Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 8
6. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 Huang Nubo hefur engan áhuga á pólitík og þykir leitt að verið sé að tengja hann við stjórnmálaöfl. Hann mun afsala sér vatns- réttindum á Grímsstöðum og er á móti virkjunum í Jökulsá. Huang svaraði spurningum Fréttablaðsins með tölvupósti í gær. Hvernig svarar þú þeim sem sett hafa spurningarmerki við fyrirætl- anir þínar í sambandi við vaxandi áhrif Kína á alþjóðamarkaði? „Mér finnst afar leiðinlegt að sumir séu að reyna að tengja við- skiptaáætlanir mínar við pólitík. Það er ekki sanngjarnt að bendla viðskipti mín við stjórnmál í ein- hvers konar kalda stríðssamhengi. Líf okkar væri mun einfaldara ef menn hefðu ekki svona miklar áhyggjur af Kína.“ Hverjar eru fyrirætlanir þínar varðandi vatnsréttindi á Gríms- stöðum? „Ég er félagi í TNC, The Nat- ure Conservancy, sem eru ein af stærstu náttúruverndarsamtök- um heims og ég er mikill nátt- úruverndarsinni. Ef ég fæ leyfi frá yfirvöldum til að halda áfram með verkefni mitt á Grímsstöðum, verður mitt fyrsta og mikilvæg- asta verkefni að gera yfirgrips- mikla áætlun um náttúruvernd á svæðinu. Ég hef engan áhuga á vatnsrétt- indum í Jökulsá á Fjöllum og raun- ar er ég eindregið á móti virkj- unum í þessari fallegu á, sem er ástæða þess að ég ætla að afsala mér vatnsréttindum.“ Hefur engan áhuga á pólitík Ert þú virkur í kínverskum stjórn- málum? „Ég tek ekki þátt í pólitík, ég stunda viðskipti. Þar fyrir utan tek ég þátt í alls kyns alþjóðleg- um ljóðaviðburðum og góðgerðar- málum, ásamt því að ganga mikið á fjöll. Ég hef engan áhuga á pólitík.“ Hvað finnst þér um þá opinberu umræðu sem hefur átt sér stað á Íslandi eftir að fyrirætlanir þínar urðu opinberar? „Mér fellur ekki að vera bendl- aður við pólitík á nokkurn hátt, en ég skil áhyggjur fólks í því sam- hengi. Kaupsýslumönnum eins og mér er ekki um að vera blandað inn í stjórnmálaumræður, en ég bjóst við þessu vegna þess að það hefur verið mikill áhugi á alþjóð- legum vettvangi á viðskiptahegð- un kínverskra kaupsýslumanna. En það er alveg ljóst að ég mundi endurskoða allar fjárfestingar- hugmyndir mínar á Íslandi ef þær væru líklegar til að valda pólitískri sundrung.“ Finnur þú fyrir kynþáttafordóm- um í umræðunni á Íslandi? „Ég hef ekki fundið fyrir neinu slíku.“ Telur þú að umræðan sé sann- gjörn? „Ég hef ekki náð að fylgjast með umræðunni á Íslandi undanfarna daga nægilega vel þar sem ég hef verið mikið á ferðalögum. En ég tel að það sé eðlilegt að almenn- ingi á Íslandi sé annt um nýtingu landsins, en þó finnst mér það afar ósanngjarnt ef umræðan einblín- ir á kynþátt minn eða þjóðerni. Ég er bara kaupsýslumaður með sýn á það hvernig á að þróa ferða- mannaiðnaðinn í framtíðinni svo hann verði arðvænn fyrir landið og ferðamennina sjálfa. Ég hef töluverðar áhyggjur af þeirri þróun sem á sér stað þegar ferðamannastaðir eru þróaðir án nægilegrar framtíðarsýnar. Það gæti endað með því að margir af fallegustu stöðum á jörðinni verði eyðilagðir. Ég vil því leggja mitt af mörkum til að varðveita arfleifð náttúrunnar svo komandi kynslóð- ir munu geta notið þeirra á sama hátt og forfeður okkar.“ Hefur þú áhyggjur af því að kín- versk yfirvöld muni reyna að hafa áhrif á mögulega fjárfestingu þína á Grímsstöðum? „Ég tel að það ætti ekki að vera nein ástæða fyrir kínversk stjórn- völd að hafa áhrif á fjárfesting- ar mínar. Eina ástæðan sem mér dettur í hug fyrir kínversk stjórn- völd að koma í veg fyrir kaupin er sú að þau teldu að þau hefðu slæm áhrif á Ísland. Ef það gerist þarf ég að hætta við áætlanir mínar, vegna þess að gjaldeyrisskipti eru háð samþykki kínverskra stjórn- valda og ég mundi þar af leiðandi ekki geta notað mína kínversku fjármuni á Íslandi.