Íslendingur


Íslendingur - 01.06.1955, Blaðsíða 12

Íslendingur - 01.06.1955, Blaðsíða 12
Kirkjan: MessaS í Akureyrarklrkju n. k. sunnudag kl. 11 árd. Sjómanna- mes:a. Áheit á Æskulýðsfélag Akureyrar- kirkju kr. 100,00 frá félaga. Hjúskapur: Laugardaginn fyrir hvíta sunnu voru gefin saman í hjónaband hér í bænum ungfrú Ellen Ragnars skrifstofumær og Arngrímur Sigurðs- son stud. med. frá Seyðisfirði. Ileimili ungu hjónanna verður að Hringbraut 37 Reykjavík. Sama dag voru gefin saman í Akur- eyrarkirkju ungfrú Sigríður Steindórs- dóttir og Jón Þorsteins Hjaltason sjó- maður. Heimili þeirra verður að Helga magra-stræti 4. Á annan í hvítasunnu voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ingibjörg Stefánsdóttir og Ásgrímur Stefánsson iðnverkamaður. Heimili þeirra verður Gránufélagsgata 53. Gróðursetningarjerðir í þessari viku, verða sem hér segir: Annað kvöld í Kjarnaland, farið frá Hótel KEA kl. 7.30. Laugard. í Vaðiareit. Farið frá Hótel KEA kl. 3,40. Vinna hefst kL 4. Gert ráð fyrir þátttöku frá Akureyri og úr sveitunum sunnan við Akureyri. Gullbrúðkaup. 50 ára hjúskaparaí mæli áttu 27. maí s. 1. frú Hólmfríður Gunnarsdóttir og Krislján Árnason, kaupmaður. Bijreða.koðunin. í dag, 1. júní mæti nr. 951—1000. Á morgun, 2. júní 1001—1015. Síðasti auglýsti skoðunar- dagur. Á föstudaginn fer bifreiðaskoð- un fram á Dalvík. ___*______ íhaldsmenn í Brellondi nnnn m'hinn sigur í vikunni sem leið íóru almenn- ar þingkosningar fram í Bret landi. Unnu íhaldsmenn mjög glæsilegan kosningasigur, yfir 20 ný þingsæti og hafa um 60 at- kvæða hreinan meirihluta á þingi. Þá hafa þeir um 50% at- kvæða að baki sér. Kommúnistar fengu ekkert þingsæti. Undirbúningur kosninganna var óvenju friðsamlegur. Kjör- sókn nokkru lakari en síðast, er kosið var, en það var 1951. — Verkamannaflokkurinn tapaði a. m. k. 17 þingsæfum, og mun klofningurinn í flokknum helzt hafa valdið. ___*____ LÁTINN LANDI VESTRA Þann 15. marz s.l. lézt vestan- hafs frú Guðrún Pétursson, 81 árs að aldri. Fædd var hún að Ondólfsstöð- um í Aðal-Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu 9. febrúar 1874, og voru foreldrar hennar hjónin María Magnúsdóttir og Jóhannes ísleifsson. Flut'ist Guðrún með foreldrum sínum vestur um haf 10 ára gömul. Giftisl ung Birni Péturssyni, kennara og verzlunar- manni, og bjuggu þau lengi i Winnipeg. mmt Miðvikudagur 1. júní 1955 Myndin sýnir hvernig umhorfs var við brúna á Kotá í Skagafirði kl. 9 að morgni þann 28. maí. — Skriðan hefir fyllt gilið landa á milli og brúin að mestu komin í kaf, að- eins handriðin standa upp úr, brotin og brömluð. Jarðýta var þarna að verki, en mátti sín lítið gegn náttúruhamförun- um. Ósennilegt er að Kotáibrú verði grafin upp af'ur, enda var hún orðin erfið yfirferðar hinum nýju, s'óru samgöngu- tækjum, (Ljósm. Tryggvi Haraldsson). Kotárbrú í Norðurárdal íærðist I kaf í aurskriðu í hinum miklu hitum fyrir' féllu aurskriður fyrir helgina og hvítasunnuna urðu víða vatna- færði ein sl.k brúna á Kotá í kaf. vextir, og féllu sumstaðar aur- Vegurinn er þar síðan illfær skriður á vegi. Einnig eru þeir minni bifreiðum. Vaðlaheiðar- víða ógreiðir yfirferðar vegna vegur hefir að undanförnu verið