Íslendingur


Íslendingur - 01.06.1955, Blaðsíða 1

Íslendingur - 01.06.1955, Blaðsíða 1
ÍSBRJÓTURINN „AKTA" BandaríJcin sendu þenna volduga ísbrjót í vetur til Suður- heimskautsins, en þar aðstoðar hann vísindamenn ýrnissa þjóða við þýðingarmiklar rannsóknir. Þœr eru þó aðeins und- irbúningur að miltlu víðtcekari rannsóltnum vísindamanna 39 þjóða, sem jara eiga jram á árunum 1957—58. Akureyrarílugvöllur lengdur um 300 metra Uppfylling undir flugvélastæði gerð þessa daga í vikunni sem leið kom Gunn- ar Sigurðsson skrifstofustjóri flugmálastjórnarinnar hingað til bæjarins í erindum flugvallar- málsins. Náði fréttamaður blaðs- ins tali af honum og slóst í för með honum, þingmanni bæjarins og Kristni Jónssyni skrifstofu- stjóra F. í. hér í bæ inn á flug- völl. Var þá verið að dæla sandi til uppfylhngar milli flugbrautar- innar og afgreiðslubyggingarinn- ar í því skyni að gera þar af- greiðslusvæði fyrir flugvélar og flugvélastæði. Verður þá hægt að renna flugvélunum mjög nærri húsinu og geyma þær þar, í stað þess að þurfa að hafa þær á flug- brau'inni sjálfri eins og nú er. Vér spyrjum Gunnar fyrst um fyrirhugað verkefni við flugvöll- inn i sumar. — Ákveðið er að lengja völl- inn til norðurs um a. m. k. 300 metra, og verður þá feng'n 1300 metra flugbraut. Verða þá mögu- leikar á því, að millilandaflugvél- ar geti lent þar, ef eitthvað hindraði lendingu á flugvöllum syðra. Næs'a ár er gert ráð fyrir að lengja brautina svo, að hún verði 1500 metrar, og er hún þá talin örugg til lendingar milli- landaflugvélum. Skapast þá jafn- framt sá möguleiki, að Akureyri kæmizt í beint flugsamband við útlönd. Þá verður farið að fylla upp öryggissvæði meðfram flugbraut-j inni, 50 metra breitt hvoru meg- in, en slík öryggissvæði eru áskil-1 in við alla flugvelli. Verður það svæði jafnhátt sjálfri flugbraut-( inni, en ekkert slitlag borið á það. Ollu efni í undirbyggingu þess verður dælt upp með sanddælunni eins og í flugbrautina, en slitlag í flugbrautaraukann sótt fram að Þverá. Síðar verður flugbrautin enn lengd til suðurs, og verður þá þjóðvegurinn austur yfir færður innar, og er gert ráð fyrir, að Eyjafjarðará verði þá færð í einn farveg, svo að ekki þurfi að byggja nema eina brú. S'rax og fjárveiting verður fyr- ir hendi til frekari framkvæmda verður hafizt handa um byggingu flugumferðastöðvar með flugturni við norðvesturenda flugvallarins. Er það að sjálfsögðu mikið óhag- ræði að hafa lendingarstjórn (Framhald á 7■ siðu.) ! hlond - luxemburg Vikulegar flugferðir hafnar'milli minnstu þjóða Evrópu Fyrir nokkrum dögum hóf flugfélagið Loftleiðir vikulegar áætlunarferðir til smáríkisins Luxemburg. Flaug millilanda- flugvélin Edda þangað laugardag- inn 21. ma: í fyrsla sinn með við- komu í Gautaborg og Hamborg. Heim var flogið beina leið, og tók ferðin 8 s'undir. Við komu flugvélarinnar til Luxemburg var hátíðleg móttöku- athöfn, og flutti samgöngumála- ráðherra ríkisins ræðu, þar sem fagnað var þeim áfanga í sam- skiptum íslands og Luxemburg, er næðist með beinum flugsam- göngum milli Iandanna. Ingólfur Jónsson flugmálaráðherra, er var meðal ges'a Lofdeiða í þessari fyrstu för, flutti einnig ræðu og lýsti ánægju sinni yfir því, að slíkar fertir skyldu nú upp tekn- ar og óskaði að þær mættu verða til að efla kynni og samskipti tveggja minnstu þjóða heimsins. Kr. Nói Kristjdnsson byggir togarabryggjuna Hinn 25. maí s. I. samþykkti hafnarnefnd í samráði við Magnús Konráðsson verkfræðing Vi'amálaskrifstofunnar að ráða Kristján Nóa Kristjánsson skipa- smið til að hafa umsjón með byggingu togarabryggj unnar á Oddeyrartanga. Ennfremur að ráða Ólaf Ólafsson frá