Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 22
6. SEPTEMBER 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● jeppar Akstur á hálendi Íslands lýtur öðrum lögmálum en akstur á lág- lendi, hvort sem um er að ræða akstur á bundnu slitlagi eða möl. Aðstæður á hálendi geta breyst hratt, vegir geta verið erfiðir yfir- ferðar og oft þarf að aka yfir ár. Því gildir það enn frekar við ferðalög um hálendi að kynna sér vel aðstæður á því svæði sem ferðast á um og ekki síður að skilja eftir leiðaráætlun þar sem fram kemur hvert á að ferðast, hvar á að gista og önnur helstu atriði. Á vefnum www.safetravel.is eru gefin nokkur góð ráð: ● Byrjaðu á því að kynna þér hvort búið sé að opna það svæði sem þú ætlar að ferðast um ● Kynntu þér vel svæðið sem ferðast á um til dæmis hjá Vegagerðinni og Veðurstofunni ● Upplýsingamiðstöðvar á svæðinu svo og land- og skálaverðir þekkja vel aðstæður ● Vertu viss um að þú hafir þá þekk- ingu og reynslu sem þarf til akst- urs á hálendinu ● Fólksbílar eiga ekkert erindi á há- lendi, næstum undantekninga- laust þarf fjórhjóladrifna bíla ● Ef þú ert óviss með að aka yfir á, slepptu því þá eða bíddu aðstoðar næstu bifreiðar sem kemur. Akstur á hálendinu Allt aðrar reglur gilda um akstur á hálendi en á láglendi. ● JEPPA OG FERÐALAGASKÓLI Ýmiss konar námskeið eru reglulega í boði fyrir jeppafólk í svokölluðum Jeppa- og ferðalagaskóla Arctic Trucks. Má þar nefna námskeið í notkun GPS-staðsetningartækja, fyrir byrjendur og lengra komna, en forsvarsmenn Arctic Trucks eru opnir fyrir hvers konar hugmynd- um að hugsanlegum námskeið- um. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Arctic Trucks og á heimasíðu þeirra, jeppar.is. Þá er hægt að láta skrá sig á póstlista til að fá upplýsingar um námskeið sem kunna að vera á döfinni. ● SPJALLAÐ UM JEPPA Hið íslenska jeppa- spjall á vefsíðunni www. jeppaspjall.is er vefur sem ætlað er að vera umræðu- vettvangur jeppamanna á Íslandi, óháður bíltegund, reynslu, aldri, kyni og klúbb- skírteini. Þeir sem taka þátt í umræðum á netinu verða að skrá sig inn. Nýir notendur velja sér notendanafn en skrá einnig sitt rétta nafn sem er sýnilegt öðrum notendum. Þjónustan er öllum að kostnaðarlausu. ● HÆTTA FRÁ LAUS UM HLUTUM Þótt ökumað- ur og farþegar séu í bílbeltum þá er hættan sú að lítill og að því er virðist sakleysislegur hlut- ur sem liggur laus í bílnum geti við árekstur orðið stórhættuleg- ur. Dæmi eru um að kaffibrúsi, skjalataska og jafnvel nestis- box hafi við árekstur flogið af stað. Þegar slíkur hlutur lendir á fyrirstöðu verður höggþungi hans margföld vigt hans. Að fá slíkan hlut í höfuðið er vitan- lega hættulegt. Fólk getur einn- ig slasast þegar gæludýr kast- ast til auk þess sem þau sjálf geta vitanlega orðið fyrir slysi. Til eru öryggisbelti fyrir dýr auk þess sem þau má geyma í búri. Oftast er hægt að koma í veg fyrir þessi slys með því að setja allt laus- legt í farangurs- geymslu eða skorða það vel. Heimild: www.us.is Mastercraft hefur framleitt dekk síðan 1909 og byggir því á yfir 100 ára reynslu. Skútuvogi 2 | 104 Reykjav ík | S ími 568 3080 Kópavogur, Smiðjuvegi 68–70 | Sími 544 5000 Njarðvík, Fitjabraut 12 | Sími 421 1399 Selfoss, Eyrarvegur 33 | Sími 482 2722 SÓLNING www.solning.is www.bardinn.is Afgreiðslutímar í Sólningu, Smiðjuvegi og Barðanum, Skútuvogi Virka daga 8.00–18.00 Laugardaga 9.00–13.00 Mastercraft jeppadekk Dekkin frá Mastercraft eru sérhönnuð fyrir stærri bifreiðar og jeppa, veita hámarks - öryggi og eru á sama tíma einkar hljóðlát. Vertu því öruggari með Mastercraft undir bílnum. Sólning og Barðinn bjóða hin vönduðu dekk frá Mastercraft í Bandaríkjunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.