Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 4
14. september 2011 MIÐVIKUDAGUR4 NÁTTÚRA Rjúpnastofninn er í niður- sveiflu um land allt. Þrátt fyrir að dregið hafi verið verulega úr veið- um á rjúpum hefur ekki tekist að draga úr heildarafföllum í stofn- inum, eins og markmið stóðu til. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) hefur unnið greinargerð fyrir umhverfisráðuneytið um veiðiþol stofnsins nú í haust. Þar segir að gögn sýni að stjórnun veiða hafi í meginatriðum gengið vel. Gögnin bendi einnig til þess að veiðar hafi áhrif á afföll eða dauða rjúpunnar umfram það sem er skotið. Í bréfi sem stofnunin hefur sent umhverfisráðherra kemur fram að þrír kostir séu í stöðunni. Sá fyrsti sé að rjúpnaveiðum sé haldið áfram á sama máta og síð- ustu fjögur ár, þannig að veitt sé í átján daga. Miðað við að veiðimenn verði 5.000 og aflinn 31 þúsund fuglar eigi að veiða að hámarki sex fugla á mann. Annar kostur væri að takmarka veiði enn frekar í þeirri von að truflun vegna veiða hætti að magna viðbótarafföll. Þriðji kosturinn væri að hætta rjúpnaveiðum, þar sem sterkar vísbendingar séu um að veiðarnar séu í eðli sínu ósjálfbærar auk þess sem afföll séu meiri en það sem skotið er. Fyrirsjáanlegt sé að sveifla í stofninum muni hverfa og stofninn haldist í viðvarandi lágmarki. Í yfirlýsingu frá Skotvís, Skot- veiðifélagi Íslands, er lagt til að veitt verði eftir sama fyrirkomu- lagi og undanfarin tvö ár. Þar segir að veiðin hafi verið langt innan við þau 20 prósent af stofn- stærð sem talið sé ásættanlegt hlutfall. Mest hafi álagið farið í 12 prósent árið 2005 en verið minna síðan. - þeb NÍ segir sterkar vísbendingar um að veiðar séu ósjálfbærar en veiðimenn vilja óbreytt fyrirkomulag veiða: Rjúpnastofninn í niðursveiflu um allt land RJÚPUR Veiðarnar virðast hafa áhrif á rjúpurnar, og mögulegt að stofninn sé viðkvæmur fyrir truflunum samfara veiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EVRÓPUMÁL Það er lykilatriði fyrir Ísland í aðildarviðræðum við Evr- ópusambandið (ESB) að samn- inganefndin hafi fá og skýr mark- mið í viðræðunum, segir Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). „Það er mikilvægt að vita nákvæmlega hvað þið viljið fá út úr viðræðunum. Samningamennirnir ættu að hafa mjög skýra hugmynd um hvaða bil gæti reynst erfitt að brúa og leggja mesta áherslu á fá, skýr lykilatriði,“ segir Kuosmanen. Hann var í samninganefnd Finn- lands sem samdi um aðild að ESB á árunum 1993 og 1994, og hélt fyrirlestur í Norræna húsinu í gær um þá vegferð. Formlegar aðildarviðræður Íslands hófust í lok júlí síðastlið- ins að lokinni rýnivinnu þar sem löggjöf Íslands var borin saman við löggjöf ESB. Nú standa því yfir viðræður þar sem undirbúinn er aðildarsamningur sem báðir aðilar geta sætt sig við. Kuosmanen segir að frá ESB séð snúist aðildarviðræðurnar um það hvernig viðræðuþjóðin geti lagað sig að reglum sambandsins. Það þýði hins vegar ekki að ekki sé til staðar svigrúm fyrir nýjar aðildarþjóðir til að ná fram sínum samningsmarkmiðum. „Til að ná sem bestum árangri þarf Ísland að leggja fram mjög sterk rök fyrir sinni afstöðu í nokkrum lykil- málum sem er alveg skýrt að eru mikilvægust.“ Spurður hvaða mál hafi reynst erfiðust í samningaviðræðum Finna segir Kuosmanen: „Það voru nokkur mál erfið en það erfiðasta varðaði landbúnaðarmál. Fram- leiðni finnskra bænda er lítil vegna norðlægrar stöðu landsins.“ Finnskir bændur þurfi því annaðhvort talsverða niður- greiðslu eða hátt verð á markaði til að vera samkeppnishæfir. „Áður en við gengum í ESB tryggðu háir innflutningstollar hátt verð. Við þurftum hins vegar að breyta kerf- inu með hliðsjón af landbúnaðar- stefnu ESB, sem var mjög erfitt viðfangsefni,“ segir Kuosmanen. „Lausnin fólst í ýmsum tækni- legum atriðum en þó aðallega í tvennu. Við fengum að nýta okkur ákveðin verkfæri í sameiginlegu landbúnaðarstefnunni af meiri krafti en önnur ríki. Síðan gaf ESB Finnlandi leyfi til að styrkja inn- lendan landbúnað beint á máta sem önnur ríki máttu ekki.