aurbleytu, meðan ve'.rarklakann bannaður vörubifreiðum og er að leysa. stærri fólksbifreiðum. í Norðurárdal í Skagafirði ________ Níldarsaliin til Horður- laiula tr^gfð Beðið eftir samningum við Rússland. Söltun hefst væntanlega með fyrsta znóti Blaðið hefir nýlega átt tal við tvo menn úr Síldarútvegsnefnd, þá Guðmund Jörundsson útgerðarmann og Jónas G. Rafnar alþingis- mann, og spurt þá um söluhorfur á Norðurlandssíld, söltun síldar í sumar og tunnusmíði innanlands. Kváðu þeir framkvæmdas'jóra nefndarinnar, þá Jón Þórðarson og Jón Stefánsson nýkomna heim frá Norðurlöndum, þar sem þeir unnu að samningum um síldar- sölu fyrir nefndina. Síldarsalan. Svíþjóð. Þar undirrituðu fram- kvæmdastjórarnir samning um sölu á Norðurlandssíld, heldur meira magni en sl. ár, og er verð- ið einnig nokkru hagstæðara en í fyrra. Finnland. Þá undirrituðu þeir einnig samninga í Finnlandi um svipað magn og sl. ár. Verðið mjög svipað og þá. Danmörk. Þeir áttu tal við síld arkaupendur í Danmörku, en ekki var gengið frá neinum samning- um þar. Er það mál í a'hugun. Þangað var ekkert selt í fyrra, en þá keyptu Danir meginið af calt- síldinni í Færeyjum á mjög lágu verði. Bandaríkin. Vonir standa til, að takast megi að selja 10 þús. tunnur af sal'síld til Bandaríkj- anna, en umboðsmaður SÚN, Hannes Kjartansson ræðismaður íslands í New York, vinnur nú að því fyrir nefndina. Rússland. Pétur Thorsteinsson sendiherra íslands í Moskvu hef- ir síðan um áramót unnið að því að ná samningum um sölu á Norð urlandssíld í Rússlandi á sama grundvelli og sl. ár, en Rússar hafa enn ekki tjáð sig reiðubúna að hefja samninga. Bíður Síldar- útvegsnefnd nú eftir því, að þeir óski eftir samninganefnd frá ís- landi. Tunnur og saL til fullnægingar þeirri sölu, sem þegar er samið um og ráð er gert fyrir, hefir þegar verið tryggt. Síldorsölfun í sumar. Gert er ráð fyrir, að söltun síldar á Norðurlandi geti í sum- ar hafizt nokkru fyrr en venju- Troöfuilt hús á söngskemmtun »Vísis« Karlakórinn Vísir á Siglufirði söng í Nýja Bíó hér á hvLasunnu dag. Var hvert sæti skipað í hús mu og söng kórsins tekið af miklum fögnuði. Varð hann að endurtaka allmörg lög. Hinn ungi söngstjóri, Haukur Guðlaugsson, hefir náð prýðis- góðu valdi yfir kórnum. Eru radd irnar vel samæfðar og beitingu þelrra stillt í hóf. Einsöngvarar kórsins eru Daníel Þóihallsson og Sigurjón Sæmundsson, en undir- leik annaðist ungfrú Guðrún Kristinsdóttir. Héðan fór kórinn strax að söngnum loknum til Sauðárkróks og hélt þar samsöng við beztu viðtökur. Hélt síðan ves'ur og suður um land og söng á nokkr- um fleiri slöðum á leiðinni. ___*____ Þríbiirasistur fermdir oð Héh i lljðltodil Sauðárkróki í gær. A hvítasunnudag fermdi séra Björn Björnsson 9 börn að Hól- um í Hjaltadal. Meðal þeirra voru þríburasys'urnar Margrét, Sigrún og Sigurlaug Ólafsdætur frá Hegrabergi í Hegranesi, fæddar 4. júní 1941. Foreldrar þeirra eru Sæunn Jónasdóttir frá Hró- arsdal og Ólafur Eiríksson frá Hvalnesi í Lóni. Systurnar eru allar mannvænleg efnisbörn, og mun fátílt eða elnsdæmi, að þrí- burar séu fermdir samtímis. /. Þ. B. Annall Islendings »000000000000000000000« lega, eða strax og síldarmat ríkis ins telur fært vegna fitumagns