Íslendingur


Íslendingur - 01.06.1955, Blaðsíða 2

Íslendingur - 01.06.1955, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR MiíJvikudagur 1. júní 1955 QajnfrAeðasJióla Rkureyrav' í 29- SíDD Skólastjórinn, Þorsteinn M. Jónsson, kvaddur > meö ávörpum d ^ ^ Gagnfræðaskóla Akureyrar var slitið annan hvítasunnudag. Lauk með því tuttugasta og fimmta starfsári skólans. Jafn- framt var þess minnzt nokkuð, að þetta var í síðasta skipti, sem Þorsteinn M. Jónsson sagði upp skóla, því að hann lætur af störf- um, vegna aldurs, þann 1. sept. næstk. Athöfnin hófst með því, að sunginn var sálmurinn „Faðir andanna“. Skólastjórinn tók þá til máls og rakti í stuttu máli sögu skólans undanfarinn aldar- fjórðung. Þá gaf hann örstutt yf- irlit um skólastarfið s. I. starfsár. Um 340 nemendur voru í skólan- um í vetur. Kennt var í 14 deild- um. Heilsufar kvað skólastjóri hafa verið með lakara móti í vet- ur, svo að hann myndi vart verra í tvo áratugi, að undanskildum mænusóttarvetrinum. Kvað svo rammt að þessu, að leggja varð niður kennslu vikutíma í marz s. I. Skólastjórinn afhenti gagn- fræðingum prófskírteini þeirra og brautskráði þá. Gagnfræða- prófi bóknámsdeildar luku 15 nemendur, en 27 úr verknáms- deild. Hæstu einkunnir við gagn- fræðapróf hlutu þau Jóhann Hauksson, úr bóknámsdeild, 8,57, og Heba Ásgrímsdóttir, úr verk- námsdeild, 8,49. Hæstu einkunn í skólanum hlaut Hjörtur Pálsson í I. bekk, 8,81. Skólastj óri ávarpaði síðan hina nýju gagnfræðinga. Ræddi hann um efnalega velmegun og andlega auðlegð. Benti hann hinu unga fólki á, hve mikið böl efna- leg fátækt væri, og brýndi fyrir þeim að gerast efnalega sjálf- bjarga. En jafnframt yrði æsku- fólk að gera sér Ijóst, að efna- leg velmegun hefði lítið að segja, ef andleg fátækt fylgdi henni. í eymd og fátækt þjóðarinnar á liðnum öldum hefði hinn andlegi auður ætíð borgið henni, og svo yrði enn að vera mitt í velmegun nútímans. Að loknu ávarpi skólastjóra kvaddi sér hljóðs form. fræðslu- ráðs, Brynjólfur Sveinsson, menntaskólakennari. Flutti hann í snjallri ræðu skólastjóranum þakkir fyrir tveggja áratuga heil- huga starf við skólann og árnaði honum alls góðs. Þá voru flutt þrjú ávörp af hálfu eldri og yngri nemenda skólans. Guðný Einarsdóttir, úr hópi hinna nýju gagnfræðinga, færði skólastjóra þakkir allra skólasystkina sinna frá liðnum vetri og gjöf frá þeim, forkunnar- fagran lampa, sem gerður er af Ríkarði Jónssyni, myndhöggv- ara; er lampafóturinn skorinn úr íslenzku birki, sem vaxið hefir í á'thögum Þorst. M. Jónssonar, eystra. Valdimar Óskarsson, sveitarstjóri í Dalvík. flutti skól- anum þakkir og árnaðaróskir frá tíu ára gagnfræðlngum. Færði hann skólastjóra fagran rósavönd og skólanum fyrirheit um gjöf. Vignir Guðmundsson, tollvörður, flutti stutta ræðu og afhenti pen- ingagjöf frá gagnfræðingum 1944. Jóhann Frímann, yfirkennari, talaði næstur og flutti skólastjóra kveðju og þakkir frá samkennur- um. Steinn Steinsen, bæjarstjóri, Dagana 21. og 22. maí var mik ■ð um dýrðir á Blönduósi, en þá .ninntust Húnvetningar 75 ára af .nælis kvennaskóla síns, er fyrst ók til starfa að Undirfelli í Va'.ns dal veturinn 1879—80, siðar í ikólahúsinu á Ytri-Ey og loks á Jlönduósi árið 1901. Fyrri daginn (laugardag) var jpnuð handavinnu- og iðnaðar- sýning skólans, en um kvöldið var samkoma í samkomuhúsi staðar- ins. Flutti skólastjórinn, frú Hulda Stefánsdóttir ræðu um sögu skólans, en siðan voru leik- þáttur, söngur, upplestur, tízku- sýning, þjóðdansar og að lokum almennur dansleikur. Síðari daginn (sunnudag) hófst hátíðin í kvennaskólahús- inu kl. 2 síðdegis. Flutti skóla- stjórinn, frú Hulda, þar aðra ræðu, en síðan fór fram guðs- þjónusta. Messaði prófastur Húna vatnsprófastsdæmis, sr. Þorsteinn B. Gíslason í Steinnesi. Að því loknu voru fluttar ræður og minni, en