Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1958, Page 2

Íslendingur - 18.12.1958, Page 2
2 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1958 11 —' Fimmtudagur 18. desember 1958 í októbermánuði síðastliðnum dó páfinn í Róm, Píus XII., og skömmu síðar var eftirmaður hans kjörinn, Roncalli kardínáli, sem tók sér nafnið Jóhannes XXIII. Um þessa atburði hefur verið svo rækilega ritað í blöðunum, að óþarfi er að rifja þá upp, en ekki er úr vegi að skyggnast inn í ríki páfans eins og það er nú. Páfaríkið eða Vatikanið, eins og það venjuleg- ast er nefnt nú, er minnsta sjálfstæða ríkið á jörð- unni, aðeins 44 hektarar lands eða sem svarar tæpum 140 vallardagsláttum. Það fer ekki mikið fyrir því í miHjónaborginni, en þrátt fyrir það gætir áhrifa þess um víða veröld. í hugum hundr- uð milljóna manna í öllum álfum heims er það heilög grund og friðhelgur griðastaður ómetan- legra andlegra verðmæta, lista og vísinda, og að- almarkmið þessa litla ríkis í veraldlegum málum er að varðveita frið á jörðu. Langt álengdar gefur að líta tignartákn Vati- kansins, hvolfþak Péturskirkjunnar miklu, sem sést úr margra mílna fjarlægð, og er líkast því sem það svífi í lausu lofti í hitamóðunni yfir hvítum þökum heimsborgarinnar. Klukkur kirkj- unnar eru svo geysistórar og hljómsterkar, að þær yfirgnæfa allar aðrar klukkur borgarinnar. Framan við kirkjudyrnar eru afar stórfelld, fjór- föld súlnagöng; liggja þau í sporöskjulöguðum hring, opin til beggja hliða og rúma um 100 þús. manna. Þar er oftast hvert rúm skipað, þegar páf- inn kemur fram á svalir íbúðar sinnar og blessar mannfjöldann. Péturskirkjan er stærsta kirkja kristninnar og stendur á grunni, sem kristnir menn hafa talið lieilagan um 19 alda skeið, en það er gröf Péturs postula. Undir hellulögðu gólfi hennar er heilt völundarhús grafhvelfinga og fornra rómverskra rústa, en hæðin frá gólfi upp á efsta tind gull- krossins á hvolfþakinu er 141 metri. Þegar staðið er á miðju gólfi hennar er sem vængjablak helg- innar berist út í hvern kima þessa geysistóra húss og þaggi niður skóhljóð þúsundanna, sem stöð- ugt eru að koma eða fara. Þar er ferðafólk frá öllum löndum heims, alvarlegir, skeggjaðir munkar í ilskóm, nunnur með ýmiss konar höfuð- búnað og trúrækið fólk alls staðar að, sem komið er til að skrifta og létta af samvizku sinni fargi þungra synda. Kirkjan sjálf tekur 50—60 þús. manns, og á hátíðum er hún ævinlega sneisafull. Súlurnar, sem eru 800 að tölu, eru þá skreyttar vafningum, kertin loga á 44 ölturum, og mannmergðin verður gripin lotningu og fjálgleik. Hinn nafnfrægi, svissneski lífvörður páfans er klæddur glæsileg- um einkennisbúningum með rauðum, gulum og bláum röndum, hjálmum með fjaðraskúfum og vopnaður fáguðum brynþvörum. Tignir kirkju- höfðingjar bera fjólubláar eða purpuralitar káp- ur, en lögregluliðið, sem eingöngu er skipað tign- um mönnum, og kammerherramir eru einnig við- staddir, kápuklæddir og með sverð við hlið. En hrifning mannfjöldans nær fyrst hámarki sínu, þegar hans heilagleiki, páfinn, klæddur gull- saumaðri kápu og með þrefalt mítur á höfði, er horinn í burðarstól upp að altarinu. Hann lyftir upp hendi sinni, blessar mannfjöldann, og um leið lýstur upp þúsundrödduðu fagnaðarópi: „Viva