síldarinnar. Undanfarin ár hefir s ldin komið í byrjun hverrar ver tíðar nokkru feitari en áður tíðk- aðist, og gera menn sér því von um, að söltun geti hafizt óvenju snemma. Áður hafa kaupendur gert ákveðnar kröfur um fyrsta söl'unardag og ákveðið lágmarks- fitumagn. Tunnuefni til næsta órs. Óvenju miklar birgðir af tunn- um voru til í landinu á sl. hausti vegna lítillar sumarsöltunar. Að tunnusmíði var óvenju lítil sl. vet- ur s'afar þó ekki af tunnubirgð- unum, heldur því, hve erfiðlega gekk að útvega tunnustaf. Nú hef ir h.'ns vegar rætzt svo úr, að tryggt má teljast efni í 100 þús. tunnur til smíða á næsta vetri. Einn'g hafa verið tryggð kaup á girði í réttu hlutfalli, en á sl. vetri urðu tafir á tunnusmíði vegna vanefnda á afhendingu girðisins. MAÍ : Hæstiréttur dæmir ungan mann í Reykjavík, Rúnar Sophus Hansen, í 6 ára fangelsi fyrir morðtilraun á bíl- sljóra, er hann skaut á úr riffli 9. okt. 1953, þá farþegi í aftursæti bílsins. Bílstjórinn slasaðist alvarlega, missti stjórn á bilnum, og meiddist annar maður, er bíllinn rakst á. □ Akurnesingar sigra úrvalslið Reykja- víkur í knattspyrnuleik með 4 mörkum gegn 1. □ BiLeið með 2 mönnum fellur í sjó í Njarðvíkum. Bfl.tj., er var að draga þá blfreið í gang með annarri bifreið, stakk sér í sjóinn og gat opnað hurð á hinni sokknu bifreið, svo að mennirnir komu:t út. □ Vöruskiptajöfnuður óvenju óhag- stæður í april vegna verkfallsins. Ut var flutt fy.ir 24.7 millj. kr. en inn fyr- ir 45.6 millj. kr. □ Vísitala framfærslukostnaðar 1. maí reyndist 162 stig. □ Um 40 karlmenn írá Danmörku rá'ðn ir til landbúnaðarstarfa hér á landi uð tilhlutun Búnaðarfélags íslands. □ Óvenjugóðir vertfðarhlutir, sums staðar um 40 þús. kr. Tveir Sandgerð- isbátar með hæsta afla, :em dæmi eru til. □ Dr. Helgi P. Briem, sendiherra ís- lands í Stokkhólmi, skipaður sendi- herra íslands og ráðherra með umboði í Sambandslýðveldinu Þýzkalandi frá 1. júní n. k. í stað Vilhjálms Finsen, og jafnframt veitt lausn frá sendi- herrastarfi í Svíþjóð. □ Sr. Þorsteini Jóhannessyni sóknar- ^ presti í Vatnsfirði og prófasti í Norð- ur-ísafjarðarprófastsdæmi og séra Sig- t urði Norland sóknarpresti í Tjarnar- prestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi, veitt lausn frá embætti frá 1. júní. * Togaranum King Sol, er strandaðí á Meðal’andsfjöru síðla vetrar, náð út. Var það vélsmiðjan Hamar í Reykja- v.'k, er annaðist björgun togarans. # Sr. Frlðrik Friðrikssyni reist minnis- 1 merki við Lækjargötu í Reykjavík á 87 ára afmæli hins aldna kennimanns og ungLngafræðara. Fra Leikíélaginu Gamanleikurinn „Skóli fyrir skattgreiðendur“ verður sýndur n. k. laugardags og sunnudags- kvöld kl. 8. Síðustu sýningar. — Lelkhúsgestir athugið! Þar sem aðalleikandinn, Júlíus Júlíusson, frá Slglufirði, er mjög tímabund- inn, verður sennilega ekki hægt að hafa fleiri sýningar að sinni. Þess er því vænzt, að bæjar- og ( héraðsbúar noti sér þetta síðasta I tækifæri að sjá skemmtilegan leik og hina nýju leikara, sem vakið hafa mikla athygli. Aðgöngumiðasími 1639 kl. 1— 2 daglega. Aðgöngumiðar af- ’ gre'ddir í afgreiðslu Morgun- i blaðsins kl. 4.30—6 leikdagana.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.