasvið Rico-
eurs var vítt og hér verður aðeins vikið að
hvernig hann ræddi um tvær víddir í gagn-
rýni hugmynda.
RICOEUR talaði um meistara tortryggni og
hvernig nýta má niðurbrot þeirra í heimi
hugmyndanna til endurheimtar og endur-
byggingar. Meistarar tortryggninnar eru
þau, sem þora að efast um viðtekin sann-
indi, andmæla því, sem ekki stenst
skoðun og leggja til aðrar túlkunar-
leiðir en hinar hefðbundnu. Dæmi
Ricoeur um tortryggnisspekinga
eru Marx, sem lagði grunn að
samfélagsrýni, og Freud, sem
uppgötvaði dýptir sálarinnar og
atriði sem stýrðu hegðun, veru
og vitundarlífi manna. Þriðji
meistari tortryggninnar var
síðan Nietzsche, sem hafnaði
ýmsum hugmyndakerfum sem
honum þóttu ekki standast, til
dæmis í trúarhugsun. Öflugir tor-
tryggjendur skafa burt hið ónýta og
rök þeirra varða sannleiksleitendur
– af hvaða sauðahúsi sem þeir eru.
EN TORTRYGGNI er ekki nóg, hlutverk
andans er ekki bara að brjóta niður, stinga
í kýli og hleypa út galli blekkinga. Hugur
þjónar ekki aðeins hreingerningu sálar-
innar heldur velferð fólks. Hugsun er ekki
bara fyrir gagnrýni heldur líka lífsrýni.
Hlutverk skynsemi er bæði að rífa niður,
en líka byggja upp, að veita næringu og
leyfa vaxtarsprotum að dafna. Þess vegna
er hugsun endurheimtar mikilvæg, spekin
skoðar hvað af hugmyndum má endurnýta.
Jesús Kristur er að mínu viti besta dæmið
um speking, sem bæði tortryggði og endur-
tryggði, reif niður það sem hindraði fólk til
frelsis en endurbyggði líka ríki elskunnar.
VIÐ MEGUM vera tortryggin til dæmis
þegar við lesum goðsögur og góðar bók-
menntir, en ættum ekki að henda þeim
bara af því að þær fjalla um verur sem eru
ekki til. Stóru sögur mannkynsins fjalla
alltaf um líf í heiminum, fólk, átök og mik-
ilvæg atriði. Goðmögn, handanverur og
einstaklingar eru ekki aðalatriði þessara
sagna, heldur viskan um líf og lífsmögu-
leika í heimi. Hið sama gildir um Biblíuna,
trúarbragðaefni og heimspekiefni aldanna.
Hið mikilvæga er að endurheimta dýptar-
viskuna. Tortryggjum hefðir og kreddur,
en hugsum speki og einnig trúarefni til
lífs. Hver maður ætti að temja sér tor-
tryggjandi huga en elskandi afstöðu, kald-
an huga og hlýtt hjarta.
Kaldur hugur og hlýtt hjarta
Ný fjölmiðlakönnun Capacent Gallup
staðfestir vinsældir Fréttablaðsins.
Rúmlega 72% íbúa höfuðborgarsvæðisins
á aldrinum 18-49 lesa að meðaltali hvert
tölublað Fréttablaðsins - nær þrefalt fleiri
en lesa næsta dagblað þar á eftir.
Fólkið í
landinu les
Fréttablaðið
Allt sem þú þarft...
Prentmiðlakönnun Capacent Gallup.
Apríl til júní 2011, meðallestur á tölublað.