ræðumenn voru: Run- ólfur Björnsson bóndi á Kornsá, formaður skólanefndar, Stein- grímur Steinþórsson landbúnað- arráðherra, Jón Pálmason alþing ismaður, Guðbrandur ísberg sýslumaður og Jón S. Baldurs kaupfélagsstjóri. Milli ræðuhalda skemmtu karlakórarnir Húnar ú Blönduósi og Karlakór Bólstaðar- hliðarhrepps með söng. Síðan fluttu eldri nemendur, kennslu- konur og fleiri ávörp og árnað- aróskir til skólans og afhentu gjafir, en skólastjóri og formaður skólanefndar þökkuðu. Lauk þess ari a'höfn með söng þjóðsöngs- ins, og sóttu hana um 6 hundruð manna. Þá var efnt til kveldverðar í Ieikfimishúsi barnaskólans, og sátu hann yfir 400 manns. Enn fóru þar fram ræðuhöld og söng- ur. Ræður fluttu: Steingrímur Davíðsson skólastjóri, sr. Pétur Ingjaldsson, Jón Pálmason alþm., Halldóra Eggertsdóttir og Aðal- sleinn Eiriksson námsstjórar, Runólfur Björnsson skólanefndar formaður og frú Helga Jónsdóttir Akureyri. Að loknu borðhaldi var þeim af gestunum, er hús- rými Ieyfði, sýn* uppkast af kvik- mynd af atvinnuháttum og nátt- ávarpaði skólastj óra nokkrum orðum og flu'.ti honum þakkir og árnaðaróskir bæjaistjórnar og bæjarbúa. Loks tók skólastjóri, Þorsteinn M. Jónsson, afiur til máls. Þakk- aði hann gjafir og góðar óskir, hlýhug og vináttu í garð sinn og garð skólans. Sagði hann síðan skóla shtið. Alhöfninni lauk með því, að þjóðsöngurinn var sung- inn. Margt gesta var við skólaslitin. Skeyti bárust, m. a. frá fræðslu málastjóra, sem nú er staddur í Chicago, og Aðalsteini Eiríkssyni, námss'jóra, sem hafði ætlað séi að vera viðstaddur, en komst ekk norður vegna veikinda. úru héraðsins og um kvöldið vai dans stiginn í skólahúsinu. Meðal hinna mörgu gjafa, er skólanum bárust í tilefni þessara tímamóta í sögu hans, var 1000 króna gjöf frá frú Helgu Jóns- dóttur Akureyri, er gefin var til minningar um látna systur, Jór- unni Jónsdóttur, er var nemandi við Blönduóssskólann. Mjög róma gestir þeir, er há- íðina sótlu, höfðings- og mynd arbrag þann, er einkenndi hana, en mestan veg og vanda af há tíðahöldunum hafði frú Hulda Stefánsdóttir, forslöðukona skól- ans. ___*____ MARTÍNUS KEMUR TIL AKUREYRAR Danski rithöfundurinn Marlín- us er væntanlegur hingað í næstu v,ku. Martínus kom hingað sum arið 1952 og vöktu þá erindi hans hér mikla alhygli. Að þessu sinni mun hann flytja hér nokkur er- indi og sýna skuggamyndir til skýringar. Utdráttur úr erindun- um verður væntanlega flu'tur á íslenzku hverju sinni. Meðal erinda þeirra, sem hann flytur eru: Leyndardómur bænalífsins, Lífið eftir dauðann og Endur- holdgun og örlög. ___*____ Verður siglingaflotinn stöóvaður í 3. sinn á fám mánuðum? Sjómannafélag Reykjavíkur hef ir að sögn boðað verkfall á far- skipunum frá og með 8. þ. m., < n samningar gengu úr gildi í nótt sem leið. Það eru hásetar og undirmenn í vél, sem nú eiga í kaup- og kjara deilu, og hefir samkomulag ekki náðst. Skipafélögin buðu þegar 10% hækkun á kaupi, en við það þótti ekki unandi. Skipafélögin, sem verkfallið á að ná til, eru Eimskipafélag íslands h.f., Skipa útgerð ríkisins, Skipadeild SÍS, Eimskipafélag Reykjavikur og Skipafélagið Jöklar. ___*____ ERINDI UM ÍRSKAR ÞJÓÐSÖGUR Prófessor Ó. Duilearga neín- ist írskur þjóðsagnafræðingur og þjóðsagnasafnari. sem dvelur í Reykjavík um þessar mundir í boði írlandsvinafélagsins. Kemur hann til Akureyrar í vikunni og flytur erindi í Menntaskólanum á föstudagskvöldið um írskar þjóð sögur og sýnir skuggamyndir. Próf. O’Duilearga er talinn einn cunnasti og merkasti þjóðsagna- fræðingur, sem nú er uppi í heim num. ___*____ HEYBRUNI Um hádegi sl. fimmtudag kom app eldur í heykleggja á suður- barmi Búðargils, og var Slökkvi- aðið kvatt þangað. Varð heyið fyrir mikluin skemmdum, en eig andi þess var Arni Þorleifsson Lækjargö'.u 11. Alitið er, að óvit ar hafi farið óvarlega með eld við heyið og valdið brunanum. ______________*____ LeiSrétting. Sjómannamescan á sunnudaginn kemur hefsl kl. 10.30 ár degis, en ekki kl. 11 eins og stendur á 12. s.