Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 28
14. september 2011 MIÐVIKUDAGUR20 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars dóttur HEILAHRISTINGUR heimanámsaðstoð á bókasafninu :-) w w w.hei lahr ist ingur. is Sjálfboðaliðar óskast við heimanámsaðstoð á Borgarbókasafni Skráning og nánari upplýsingar á www.heilahristingur.is Viltu leggja þitt af mörkum, auka við reynslu þína og kynnast um leið skemmtilegum krökkum? Ertu 18 ára eða eldri? ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Snyrtivörur, útlit, líkamsrækt og kynlíf. Þetta eru yfirlýst efnistök skemmti- þáttar sem hefur á göngu sína á Skjá einum í næstu viku og ætlaður er konum. Hafa margar konur gagnrýnt stöðina fyrir að láta svo einstrengingslegar staðalhugmynd- ir um konur og hugðarefni þeirra liggja til grundvallar gerð dagskrár fyrir þær. Í umræðunni sem fylgt hefur í kjölfarið hefur klisjunum um þessar kvenréttindakonur kyngt niður eins og skæðadrífu. Tvennt ber þar hæst. Annars vegar hefur það þótt grafa undan gagnrýni kvennanna að sumar gangi þær með varalit og séu jafnvel „sætar“. Hins vegar hefur rökum þeirra verið mætt með einum óviðfelldnasta frasa íslenskrar tungu: „Konur eru konum verstar.“ ÞAÐ að konur geti ekki staðið vörð um rétt- indi sín tilhafðar er vitleysa sem er ekki svaraverð. Hins vegar má geta þess að vara- liturinn hefur lengi verið hluti af jafn- réttisbaráttunni en súffragetturnar báru hann sem tákn um sjálfstæði sitt er körlum líkaði hann ekki. Yfir- lýsingin um að konur séu á einhvern hátt öðrum konum skaðræðisskepnur er hins vegar öllu alvarlegri. Svo oft eru þessi orð höfð í frammi að marg- ir virðast farnir að trúa þeim. Þótt það fari ekki hátt – kannski einmitt vegna þess að flestöll umfjöllun um konur snýst um snyrtivörur, útlit, líkamsrækt og kynlíf – er rík hefð fyrir samvinnu kvenna á hinum ýmsu sviðum. Um hana er meira að segja til fjöldi sam- taka svo sem KIKS – Konur í kvikmyndum og sjónvarpi og nýstofnað félag kvenna í nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Þvert á trú sumra þrífast konur í félagsskap hver ann- arrar. Ekki nóg með það. Konur finna sér oft fyrirmyndir í öðrum konum. EKKI alls fyrir löngu prýddi forsíðu breska blaðsins The Times skælbrosandi unglings- stúlka. Stúlkan hafði unnið sér það til frægðar að ljúka grunnskóla. Slíkt þykir venjulega ekki fréttnæmt. Stuttu áður hafði hún hins vegar næstum hætt námi með það eina markmið að verða „unglinga-móðir“ eins og vinkonur hennar. En svo kom Mic- helle Obama í heimsókn í skólann hennar. Stúlkan fann sér fyrirmynd í forsetafrúnni og sneri í kjölfarið lífi sínu til betri vegar. ÁHUGAVERÐAR konur leynast alls staðar. Forsætisráðherra er kona; handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna er kona; formaður Samtaka íslenskra tölvuleikja- framleiðenda er kona. Óskandi er að stjórn- andi kvennaþáttar Skjás eins, sem sjálf er drífandi athafnakona og eflaust mörgum innblástur, sjái sér fært að breikka efnistök þáttarins og auka þannig bæði skemmtana- gildið og fjölga fyrirmyndunum. Því konur eru konum bestar. Konur eru konum bestarLÁRÉTT 2. kvenflík, 6. klaki, 8. mánuður, 9. kvk. nafn, 11. átt, 12. geðvonska, 14. gort, 16. í röð, 17. hyggja, 18. til við- bótar, 20. mergð, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. mælieining, 3. 999, 4. jarðbrú, 5. sigti, 7. fíkinn, 10. drulla, 13. gagn, 15. uppurið, 16. húðpoki, 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. pils, 6. ís, 8. maí, 9. lóa, 11. na, 12. ólund, 14. grobb, 16. hi, 17. trú, 18. enn, 20. úi, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. kíló, 3. im, 4. landbrú, 5. sía, 7. sólginn, 10. aur, 13. not, 15. búið, 16. hes, 19. nú. Jæja, ég er með latté, tvo expressó og AB mínus... Blessaður Haraldur. Allt í standi hjá fiskunum? Jú takk, þeir spjara sig! HEILAGUR SCOBIE! Já? Tókstu eftir því? Fjandinn! Þú lítur út eins og Tom Selleck maður! Nema sköllóttur! ... og með gleraugu! ... og í afavesti! Hvað er þarna inni? Vorrúllur. Jább. Þú heldur krumlunum frá þeim þangað til maturinn er borinn fram! PALLI! Vá! Þetta er rosaleg vatns- byssa Hannes! Ég veit. Má ég sjá hana? Já, ég ætla bara að athuga hvort öryggið sé á. Það var ekki á. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.