“ Kuosmanen segir að þessi samn- ingsatriði hafi verið nauðsynleg til að tryggja stöðu landbúnaðar í Finnlandi. Hann vill ekki vera með vangaveltur um hvort sam- bærilegar eða annars konar lausn- ir væru í boði fyrir Ísland en segir þetta fordæmi þó vera til staðar. magnusl@frettabladid.is Vænlegast að leggja áherslu á fá markmið Antti Kuosmanen var meðal samningamanna Finna í aðildarviðræðum þeirra við ESB á tíunda áratug síðustu aldar. Hann segir mikilvægt að samninganefnd Íslands hafi fá og kýrskýr samningsmarkmið í aðildarviðræðum við ESB. ANTTI KUOSMANEN Kuosmanen átti sæti í samninganefnd Finna sem samdi við ESB um aðildarsamning á árunum 1993 og 1994. Hann skrifaði síðar bók um leið Finn- lands í ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Til að ná sem bestum árangri þarf Ísland að leggja fram mjög sterk rök fyrir sinni afstöðu í nokkrum lykilmálum sem er alveg skýrt að eru mikilvægust. ANTTI KUOSMANEN SENDIHERRA FINNLANDS HJÁ OECD Strandblak í landluktum bæ Koma á upp strandblaksvelli austan við sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði. Bæjarstjórnin ætlar að leggja 500 þúsund krónur í verk- efnið sem er hugarfóstur Blakdeildar íþróttafélagsins Hamars. Samþykki þarf frá bæjarstjórn Ölfuss. HVERAGERÐI Innkalla grafinn lax Fyrirtækið Ópal sjávarfang hefur ákveðið að stöðva sölu og innkalla af markaði grafinn lax vegna gruns um mengun af völdum skaðlegrar bakteríu. HEILBRIGÐISMÁL BANDARÍKIN, AP Barack Obama leggur greinilega mikla áherslu á að skipa konur og fulltrúa minni- hlutahópa í embætti dóm- ara í Bandaríkj- unum. Einungis innan við þrjá- tíu prósent þeirra sem hann skipaði í embætti dóm- ara fyrstu tvö árin eftir að hann tók við embætti forseta eru hvítir karlar. Þannig eru nærri 47 prósent þeirra konur, 21 prósent af afr- ískum uppruna, ellefu prósent af rómönskum uppruna og sjö pró- sent af asískum uppruna. Áður en Obama tók við emb- ætti voru hvítir karlar jafnan í meirihluta allra dómara sem forsetar skipuðu í embætti. - gb Obama fer nýjar slóðir: Hvítir karlar fá síður embætti DANMÖRK Danski lagaprófessor- inn Eva Smith segir hættu á að aldraðir þurfi að greiða háar skaðabætur fái þeir að ganga með piparúða sér til varnar eins og Danski þjóðarflokkurinn hefur lagt til. Sem dæmi um þær aðstæður sem geti komið upp segir hún að ungt fólk, sem fengið hafi pipar- úða í augun, geti orðið hrætt, hlaupið út á götu og orðið fyrir bíl. Danski þjóðarflokkurinn vill að heimilt verði að nota piparúða í sjálfsvörn. Jafnframt leggur flokkurinn til að danskir elli- lífeyrisþegar fái piparúðann án endurgjalds. - ibs Danski þjóðarflokkurinn: Ókeypis pipar- úði til aldraðra BARACK OBAMA MENNTAMÁL Frá síðasta vori að skólabyrjun nú í haust fluttu 203 grunnskólanemendur í Reykjavík úr landi en 3.207 nemendur fluttu á milli skóla í Reykjavík eða í önnur sveitarfélög. Á skólaárinu sjálfu, það er frá hausti 2010 til vors 2011, flutti 201 nemandi úr landi en 1.142 nem- endur fluttu milli skóla í Reykja- vík eða í önnur sveitarfélög. Spá um fjölda nemenda fyrir hvern skóla stóðst mjög vel þetta haust sem gefur vísbendingu um að flutningar milli hverfa í Reykjavík hafi ekki verið frábrugðnir fyrri árum, samkvæmt upplýsingum frá menntasviði Reykjavíkur. - ibs Reykvískir grunnskólanemar: Þúsundir flytja milli skóla Í SKÓLA Yfir eitt þúsund börn fluttu milli skóla í Reykjavík eða í önnur sveitar- félög á síðasta skólaári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is eða í síma 525 4444 Þriggja daga námskeið ætlað verkfræðingum, tæknifræðingum og tölvunarfræðingum sem starfa við rekstur og þróun tölvukerfa, auk viðskiptafræðinga, verkefnisstjóra og hugbúnaðarráðgjafa sem skilgreina hugbúnaðarþarfir fyrirtækja. Kennari: James Robertson, sérfræðingur hjá The Atlantic Systems Guild Ltd. Haldið: 19. - 21. september 2011 AÐ NÁ TÖKUM Á ÞARFAGREININGAFERLI HUGBÚNAÐAR (e. Mastering the Requirements Process) GENGIÐ 13.09.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,3668 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,02 117,58 185,25 186,15 159,8 160,7 21,453 21,579 20,689 20,811 17,53 17,632 1,5198 1,5286 183,71 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 30° 16° 15° 19° 19° 16° 16° 26° 18° 31° 26° 31° 18° 19° 19° 16°Á MORGUN 3-12 m/s, hvassast V-til. FÖSTUDAGUR 10-15 m/s við S-ströndina. 11 9 9 10 10 9 9 8 9 12 3 11 10 6 4 2 2 3 7 2 8 4 12 9 10 13 10 12 10 13 10 11 LÆGÐ NÁLGAST Í dag er síðasti góði dagurinn á suðvesturhorninu í bili en næstu daga verður heldur vætusamt S- og V- til. Hins vegar má búast við björtu veðri og hægum vindi NA-til. Hitinn verður skaplegur miðað við árstíma, víða 10-15°C þegar hlýjast er á daginn. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.