Íslendingur


Íslendingur - 01.06.1955, Blaðsíða 6

Íslendingur - 01.06.1955, Blaðsíða 6
6 ISLENDINGUR Miðvikudagur 1. júní 1955 Kemur út hvem miðvikudag. Útgefandi: Útgá/ufélag íslendings. Ritstjórí og ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1. Simi 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354. Skrífstofutíma: ÍCL 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. >>Alþýðumaðurinn« vonar og bíður | í Alþýðumanninum birtist 24. maí ritstjórnargrein um stjórn- málaviðhorfið og mögulelka á myndun þeirrar „vins'ri stjórnar4', sem Hermann Jónasson hefir „fengið á heilann“ og hinn marg- klofni Alþýðuflokkur eygir lífsvon sína í. Fara um þessar mundir fram viðræður milli Framsóknar og leifanna af Alþýðuflokknum um möguleika á myndun slíkrar stjórnar, en þar sem þeir tveir flokkar hafa ekki þingmeirihluta saman, verður engin „vinstri stjórn“ mynduð án þátttöku eða stuðnings kommúnis'a. Þessi staðreynd er ritstjóra Alþýðumannsins ljós. Og því veltir hann fyrir sér möguleikunum á að fá kommúnisla með í ríkis- stjórn: „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að einungis hlýðnisaf- staða flokksins til Moskvu hlndrar nú bæði Framsókn og Alþýðu- flokkinn í því að mynda ríkisstjórn með sósíalistum. Lýsti flokkur- inn því opinberlega og afdráttarlaust yfir, að öll íengsl við alþjóða- kommúnismann séu rofin, hann sé einungis róttækur sós aliskur flokkur, sem hafi farsæld íslenzkra málefna eln að stefnumarki .... þá skilur í rauninni ekkert (Ibr. hér) hina sósíalisku flokka lands- ins að, og fullkomið samstarf og síðan samruni ætti að geta kom- izt á. Þetta vita forystumenn sósíalista vel, og sumir þeirra vilja fara þessa lelð, aðrir eru enn inn á hlýðnisafslöðunni. Um þe'.ta standa átökin í Sósíahstaflokknum. Sigri þeir fyrrnefndu, mun ekk- ert geta hindrað myndun vinstri stjórnar í landinu ....“ Þannig horfa málin við frá sjónarhóli rits'jóra Alþýðumannsins. Það er aðeins herzlumunurlnn eftir til að koma á vinstri stjórn. Kommúnista, Framsókn og krata „skilur í rauninni ekkert“ að, nema þessi þrákeLui komma að vera í tengslum við alþjóðakomm- únismann. Ef þeir nú bara vildu lýsa því yfir, að þeir væru það ekki, þá er allt klappað og klárt! En er nú málið virkilega svona einfalt? Oss minnir, að fyrir svo sem hálfum mannsaldri fengju komm- arnir þá línu að austan að vera ekkert að nudda sér opinberlega utan í „alþjóðakommúnismann“ heldur hreiða yfir naín og númer og gerast „sameiningarflokkur alþýðu“. Allir vita, hvernig þetta herbragð tóksL Sameiningarflokkurinn sópaði til sín hundruðum kjósenda Alþýðuflokksins og nokkrum þingsætum af flokknum. Síðan hefir Alþýðuflokkurinn ekki borið sitt barr. Öll viðbrögð kommúnista til að látast vera aðrir en þeir eru hafa reytt fjaðrirnar af Alþýðuflokknum, — og engum öðrum en Alþýðuflokknum. Það er því spaugilegt, er eitt af málgögnum Alþýðuflokksins biður um meira af slíku. Hvenær sem kommúnistar sjá fram á fylgis'ap, hefja þeir „ein- ingarsönginn“ á ný. í fyrra hófu þeir þenna söng nokkru áður cn kosið var til Alþýðusambandsþings. Verkalýðurinn átti að skapa órofa einingu, án tillits til stjórnmálaskoðana. Og uppskera þessa einingarhjals varð fullkomlega eftir vonum. Þeir gerðu Hannibal Valdimarsson að forse'a ASÍ en tóku jafnframt við búsforráðum á heimili íslenzku verkalýðshreyfingarinnar. Þessi staðreynd er jafnaðarmönnum á Norðurlöndum Ijós. í Al- þýðublaðinu 25. maí, daginn eftir að Alþýðumaðurinn segir ekkert skilja kommúnista og aðra vinstri flokka að nema hlýðni þeirra við alþjóðakommúnismann, birtist þýðing á grein í danska Social-De- mokraten um samskipti kommúnista og Alþýðuflokksins á íslandi, þar sem bent er á algjör yfirráð kommúnista í verkfallinu í vetur. í niðurlagi greinarinnar segir: „Það er ekki fyrr en við var búizt, að Hannibal Valdimars- syni hefir verið ýtt til hliðar. Hvað eftir annað hefir það reynzt vera herbragð kommúnista að gera bandalag við áður- verandi jafnaðarmenn, launa þeim með einni eða annarri veg- tyllu, en ýta þeim síðan út í yztu myrkur, er kommúnistar þóttust orðnir nógu sterkir til þess. En að öllum jafnaði tek- ur þessi leikur þó töluvert lengri tíma en á íslandi í þetta sinn.“ Jafnaðarmenn í Danmörku sjá betur en jábræður þeirra hér heima. Þeir mundu seint taka einfalda yfirlýsingu frá kommúnist- um gilda sem fullkomið fráhvarf frá þjónustu þeirra við Moskva- valdið, þótt ritstjóri Alþýðumannsins mundi láta hana nægja, ef Darnafrœðsla lcommúnista. — Ö- venjulegt kvenna-minni. — Vél- virkjar jjölmennaslir í iðnnema- stétt. — Lojorð og efndir. í ÖLLUM LÖNDUM leggja komm- únisíar mik.ð upp úr því að móta skoð- anir barn ins strax og það er farið að ganga og lala. Áður en þau læra að borða með skeið eru þau tekin inn í einhverja „æskulýðsfylkinguna“ til uppeldis í hinum eina, sanna. komm- úniska anda. Kemur þessi uppeldisað- ferð glöggt í ljós í bók Þorbergs ..Sálmurinn urn blómið“, er út kom á s.l. vetrj. Sobbeggi afi lætur sér mjög annt um lillu Ileggu, aðalpersónu sög- unnar, fræðir hana um trúmál, stjórn- mál og ýmislegt fleira, áður en hún fer í smábarnaskólann, og Mammagagga að.toðar eftir föngum. Þegar barnið er á fimmta eða sjötta árinu, kemur það að máli við Mömmugöggu og segir: „Veiztu það, Mammagagga, að það er stríð í Kóreyju?" spyr litla mann- cskjan. „Já, ég veit það,“ svarar Mamma- gagga. „Það er alveg voðalegt. Þeir eru allt- af að skjóta og sprengja fólkið," segir litla manneskjan. ,Já, það er voðalegt,“ svarar Mammagagga. „En, heyrðu Mammagagga! Er eins m.kið stríð í Kóreyju eins og var í Þýzkalandi?" spyr litla manneskjan. „Ætli það ekki. Það eru mörg lönd, sem hafa gert stríð á móti þes u litla landi,“ svarar Mammagagga. „En Kínamenn hjálpa Kóreyju,“ segir litla manneskjan. „Já,“ svarar Mammagagga. . „Morgunblaðið vill drepa Kóreyju," segir litla manneskjan. , Það er víst,“ segir Mammagagga. (Bls. 180—181.) UM ÁRANGURINN af barnafræðslu Sobbeggi afa og