Íslendingur - 18.12.1958, Síða 10
10
JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1958
Fimmtudagur 18. desember 1958
í 2. hefti tímaritsins Ömmu, er Finnur Sigmundsson landsbókavörSur gaf
út, birtist dagbókarkafli eftir Svein Þórarinsson amtsskrifara, föður Jóns
Sveinssonar rithöfundar (Nonna). Hefst dagbókarkaflinn vorið 1869 eða fyrir
tæpum 90 árum, en Sveinn hóf að rita dagbækur á ungum aldri og hélt því
áfram til loka ævinnar. Þar sem Akureyringum og Eyfirðingum kann að vera
nokkur fróðleikur í því að kynnast hag og aðbúnaði feðra sinna og mæðra á
þeim árum, leyfir blaðið sér að birta nokkra kafla úr þessum dagbókarbrotum
Sveins.
1869.
24. maí. — Norðan frostgola.
Pollinn er nú að fylla af hafís. Úr
öllum áttum fréttist nú að liggi
við manndauða af hungursneyð
og að menn skeri horaðar kindur
sér til bjargar. Vinnufólk gengur
nú og biður um vinnu fyrir mat
og um vist. Uppflosnun bænda al-
menn í Skagafjarðar- og Þingeyj-
arsýslum. Manntalsþing var hald-
ið í dag, og var ég þar um stund.
Póll Magnússon og Ólafur á Espi-
hóli komu hér. Eg gaf þeim Ólafi
og P. Johnsen seinast rjólbita upp
í sig. Nú kvað sumir vera búnir
að fá hálsbólgu og aðrar mein-
semdir af tóbaksleysi.
27. maí. — Norðvestan stormur
með frosti og hríð. Ég lagfærði
smávegis, varð samt lengi að
liggja niðri í rúmi af kulda, því
hvergi verður lagt í ofn vegna
eldiviðarleysis. Ég fékk 3% tunn-
ur af heyi fyrir 1 rd. 56 sk. og
hættist nú úr þeim vandræðum.
Alltaf eykst skortur og bjargar-
leysi almennt, samt algerlegt
kaffi- og tóbaksieysi. Enga björg
er að fá nema það, er úr sjó reyt-
ist hér smótt og smátt. Kaupm.
Havsteen hefir nú eintóm fjalla-
grös og tóbakssós í nefið, og nota
menn alls konar „Surrogater“ fyr-
ir tóbak og kaffi. Ég hefi tóbak
enn og lítið af matvælum: höfr-
ungakjöt og spik, fisk, baunir og
korn, þó einungis til nokkurra
daga. Aðrir sumir engu betur
staddir. Ég drekk kaffi af korni
og baunum með sýrópi, sem enn
fæst. Kýr mín er nú í 5 merkum í
mál.
3. júní. — Norðan kuldastorm-
ur með þokubelgingi, en af út-
straum færðist ísinn út fjörðinn
nokkuð. Ég var heima, lagfærði
smávegis og verkaði síld. Hungr-
ið og heyleysið fréttist úr öllum
áttum, og í dag var sagt, að 2
börn væru dáin úr hungri í Ólafs-
firði og fönn svo mikil úti í
Fjörðum og á útsveitum, að rétt
aðeins væru auðir blettir á tún-
um.
5. júní. — Norðaustan heljar-
kuldi með hríð, svo hvítnaði of-
an undir sjó. Ég gat ekkert að-
hafzt nema sagað niður í eld þá
seinustu spýtu, sem ég átti. Varð
ég að liggja í rúmi vegna kulda,
því alveg er ég eldiviðarlaus.
Nokkrir, sem í gær reru tii fiskj-
ar, komu í dag með sáralítinn
afla.
10. júní. — Sunnanstormur, en
norðvestan í lofti, logn að sjá ut-
arlega á firðinum .... Nú liggur
almennt við manndauða af
hungri, og eru ýmsir hér farnir
að skera niður skepnur til bjarg-
ar. Vonarlaust er með skipkomu
að svo stöddu.
