Íslendingur


Íslendingur - 01.06.1955, Side 10

Íslendingur - 01.06.1955, Side 10
10 í SLENDINGUR Miðvikudagur 1. júní 1955 Uin §pjjátrun^ana í lluskvu og liirting1 þeirra (Eftirfarandi grein er þýðing á er- indi, sem flutt \ar í brezka útvarpið, B.B.C. 22. febrúar í vetur. Er það eftir Elísabetu Hunkin, og fjallar um aukna innilokun Rússa í menningarmálum á siðustu misserum.) Erlendir blaðamenn og sérfræð ingar í Rússlandsmáiefnum hafa velt því fyrir sér að undanförnu, hvort í vændum sé s'.efnubreyting þar í landi og afturhvarf til hinn- ar svonefndu Zhdanov-stefnu. En það hefir ekki eingöngu þýð- ingu fyrir sérfræðinga og fræði menn, ef svo kynni að reynast, þar sem nafn Zhdanov er í nán- um tengslum við afstöðu og stefnu Rússa á sviði alþjóðamála. Zhdanov var sá rússneskur stjórn málamaður, sem einna fjandsam- as'.ur hefir verið öllum viðskipt- um við önnur lönd og dæmi um hinn algjöra einangrunarsinna, einkum þó í menningarmálum. Á síðustu mánuðum virðist margt hafa bent til þess, að þessi stefna sé aftur farin að láta að sér kveða, svo um munar, einkum eftir að Malenkov hefir verið rutt frá völdum. Þess sáust greinileg merki á þingi rússneskra rithöf- unda, sem fyrir skömmu var hald ið í Moskvu og rússnesk blöð hafa undanfarið ráðizt heiftar- lega á svokallaða menningarlausa. unga, spjátrunga, sem eyði l.’fi sínu í sukki og svalli að útlendum fyrirmyndum og fyrir erlend á- hrif. Að vísu hafa hlöðin ekki hald- ið því fram, að þessir ungu spjátr ungar og tízku-apar séu á mála hjá erlendum aðilum eða hafj beint samband við þá. En reynt er eftir föngum að sýna fram á, að rangsnúinn smekkur þeirra og fáfengileg lífsviðhorf eigi rætur sínar að rekja til aðdáunar á hátt- um vestrænna þjóða. í janúarmánuði í ár birtist löng grein í blaðinu „Sovetskaya Kultura“, sem er málgagn rúss- neska menntamálaráðuneytisins, og nefndist greinin: „Stælinn og fylgjendur hans“. í greininni cr nákvæm lýsing á hinu innantóma og fánýta lífi sem hlaðið segir að fjöldi „stælkappa“ í Moskvu lifi, og aftur og aftur rekst maður á orðið „útlendur“ í greininni. Höfundurinn segir, að spjátrung- ar, sem þessir, keppist hvor um annan þveran í fáfengileik sínum, geymi sígarettur sínar í útlendum hylkjum, klæðist fötum eftir er- lendum sniðum og stærsti draum- ur þessara ungu spjátrunga sé að komast yfir hálsbindi, sem hálfgerðar klámmyndir séu á þrykktar. Og stúlkurnar stæla hárgreiðslu og andlitsförðun ein- hverrar frægrar, erlendrar kvik- myndadísar. 011 þessi ef'iröpun og stælinga- löngun er sögð sprottin frá er- lendum kvikmyndum, en reyndar er það óskiljanlegt hvernig svo' má vera. Augljóst er þó, að það unga fólk, sem blöðin tala þannig um hlýtur að vera af háttsettum embælt.smönnum komið, því að i greinmni var sagl að aðal- skemmtun þess væri að heim- sækja hvert annað og horfa á út- .endar kvikmyndir hvort hjá oðru. Óþarft er að taka það frain, að unga íólkið leigir ekki þær Kvikmynd.r út eftir venjulegum æiðum, og enginn veit hvernig pað kemst þó yiir þær. í greininni var ekki uppeldinu kennt um hvernig komið er fyrir þessum ungu slæpingjum, heldur nöfðu þeir ieiðst á glapstigu sök- um „eftiröpunar sinnar á öllu því, sem útlent er, á hfnaðarhátt- um og þægindum borgaranna vestrænu“. Orðatiltækið „eftiröpun á því, sem útlent er“ var mjög í tizku á dögum Zhdanovs. í ályktunum flokksins frá árunum 1947 og 1948 moraði allt af tilvitnunum um „þrælslega aðdáun“ á erlendri menningu, og þar fram eftir göt- Raddir kvenna Framh. af 4. síðu. .elur Dr. Stare aðalástæðuna vera matarvenjur þeirra. Þær borða ekki þrjár slórar mált.