Mömmugöggu, segir „hámarkslaunarithöfundurinn" Þor- bergur svo á bls. 196—197 í sömu bók: „Hún (þ. e. barnið lilla Hegga) visri, að það var sósíalismi í Rúss- landi og að þar réð allt fólkið yfir landinu sínu og að þar var enginn mjög ríkur og enginn mjög fátækur. Ilún vissi, að í Bandaríkjunum og Englandi og Frakklandi voru sumir af- skaplega ríkir og sumir afskaplega fá- tækir. Hún vissi, að ríku mennirnir réðu þar yfir öllu og að þeir voru allt- af að láta drepa saklaust fólk til þess að verða ennþá ríkari .... Og hún vissi vel, að sumir ríku mennirnir vildu gera stríð á móti RÚ6slandi og Kína 1)1 þess að drepa sósíaLsmann og verða ennþá, ennþá ríkari.“ Nei, enn fara víst mörg börn á mis við svo hiutiausa barnafræðslu, sem Sobbeggi afi og Mammagagga lála uppáliaidinu sínu í té. (!) PÉTUR JAKOBSSON fasteignasali skrifar í Mánudagsblaðið nýlega hug- leiðingar um verkfalhð síðasta, langa grein og um margt írumlega. Honuni finnst óþarfi að vera að burðast með fjölmenna ifkisstjórn, opinberar skrif- stofur og sendimenn í útlöndum. Prestastéttin er gagns.aus eða verra eu það. En sú stéttin, sem virðist óþörfust i land.nu og hættulegust einstakling- unum og heiidinni, eru húsmæðurnar. 1 gre.ninni gefur að líta þetta fáséða minni kvenna: „GIFTAR KONUR fara daglega út með peninga búJns, svitadropa mann- ,anna sinna, til þess að kaupa fyrir þá .... Húsmæður eru síkaupandi; si og æ að heimta peninga til að verzla með. Þær brenna og svíða eins og eldurinn. Ef peningana vantar til að eyða eftir vild, þá umhverfast þær svo, að ekki cr stætt nærri þeim fytir glamrinu í tálkn- unum á þeim og hrirfilbyljunum í pils- unum þeirra út af því, að mennirnir þeirra séu svo ónýtir að afla. Á þennan hátt hefir fjöldi giftra kvenna gert j menn sína vanskilamenn, gert þá gjald- þrota, gert þá að fjárglæframönnum. splundrað heimilum sínum og sett allt á vonarvöl.“ SAMKVÆMT FRÁSÖGN Tímarits iðnaðarmanna hafa um s.l. árnmót ver- ið 1211 iðnnemar með staðfcstan námssamning við nám í landinu, þar af 825 í Reykjavík. Skiptast þeir á 43 iðngreinar, en þar eru vélvi.kjar fjöl- mennastir, eða alis 175. Þá 90 liúsa- smiðir, 76 bifvélavirkjar og 64 raf- virkjar. Utan Reykjavíkur eru 386 iðn- nemar, flestir á Akureyri (62) en næst- flestir í Árnessýslu (56). Oddeyringur skrijar: „Á BÆJ ARSTJ ÓRNARFUN DI 10. ágúst 1954 var eftirfarandi álykl'un bæjarráðs samþykkt: Húseigendur við Fjólugötu fara þess á leit, að kant- steinn verði lagður við götuna á þessu sumri. Bæjarráð fellst á, að þetta verði gert að því tilskildu, að húseigendur við götuna geri þær breytingar á lóð- um sínum og girðingumi, sem nauðsyn- legar eru vegna gang Uétlarinnar." Sumarið 1955 er nvi fyrir nokkru byrjað, án þess að bóli á efndum þess- arar samþykktar. Húseigendur við göt- una hefðu gjarna kosið að gcra þær breytingar á girðingum «g lóðum uú með vorinu, sem áskildar eru. Verra er að koma þeim við, þegar gras er full- sprottið og liíiið á sumar,. en eftir hæð stéttarinnar verður að haga Jagfæring- um lóðanna. Á sama bæjarstjórnarfundí i fyrra var erindi frá G.....S.......