ðu blaðsins. Sumarheimili drengja við Ástjörn er ráðgert að verði starfrækt í sumar eins og að undanförnu, ef Guð vill. Þó er í ráði að lengja dvalartímann upp í 8 vikur, ef unnt reynist, J)ar sem fólki hefir þótt dvalartíminn 2—4 vik ur of stuttur. Daggjaldið, sem lialdizt hefir óbreytt undanfarin ár, verður að hækka um 1 kr. og verður 16 kr. á dag. Umsóknir um dvöl sendist sem all.a fyrst til Sæmundar G. Jóhannes- sonar, Sjónarhæð, (sími 1050), sem gefur nánari upplýsingar. — Sjónar- hceSarstarjiS. Fíladeljía Lundargötu 12. Almenn samkoma á fimmtudag og sunnudag kl. 8.30 háða dagana. Sænski trúboð- inn Göte Andersen syngur og talar á þessum samkomum. Allir velkomnir. ___*______ Nefnd skipuð til að und- irbúa löggjöf um atvinnu leysistryggingar Ríkisstjórnin hefir skipað 5 manna nefnd til að undirbúa lög- gjöf um atvinnuleysis'ryggingar fyrir næsta Alþingi. í nefndinni eru: Hjálmar Vilhjálmsson skrif- stofustjóri formaður, Gunnar Við ar hagfræðingur, Haraldur Guð- mundsson alþm., Björgvin Sig- urðsson framkv.stjóri (tilnefnd- ur af Vinnuveitendasambandinu) og Edvard Sigurðsson varaforseti Alþýðusambands íslands (til- nefndur af ASÍ). ___*____ MISSKILNINGUR. Því í ósköpunum stanzið þér hérna á miðju torgi? sagði mað- urinn í ajtursœlinu með þjósti. — Vnga stúlkan kallaði „stopp“, sagði bílsljórinn. — Hún var ekki að kalla í yð- ur. Haldið bara ájram. Glæsileg afmælishátíð Kvenna- skóla Húnvetninga Auglýsmgar frd 19. öld Orðalag og form auglýsinga í íslenzkum blöðum á öldinni sem leið, var allólíkt því, er nú gerist. Voru þær oft fyrirsagnarlausar, og venjulegar settar með megin málsletri, svo að örðugt var að greina þær frá öðru efni. Hér birtast sýnishorn af göml- um auglýsingum í Akureyrarblöð um: „Það heflr gleymst að auglýsa í blöðunum, að í fyrrasumar fannst á Kaldadal, á svokölluðum Langahrygg norðan við „Kerlingu" rauður steinn í einkennilegri gullumgjörð, sem eigandi má vitja að Syðra-Espihóli í Eyja- firði.“ (NorSlingur I. 2. tbl. 1875.) „1 fyrra kom hingað ölfaður maður utan úr kaup tað með stórann brodd- staf í hendi, sem hann skildi eftir hér við prentsmiðjuhúsið en seinna kann- ast þó eigi við að eiga. Stafnum hefir verið lýst fyrir mörgum, en enginn þeirra viljað helga sér hann. — Rit- stjórinn." (NorSanjari, 30. apríl 1867.) „SUND. — Þeim unglingum, sem kjark hafa og menningu í sér til að nema sund, auglýsist hér með, að það verður byrjað úr hvítasunnu í vor, svo framarlega að ég fái 8—10 nýsvelna. Óska ég því að þeir er það vilja nema, gefi það til vitundar hafn:ögumanni Magnúsi Jónssyni á Akurcyri, við fyrstu hentugleika. Staddur á Akureyri 23. maí 1881. — Jónas Jónsson." (NorSanjari 1881.) „TUBORG ÖL frá lrinu stóra öl- gerðarhúsi „Tuborgs Fabriker" í Kaupmannahöfn er þekkt að því, að dofna sízt, vera bragðbezt og næringar- mest allra bjórtegunda. TUBORG ÖL er í mesta áliti hvar- vetna, þar sem það er liaft á boðstól- um. Yfir 50 millj. flaska seljast af því árlega, og sýnir það hina miklu hylli, em það hefir náð meðal almennings. TUBORG ÖL fæst nærri allsstaðar á íslandi, og óskast keypt og drukkið af sérhverjum öldrekk í landinu." (Stejnir, 14. júní 1901.) Hiisateiknari viðurkenndur Nýlega var sagt frá því hér í blaðinu, að bygginganefnd bæj- arins hefði veitt 7 byggingameist- urum í bænum viðurkenningu til að teikna íbúðarhús í bænum. Á fundi sínum 27. maí sam- þykkti nefndin að veita Mikael Jóhannessyni Eyrarlandsveg 20 hér í bæ leyfi til að géra upp- drætti af húsum í bænum. NÝKOMIÐ Sandalar úr striga, rauðir og bláir, nr. 22—33. Hvannbergs bræður.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.