11. júní. — Norðan hvass helj-
ar kulda stormur. ísinn er rekinn
inn á fjörð. í morgun fékkst mik-
il spiksíld í lagnetjum. Ég lá
lengst af degi í rúminu vegna
kulda og hungurs.
12. júní. — Norðan heljar
kuldi með livassviðri og liríð. Kýr
stóðu aftur inni, mín nærri mál-
þrota. Alsnjóaði. Alltaf harðnar
og versnar ástandið. Eg særði út
1/2 pund af hafurgrjónum og %
pund af einirberjum til matar. Lá
að mestu vegna kulda.
14. júní. — Norðan stormur
með hríð og kulda. Fjöll hvít af
snjó. Ég neyddist til að leggja í
ofn til að halda lífi. Is rekinn
augalaus inn á Leiru. Sendimaður
kom frá Siglufirði til að sækja
sýslumann, því Hofsósskipið Iris
hafði strandað þar í ísnum, en
Rachel legið í vök út af Siglu-
firði og ekkert komizt. Barkskipið
hingað kvað liggja í ísnum út við
Höfðastekk, og reið Möller faktor
strax út eftir að vitja um það, en
Steincke sendi út á Siglufjörð að
vitja um Rachel .... Um kvöldið
gekk í stórhríð og alsnjóaði. Ég
fékk hálftunnu af töðurekjum
handa kúnni frá apoth. O. Thor-
arensen. Magnús kom frá Vopna-
firði með tóbak. Ég fékk 1/2 pund
rjól.
15. júní. — Norðan frostbruna
stormur og loft bakkafullt eins og
á þorra væri. Fréttist að bark-
skipið hefði strax siglt úr fjarðar-
kjaftinum aftur austur fyrir, og
kom því faktor Möller svobúinn
heim í nótt. Ég sat við að innfæra
kjörskrána hálfveikur af hungri,
þar eð ég ekkert hefi lengi smakk-
að af næringsmiðler annað en
kolur og saltfisk ....
17. júní. — Sunnan gola og
hlýtt veður. Logn úti á firðinum
og vestan far í lofti, rigndi um
kvöldið í fyrsta sinn í vor. Ég lá
lengst af degi afllaus og næring-
arlaus í rúminu, hafði ekkert til
matar nema bragð af saltfiski og
steikt roð og til vökvunar rammt
hrúðbergsvatn. ísinn er að mestu
rekinn út í fjarðarkjaft. Ýmsar
fregnir koma um skip úti fyrir.
Ég gaf Þorleifi Björnssyni bita af
rjóli.
Nú fer að taka fram úr. Hinn
23. júní segir dagbókin:
— Hafgola og þokuloft ....
Þessa daga hefir hér á Akureyri
verið hlaðafli af fiski, lýsu, ufsa,
síld og kolum, sem mjög hefir
bætt úr hinu mikla hungri og
bjargleysi manna.
Eftirtektarvert er, að Sveinn
minnist aldrei á konu sína eða
börn í þessum dagbókarþáttum
frá vorinu 1869, og mætti af þeim
ráða, að hann hefði verið ein-
hleypur maður. En vitanlegt er,
að eigandi kýr, er mjólkar 5
merkur í mál, gæti ekki liðið
hungur, ef hann hefði ekki nema
sjálfan sig að seðja. Hitt er lík-
legra, að börn Sveins hafi setið
að mjólkurdropanum og öðru
ætilegu, sem heimilið gat aflað,
og hann því tekið á sig sultinn,
þótt hann víki þar að engu orði.
Sveinn andaðist 16. júlí þetta
sama sumar, og er ekki ólíklega
til getið, að harðréttið um vorið
hafi lamað lífsþrótt hans svo, að
hann yrði allur fyrir aldur fram.
Leiðrétting. í síðasta jólablaði varð
sú villa í þælti Arnar á Steðja: „Æsku-
leiftur frá aldamótum", í 3. dálki á 5.
síðu, rétt neðan við miðju, að Þórey
Bjarnadóttir var talin smáeygð, en átti
að vera móeyg.