il Papa“, — páfinn lifi! Allir hafa frjálsan aðgang að hátíðahöldum kirkjunnar, hvort sem þeir eru kaþólskir eða ekki. Sama er að segja um flest lista- og bókasöfn Vatikansins, sem eru gífurleg að vöxtum og verð- mæturn, en önnur svæði þess eru lokuð gestum, nema þeir hafi í höndum aðgangsskírteini, sem veiti þeim leyfi til að fara fram hjá svart- og hvítrákóttu slánni, þar sem árvakur Svissari stendur með brynþvara við hlið. í þessu litla, sjálfstæða ríki er einkennilegt sambland af fornu og nýju. Á fjórðu öld var þarna reist eldri Péturskirkjan, sem var tígul- steinsbygging með tréþaki. Hún stóð yfir þúsund ár, var þá að falli komin og var rifin, en í hennar stað var reist kirkja sú, er þar stendur enn í dag; var hún hálfa aðra öld í smíðum (1453—1609). Allt fram á síðari hluta 19. aldar náði páfa- ríkið yfir þvera Ítalíu allt frá Ravennu til Róma- borgar, en þegar Italía sameinaðist í eitt ríki, réðst Victor Emanuel, fyrsti konungur landsins inn í páfaríkið og settist að í Rómaborg. Það var í septembermánuði 1870. Þá settist páfinn í „sjálfviljuga fangavist“ í Vatikaninu. Eftirmenn hans fóru að dæmi hans, þar til er Mussolini gerði sáttasamning við Vatikanið árið 1929. Þá var það gert að sjálfstæðu, veraldlegu ríki með full- um réttindum til að taka á móti og senda út stjórn- arfulltrúa, og um leið var landareign þess lýst friðhelg. Vatikanið gefur út sérstök vegabréf handa borgurum sínum. Þeir eru undanskildir lögum og skattálögum ítalska ríkisins, svo að þeir njóta mikilla forréttinda. Hins vegar eru þeir ekki rnargir. Ef þeir aðeins búa í ríkinu, en eru ekki fæddir þar, verða þeir að endurnýja dvalarleyfi sitt á hverju missiri, nema þeir séu í þjónustu ríkisins, kvongaðir eða eigi þar foreldra. Konur, sem þar eru fæddar, missa ríkisborgararétt sinn, þegar þær giftast, og eins er um karla, þegar þeir verða 25 ára, ef þeir eiga ekki sérstöku starfi að gegna í Vatikaninu. — íbúarnir í þröngum göt- um ríkisins rúma ekki mikið yfir 1000 manns. Stjórnarsetur og íbúð páfans, Palazzo Apost- olico, er heilt völundarhús með allt að því 1100 herbergjum og 100 stigum. Frá bronshurðinni inn að San Damaso-garðinum og inn í höllina liggja fjögur þrep, sem allir verða að ganga upp, ef þeir ætla að fá áheyrn hjá hans heilagleika. — í öðrum hluta Vatikansins eru fjölmargir sal- ir, lista- og bókasöfn og þar er stytzta járnbraut í heiminum. Hún er aðeins fáir metrar að lengd, en hún er tengd ítalska járnbrautarkerfinu og því í beinu sambandi við borgir og hafnir megin- landsins. Um hana fara næstum því eingöngu varningslestir. í þessu dvergríki eru gefin út nokkur blöð, þar á meðal dagblaðið L’Osservatore Romano, sem lesið er með eftirtekt af öllum blaðamönnum á Ítalíu og auk þess víða um heim. — Þar er einnig brunastöð og allmargir vöru- og einka- bílar, sem merktir eru bókstöfunum SCV (Stato Citta Vaticano). Þar er pósthús, og frímerki þau, er Vatikanið gefur út, eru mjög fögur og vönduð og áprentunin andlegs efnis. Frímerkjasafnarar sækjast mjög eftir þeim, og eru þau því talsverð tekjulind. Fyrst voru þau gefin út árið 1852 eða aðeins 12 árum eftir það er Englendingar runnu á vaðið. — Allt frá sjöttu öld hefur páfaríkið haft eigin myntsláttu. Frá öllum löndum heims