<\g krefst hann skaðabóta fyrir skemmdir d máln ingu á húsi sínu H.......9, vegna: for- arsletta jrá bílaumferð um veginn j 'rani an við húsið. Ekki vildi bæjarstj órn gangast inn á skaðabótagreiðslu, «n þessa dagana er verið að malbika vegV Jiað mætti fleyta einhverjum flokksbróður hans upp í ráðherraslól. En hætt er við, að tillaga Aljiýðumannsins, um að rjúfa einangrun íslenzkra kommúnista með því að leiða þá til sætis á stjórnars'ól- um, sé flutt fyrir daufuni eyrum úti um byggðir lancsins. Undir „Svörtulof!um“ slíkrar stjórnar mun fáa heilbrigða menn fýsa að gista. inn framan við húsið hans G. S., svo að ekki komi á það slettui frá bílaum- ferð, og hefir gatan verið lokuð síðan daginn fyrir verkfallið vegna þessara umbóta. Hví þessi mismunun á borg- urunum? ÞAÐ HEFIR ÞÓTT VIÐ BRENNA, að lítið væri hirt um að efna þau lof- oið og fyrírheit, sem fram koma í sam- þykktum hæjarstjórnar, svo að efndirn- ar við húseigendur í Fjólugötu eru ekki einsdæmi. Fyrir meira cn ári síð- an átti tiltekin bifreiðastöð í bænum að flytja sig innan þriggja mánaða. Hún er óflutt enn. í nóvember s.l. sam- þykkti bæjarstjórn að veita braggaeig- endum á Glerá.eyrum frest til 1. júní í sumar til að flytja bragga á brott, og verði þeir ekki fluttir fyrir þann tíma, sé „bæjarráði heimilt að láta rifa braggana og flytja burtu á kostnað eigenda, án undangengins dóms eða sáitar.“ Lítil lireyfing virðist vera á bröggun- um, hvort sem það er vegna gleym.ku braggaeigenda eða trausts þeirra á því, að samþykkt þessi sé aðeins kok- hreysti bæjarstjórnar og hún muni sem oft fyrr láta sitja við orðin tóm. Úr því ætti þó að fást skorið næstu daga.“ Frá Kaupinhafn Eins og sagt hefir verið frá einhverntíma áður, fór Sveinn Ásgeirsson flugleiðis til „Kaupin- hafnar“ ekki alls fyrir löngu með „snillinga“ með sér.Skemmtu þeir eina kvöldstund þar meðal Hafn- ar-íslendinga, og var þættinum ú'varpað s. 1. laugardagskvöld. Fara hér á eftir nokkrar stökur (eftir minni), er þar voru byrj- aðar og botnaðar, en þar sem vér þekkjuin ekki örugglega rödd hvers „snillingsins“ út af fyrir s:g, þá látum vér engra nafna getið. Góðlr landar, okkur er ærinn vandi á höndum. Vænzt er að standa á verði liér og verjast hundaböndum. íslendingar áður fyr illu þóttu vanir. Þrengdu sér í þeirra dyr þjöcnalegir Danir. Sittu heill við borð og bar, brúkaðu siði fína. Sendi ég þér um sollinn mar sumarkveðju mína. íþróttin að dansa dátt er drýgslur mælikvarði, fyrr var oft í Koti kátt við kveðskapinn á Garði. íslendingar eiga fátt er aðrar þjóðir girnast. Ritlist þeirra hillir hátt er hinna dáðir firnast. Enginn setur atomljóð undir mælikerið, en okkur man hin mæla þjóð, meðan hún tyggur 6mérið. Manstu fornra ásta óð einn í leiðslu og draumi. Daprast hljóð og dvínar glóð í dönskum veizluglaumi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.