ðir á dag svo sem venja er hér í landi held- ur smábita fram eftir deginum. Rolla af kaffi með sykri um kl. sex að morgni, klukkustund síðar munnbita (.aðeins munnbita) aí grjónum í bananalaufi, að ann- arri stund lið.nni einn banana eða ávöxt, næst kannske glas ai sætum drykk. Þær borða ekki endilega á hverri klukkustund, en oft á dag og ofurlítið í einu. Þær narta kannske í soyabaunaköku, fisk, kókóhnetu, grjón, ávöxt eða drekka ofurhtið af ávaxtasafa. Maturinn, sem vafinn er í banana- iauf, er aldrei meiri en ein eða tvær matskeiðar. Það er ekki stór skammtur, en þykir nægileg- ur. Þannig halda Bali-konurnar blóðsykrinum á því stigi, að þær verða aldrei mjög svangar og borða því aldrei yfir sig. Að öll- um þessum daglegu matarskömmt- um samanlögðum, telur Dr. Stare, að þær borði minna á dag, en eí þær neyttu þriggja stórra mál- tíða daglega, eins og hér er venja. En það er ekki síður mikilsvert, að fæða þeirra er fjölbreytt og kjarngóð: grjón, baunir, ávextir, grænmeti, fiskur og kjöt. Fjölbreytt fæða nauðsynleg. Sú skoðun hefir lengi verið ríkjandi að þeir, sem vildu megra sig, ættu að forðast að borða vissar fæðutegundir svo sem brauð, sykur og kartöflur. Þetta telur Dr. Stare ekki nauðsynlegt. Hann segir, að undirstaða hins rétta mataræðis sé fjölbreytt fæða og það sé engin ástæða til að hæt'a að borða kartöflur, sykur j eða brauð fremur en annan mat. Hins vegar ætti fólk að borða * minna af öllum mat, en vera þó unum. í nokkur ár var hin svo- nefnda „rótlausa heimsborgara- stefna" höfuðsyndin í siðabók rússnesku kommúnistanna og þótt Zhdanov létist í ágústmán. 1948 varð engin breyting þar á. Kenn- ingar Zhdanovs voru aðeins þátt- ur í Stalinismanum og enn sat Stalin við völd. Strax og Stalin lézt 1953 hvarf orðtakið „eftiröpun á því, sem út- lent er“ og afs'.aða Sovétstjórnar- innar til nálægra landa varð greinilega hófsamari og hæveisk- ari. Að vísu varð ekki algjört lát á áróðrinum gegn Vesturveldun- um, en mun meira var nú rætt um góða samvinnu á menningar- og vísindasviðinu en áður fyrr. Leik- flokkar og hljóml.starmenn frá vestrænum þjóðum hafa heimsótt Moskvu, stúdentaskipti hafa átt sér stað, þótt í li'.lum mæli hafi verið og rússneskir vísindamenn og menningarfrömuðir hafa ferð- ast til annarra landa og iekið þátt í alþjóðaráðstefnum. En endurvakning orðlaksins „eftiröpun þess útlenda“ virðist óneitanlega váboði og spá illu um áframhald slíkrar samvinnu í framtíðinni. viss um að neyta nægilega af þeim mat, sem ríkur er af eggjahvítu- efni. UNGBÖRN EIGA EKKI AÐ GRÁTA LENGI AFSKIPTALAUS. Enskur prófessor vill láta hugga ungbörn, sem vakna á nó'.tunni og skæla. Ef ungbarn vaknar á næturnar og byrjar að gráta, þá íakið það upp, vaggið því og gælið við það, þangað til það fer aftur að sofa. Það er rangt að beita þeim ráð- um að láta barnið halda áfram að skæla, því að með því verður það óvært og rellið og sennilega geðs!irt. Þetta segir prófessor Illing- worth, sérfræðingur í barnasjúk- dómum við háskólann í Sheffield. Þessar skoðanir hans þykja stinga í stúf við hinar nýtízkulegu hug- myndir sálfræðinga, sem mjög hafa rutt sér til rúms upp á síð- kastið. „Börn gráta til þess að fá að njóta umhyggju og ástríkis eða vegna þess, að þau eru einmana, hrædd, svöng, eða þeim leiðist. Það er háskalegt andlegu heil- brigði ungbarna, að þau gráti tímum saman, eða að móðir sé fjarri þeim lengi í einu.“ , Prófessor Illingworth hefir rit- að grein í British Medical Jour- nal (Brezka læknablaðið) um þetta, og segir meðal annars á þessa leið: „Aðskilnaður móður og barns fyrstu þrjú ár barnsins getur haft varanleg áhrif á skapferli barns- ins, gert það ásækið, tilli'slaust og eigingjarnt. Það er ekki fært um að sýna né meðtaka ástríki, og það skeytir ekki um rétt ann- arra. Það er mjög sennileg% að langvarandi grátur, þegar móðir- in neitar að skipta sér af barninu, geti haft mjög skaðleg áhrif á barnið og síðar meir orsakað al- ALF ERLING: 73 Bræður myrkursins vasaklút veifað til sín út um glugga á bifreiðinni. Það var Osló greifi að senda honum kveðju