“ Ferðaþjónusta án hliðstæðu Hvað ætlast þú fyrir með kaup þín á Grímsstöðum? „Þegar ég hef fengið undan- þáguna frá stjórnvöldum í báðum löndum, mun ég koma á fót íslensku fyrirtæki. Þetta fyrirtæki mun kaupa eignina og reka hana samkvæmt íslenskum lögum rétt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Ég get ekki séð hvernig þjóðerni ætti að skipta þar máli. Síðan mun ég bjóða umhverfis- fræðingum frá alþjóðasamtök- unum TNC til Íslands, þar sem meðal annars munu vera sérfræð- ingar á sviði vatnafræði, stað- fræði, líffræðilegs fjölbreytileika, umhverfisvæns ferðamannaiðn- aðar, arkitektúrs og fleira. Þeir munu skoða aðstæður á Gríms- stöðum og ráðfæra sig síðan við íslenska sérfræðinga. Svo mun ég láta framkvæma umhverfisáætlun, sem mun skipta landinu niður eftir svæðum; þeim sem verða þróuð áfram og þeim sem verða friðuð og látin ósnortin. Að því loknu mun ég leita eftir áliti almennings áður en ég sendi áætl- anir mínar til íslenskra yfirvalda. Þegar ég hef fengið samþykki frá yfirvöldum, munum við byrja hönnunarvinnu og framkvæmd- ir, sem ég býst við að muni taka um það bil tvö ár. Ég ætla mér að vinna með íslenskum verkfræði- og byggingafyrirtækjum og ég býst við því að ferðamannasvæðið verði tilbúið til reynslu árið 2014. Við munum byggja 20.000 fer- metra ferðamannaaðstöðu, þar á meðal fimm stjörnu hótel með meira en 100 herbergjum í 10.000 fermetrum. Einnig munum við gera stórar svítur fyrir fjölskyldur og litla hópa. Þar fyrir utan ætlum við að þróa umhverfisvænan golf- völl, aðstöðu til að stunda hesta- íþróttir, lítinn flugvöll og útsýnis- flug með loftbelg. Á sama tíma munum við einn- ig fara af stað með þriggja til tíu daga gönguferðir á svæðinu. Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is FRÉTTAVIÐTAL: Kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo Vill varðveita arfleifð náttúrunnar GRÍMSSTAÐIR Á FJÖLLUM Grímsstaðir eru um 300 ferkílómetrar að stærð, sem gerir jörðina að einni stærstu jörð á landinu. MYND/SIGGA HALLGRÍMS HUANG NUBO Nubo býst við því að heildarkostnaður við framkvæmdir hans á Íslandi nemi tæpum 25 milljörðum króna. NORDICPHOTOS/AFP Heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar mun sennilega verða um 100 milljónir Bandaríkjadala. Gangi framkvæmdir mínar á Grímsstöðum eftir mun ég einn- ig leita eftir staðsetningu innan Reykjavíkur fyrir fimm stjörnu hótel með um 300 herbergjum og skrifstofum fyrir fyrirtæki mitt á Íslandi. Ég ætla að kaupa tvær til þrjár litlar flugvélar og koma á fót fyrirtæki fyrir útsýnisflug. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður aðrar hundrað milljónir Bandaríkjadala og er búist við því að þeim ljúki fyrir árið 2014.“ Vill fullt samstarf við íslenska ríkið Vilt þú eiga Grímsstaði með íslenska ríkinu? Truflar það ekki áætlanir þínar á svæðinu? „Já, ég vil það. Hvert einasta skref sem ég tek mun verða sam- kvæmt íslenskum lögum. Og yfir- völd munu hafa yfirsýn yfir allar byggingaframkvæmdir sem ég hyggst ráðast í, til að hafa allt ferl- ið eins gagnsætt og mögulegt er og tryggja góðan árangur.“ Ert þú bjartsýnn á að verkefni þitt á Grímsstöðum skili arði? „Ég tel að það muni taka um tíu ár fyrir verkefnin að skila arði, en þó ekki nóg til að fá fjárfest- ingarkostnaðinn til baka. Þó mun það efla samkeppnisstöðu mína í ferðamannaiðnaðinum á alþjóðleg- um vettvangi, að Kína meðtöldu, og þar með auka hagnað minn.“ AFS á Íslandi • Sími 552 5450 • www. afs.is OPIÐ HÚS AFS-skiptinemasamtökin á Íslandi verða með opið hús, miðvikudag, kl. 17-19, í húsakynnum, samtakanna, Ingólfsstræti 3, Reykjavík. Allir, sem vilja forvitnast um skiptinemadvöl, sjálfboðaliðadvöl eða starfsemi okkar almennt, eru hvattir til að líta við og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða. Ég hef engan áhuga á vatnsrétt- indum í Jökulsá á Fjöllum og raun- ar er ég eindregið á móti virkjunum í þessari fallegu á, sem er ástæða þess að ég ætla að afsala mér vatns- réttindum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.