Patreks- firði til að sjá um niðurrekstur járnþilsins. Þrjú skemmtijerðasli'p í somar Þrjú skemmtiferðaskip eru væntanleg til Islands í sumar, tvö í júlí og eitt í ágúst. Hinn 8. júlí kemur fyrs'a skipið, Caronia, sem komið heflr oft áður. Kemur það með um 500 farþega frá New York, dvelur einn í dag í Reykja- vik og heldur síðan til Hammer- fest í Noregi. Þá kemur pólska skipið Batory á vegum fransks ferðafélags um 20. júlí. Verða farþegar þar um 700. Þriðja skip ið er franskt og kemur um 12. ágúst. Ferðaskrifstofa ríkisins annast mót’ökur ferðamannanna og mun láta flytja þá til merkra staða i nágrenni Reykjavíkur, sýna þeim söfn í bænum o. s. frv. Rajorknfrdmhvœmdirnar ií undan dmtlun Miklar íramkvæmdir fyrirhugaðar z sumar Viðtal við Magnús Jónsson alþingismann Magnús Jónsson alþingismaður var staddur hér í bænum í síð- ustu viku og leit þá inn í skrifstofu blaðsins. Notaði blaðið tæki- færið til að spyrja hann fré'ta af fiamkvæmdum ríkisins í raforku- málum, en Magnús á sæti í raforkuráði og því manna kunnugastur gangi þeirra mála. 10 óra óætlunin. — Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, segir Magnús, — var aðalatriðið í málefnasamningi hennar rafvæð.ng landsins a næs'.u 10 árum. Sú áætlun var miðuð við að kosta 250 millj. kr. Strax var hafizt handa um und.r- búning framkvæmdanna og þær hafnar af fullum krafti árið 1954. Þó var ekki á því ári unnt að byrja framkvæmdir við virkjanir á Austfjörðum og Vestfjörðum, því þá lá ekki fyrir, hvernig þeim skyldi hagað. Þess vegna var á- herzla lögð á það að leggja hér- aðsveitur frá orkuverum, sem fyr ir voru, eins og ráð var fyrir gert í 10 ára áæ'.luninni. En nú hefir endanleg ákvörðun verið tekiu um lausn raforkuþarfar Austfirð- inga og Vestfirðinga. Virkjanir Grímsór og Mjólkár. Fyrir Austfirði er ákveðlð að virkja Grímsá í Skriðdal og leggja auk þess háspennul.’nu austur frá Laxárvirkjun. Á Vest- fjörðum verður gerð sérvirkjun fyrir Bolungavík í sumar, en sam- virkjun fyrir Vestfirði verður í Mjólkám í Arnarfirði, og verður samtímis haflzt handa um virkj- anirnar þar og austanlands. Gera má ráð fyrir, að síðar þurfi stærri virkjanir, og kemur þá til greina að virkja Lagarfoss og Dynjandi. Þótti slíkt ekki hag- kvæmt á þessu stigi vegna þess, hve raforka yrði dýr frá þeim virkjunum miðað við núverandi rafmagnsþörf. Samtenging orkuvera. Gerð hefir verið í stórum drátt um áætlun um aðal-veitukerfi um landið, og er þar fyrirhugað að tengja saman öll orkuverin til þess í senn að hagnýta betur orkuna og skapa meira öryggi fyrir raf- -u Magnús Jónsson magnsnotendur. Með því móti má beina afgangsorku frá einu orku- veri til annars, sem ekki fullnæg- ir framleiðsluþörfinni og miðla rafmagni landshornanna milli. cf þörf gerist vegna bilana á einu orkuveri eða öðru. Heildaróæflun um héraðsveifur. — Hvaða úrrœði verða notuð til að sjá dreijbýlinu fyrir raf- magni? — Raforkumálaskrifstofan hef- ir að undanförnu unnið að heild- aráætlun um héraðsveitur innan ramma 10 ára áællunarinnar, til þess að gera sér grein fyrir, hvaða sveilabýli myndu fá rafmagn frá samveitum. Er því verki áð mestu lokið. Þetta er einkum nauðsyn- legt til þess að ljóst verði nú þeg- ar, hvaða sveitabýli geta ekki fengið rafmagn á bann hátt, svo að unnt sé að hefjast'handa um að leysa rafmagnsþörf þeirra á annan hátt, annaðhvort með sér- virkjunum fyrir einn eða fleiri bæi eða með mótorrafs'öðvum. En gert er ráð fyrir, að-þær fram kvæmdir falli einnig innan ramrna 10 ára áæ’.lunarinnar, þannig að séð verði fyrir lánum til þeirra. Samkvæmt 10 ára áætluninni er Framhald á 7. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.