þyrpast að vísinda- menn til að afla sér fræðslu og fróðleiks í bóka- og skjalasöfnum Vatikansins. Þar er eigi aðeins milljón bóka um að velja, heldur einnig ógrynni frumhandrita frá miðöldum, sem hvergi eiga sína líka. Fæstum er kunnugt, að páfastóllinn styður náttúruvísindin í þeim tilgangi, að trú og skyn- semi eigi kost á að veita hvor annarri gagnkvæm- an stuðning. Vísindafélag páfastólsins, sem stofn- að var 1936 er aðeins nýtt nafn á rannsóknar- stofnun, sem sett var á laggirnar 1603 og leggur aðallega stund á eðlisfræði og stærðfræði. í því eiga sæti 78 félagar, og margir þeirra játa ekki kaþólska trú. — Einnig er lögð sérstök stund á athugun himintungla. Fyrr meir var stjörnuturn- inn innan vébanda Vatikansins, en er tímar liðu, trufluðu ljósiii í Rómaborg athuganirnar svo mjög, að hann var færður út í fjöllin við Castel Gandolfo, þar sem sumarbústaður páfans er. Einkum er vetrarbrautin athuguð og rannsökuð nákvæmlega, og fram að þessu hefur verið reikn- aður aldur og hitastig um 700 sólna. í svissneska lífverðinum eru 80 liðsmenn, og er það einvalalið, sem óvíða mun eiga sinn líka. Hver sem sækir um þá stöðu, verður að vera Svisslendingur, játa kaþólska trú, vera ókvæntur, 19—25 ára að aldri og vera algerlega heilbrigð- ur á líkama og sál. Eftir langa og nákvæma þjálf- un í ættlandi sínu kemur hann í Vatikanið, vinn- ur hollustueið hvítum og gullnum fána ríkisins og klæðist einkennisbúningi, sem verið hefur ó- breyttur í 500 ár. Lífvörður þessi hefur frá upp- hafi verið kjarninn í her páfaríkisins, og fyrr á tímum reyndi oft mjög á trúmennsku hans og breysti, sem aldrei brást. Annar hópur manna er nátengdur Vatikaninu. Eru þeir kallaðir Sampietrini eða „drengir sankti Péturs“ og eru liðlega sjötíu að tölu, aðallega véla- og rafvirkjar, og allir verða þeir að vera þaulæfðir í að klifra, því að starf þeirra er ein- göngu í því fólgið að klifra um þak kirkjunnar, opna glugga og loka þeinr eftir þörfum, gera að skemmdum og leggja leiðslur til skrautlýsinga á kirkjuþakinu við hátíðleg tækifæri; er það ærið starf, því að á þakinu einu eru um 5000 lampar og 1000 logandi kyndlar. Þó að margt sé með fornu sniði í Vatikaninu, þá er það samt nútímaríki, sem umheimurinn gerir hátt undir höfði. Það sendir út og tekur á móti stjórnmálamönnum og sendiherrum, og rödd þess berst víðsvegar út fyrir takmörk þess, því að þar sem það gnæfir hæst, er útvarpsstöð mikil, sem Marconi reisti fyrir 26 árum. Kennimerki hennar er djúpur og hvellur hljómur klukkunnar miklu í Péturskirkjunni. Gegnum ljósvakann berst daglangt og fram á nótt boðskapur páfastóls- ins á mörgum tungumálum til fjarlægra landa. — Utvarp Vatikansins hefur fyrir skömmu verið eflt með nýjum, sterkum stuttbylgjuvarpa, sem stendur 25 kílómetra frá borginni. Stöngin, sem endurvarpar efninu frá Vatikaninu, er eins og kross í laginu, og er það hentugt og táknrænt í senn.Vafalaust rnunu ríkin austan járntjalds kosta kapps um að trufla sendingar þessarar miklu stöðvar eftir mætti, en Vatikanið.gerir sér vonir um, að megnið af efninu berist samt rétta boðleið að eyrum kúgaðra sem frjálsra sona og dætra kaþólsku kirkjunnar hvar í heimi sem er. Páfaríkið - il Vatieano

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.