sína. — Hver fjandinn! Fái ég ekki náð honum lifandi, þá dauðum, hrópaði Disna og hleypti af skammbyssunni á eftir bílnum. En bíllinn jók bara hraðann og hvarf með syngjandi dyn, sem lét í eyrum Disna sem hæðnisóður. — Herfangið er sloppið, sagði Ivan Disna niðurbeygður. Allt hreiðrið þarna uppi hefði gjarna mátt sleppa, ef við aðeins hefðum náð lionum. GÖMUL ÁST. Kvöldið ef'.ir sat lögreglustjórinn, Sarkas fursti, í skrifstofu sinni. Ivan Disna og Lemberg voru nýfarnir út, eftir að hafa gefið hon- um skýrslu um næturorustuna við Innsiglaða bandalagið. Saikas fursti hafði samstundis gefið hinum ýmsu lögregludeild- um í Pétursborg fyrirskipanir um, að hver einasta grunsamleg per- sóna skyldi höndum tekin. Að því búnu hóf lögreglus'jórinn að lesa hinar ýmsu skýrslur, er honum höfðu þá nýlega horizt. Hann var truflaður við starf sitt á þann hátt, að tveir hvítir handleggir vöfðust um háls honum. Það var kona hans, komin til að kveðja hann, áður en hún færi á hljómleika, þar sem kunnustu tónlistarmenn Rússlands skyldu leika. Hún kyssti hann, og hann fylgdi henni til dyra. Ennþá einn kveðjukoss, en síðan flýtti hún sér niður í bifreiðina, sem beið, og meðan Irene furs'.afrú ók til hljómleikahallarinnar, sökkti furstinn. sér á ný ofan í skýrslur sínar og skjöl. Bifreið furstafrúarinnar ók hinar breiðu, malbikuðu götur Pét- ursborgar og nam staðar úti fyrir hlj ómleikahöllinni. Hún steig út, sagði ökumanninum fyrir verkum og gekk síðan áleiðis inn í höll- ina. Bifreiðin ók inn í garðlnn umhverfis höllina og staðnæmdist í röð annarra vagna, er biðu. Ökumaðurinn sat kyrr við stýrið. Hann hafði verið að skemmta sér kvöldið áður og drukkið nokkur glös. Því vildi hann taka sér ofurlílinn blund, meðan þjónninn, sem var í bifreiðinni, fengi sér dálitla göngu, unz hljómleikunum lyki. Það var svo sem nægur timi. Bifreiðastjórinn hreiðraði um sig sem bezt hann gat, meðan þjónninn gekk niður götuna. Hann tók upp vindling, en uppgötvaði um leið, að hann hafði engar eldspýtur á sér. í sama bili gekk vinnuklæddur maður fram hjá honum með vindling í munninum. Þjónninn slanzaði og bar höndina upp að húfuderinu. — Leyfist mér að biðja yður um eld? spurði hann. — Með ánægju, svaraði verkamaðurinn um leið og hann sló ösk- una af vindlingnum og rétti þjóninum hann. — Mætti ég spyrja, eruð þér þjónn í stóra, bláa bílnum, sem ók réít áðan upp að höllinni? spurði maðurinn. Þjónninn kinkaði kolli og saug að sér reykinn. — Það er fallegur bíll. Hver á hann? — Sarkas fursti. — Jæja? Lögreglus’jórinn. — Já. — Getið þér ekki útvegað mér starf hjá honum? spurði verka- maðurinn. Þjónninn horfði hissa á hann, og verkamaðurinn bætti við hlæj- andi: — Já, þetta er auðvitað skrítin spurning, en þegar ég nú segi yð- ur frá því, að ég hefi verið þjónn hjá frönsku sendisveitinni í 3 ár og varð atvinnulaus við brottför sendiherrans eftir að hafa áður fengið reynslu sem þjónn í tízkuverzlun, þá mun yður ekki finnast spurning mín sérlega furðuleg. — Nei, vitanlega, sagði þjónninn, sem ekkert hafði á móti því að rabba ögn við manninn. — En ég held, sannast að segja, að furst- inn hugsi sér ekki að auka starfslið sitt, og um uppsagnir er heldur ekki að ræða. — Hvenær er hljómleikunum lokið? spurði maðurinn. — Eftir svo sem eina og hálfa klukkustund. — Þá hafið þér nægan líma til að drekka eitt glas af tei. Ég býð yður, sagði maðurinn. varlega skapgerðarbresti. Það á ekki að ala börn upp undir járn- hæl, heldur eiga foreldrar að koma til móts við börnin, því að þá sýna börnin ástríki á móti. Hins vegar á maður ekki að hlaupa til og taka upp barn, þó að það skæli svolítið eða það liggur rólegt. Með því móti skemmir maður barnið með of miklu eftirlæti, og það er líka slæmt,“ segir prófessor Illing- worth. (Lögberg, 7. npríl.)

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.