Barnastúkurnar, Sakleysið og Samúð,
hafa sameiginlegan jólajund. í Barna-
skóla Akureyrar næstkomandi sunnu-
dag kl. 10 f. h. Nánar auglýst í skólun-
um.
J ólatrcsskemmtun barnastúknanna
verður í Alþýðuhúsinu laugardaginn
27. des. næstkomandi. Aðgöngumiðar
verða afhentir í Varðborg sama dag kl.
10—12. Geymið þessa tilkynningu.
Frédérique Hébrard:
Sepfembermánuður.
Gísli Jónsson þýddi með leyfi höíundar
Bókaforlag Odds Björnssonar
Akureyri 1958.
Bókaforlag Odds Björnssonar
hefur gert sér far um að kynna
íslenzkum lesendum franskar bók-
menntir, þær sem nýjastar eru af
nálinni og einhverja athygli
vekja, og kemur þetta sér vel, því
að yfirleitt fylgjast menn verr
með því hér, sem þar gerist á
bókamarkaðinum en t.d. á Norður
löndum og í enska heiminum. En
Frakkar hafa jafnan verið mikil
bókmenntaþjóð og orðsins meist-
arar og væri því skaði að, ef öll
þeirra iðja á því sviði færi fyrir
ofan garð eða neðan hjá oss.
Enda hefur það ekki verið svo,
eins og ráða má af merkilegri
skrá, sem Þórhallur heitinn Þor-
gilsson magister gerði fyrir
nokkrum árum yfir íslenzk rit af
frönskum uppruna, þar sem hann
telur um 1600 ritverk,er íslenzkuð
hafi verið. En gæta verður þess,
að margt af því eru smásögur eða
kvæði, og fátt eftir hin yngri
skáld.
Undanfarandi ár hefur Bóka-
forlag Odds Björnssonar gefið út
þrjár sögur eftir liina kornungu
skáldkonu: Francoise Sagan, sem
athygli vakti með frásagnalist
sinni, en nú kemur skáldsaga eftir
aðra unga konu: Frédrique
Hébrard, og er það liennar fyrsta
bók, er hún hlaut verðlaun fyrir.
Þessi saga heitir: Septembermán-
uður.
Það er ekki minnst gaman að
bera þessar skáldsögur saman. —
Francoise Sagan er í ætt við jörð-
ina, bersögul mjög í ástamálum,
eins og tíðkast hefur nú um hríð
í skáldsögum, en hjá þessari konu
gerist tilfinningalífið meir á efri
hæðum mannlíkamans eftir göml-
um og góðum sið, og er þetta
býsna skemmtilegt tilbreytingar,
og boðar ef til vill straumhvörf
frá kláminu, sem leiðigjarnt verð-
ur til lengdar í bókmenntum.
Söguefnið er að vísu ekki stórt:
afbrýðisemi ungrar eiginkonu, er
verður hrædd um mann sinn fyrir
glæsilegri leikkonu. En það sem
hugþekkt er við söguna er, hvern-
ig vandinn er leystur.
Eiginmaðurinn er rithöfundur,
sem tekizt hefur á hendur að þýða
sögu hinnar ítölsku leikstjörnu.
Hún kemur til Parísar til að hafa
eftirlit með þessu verki og kynna
sig og list sína. Þetta verður til
þess að þau fella hugi saman
meira en hollt er fyrir sálarfrið
eiginkonunnar. Þó hrífst hún einn
ig af töfrum hinnar ítölsku feg-
urðardísar, eins og ósjaldan vill
til í svona löguðum þríhyrning.
Nú sprettur afbrýðissemi venju-
lega af særðri hégómagirnd, yfir-
ráðahneigð og ótta um sinn eigin
hag, fremur en raunverulegri
væntumþykju, og ráðin, sem grip-
ið er til eru venjulega í samræmi
við það: geðofsi, agg og baknag.
Hér er um engan slíkan gaura-
gang að ræða. Ekkert styggðar-
yrði er talað, enginn drepinn,
engir dramatískir atburðir, til-
finningarnar ekki bornar á torg.
Sagan gerist í djúpum mannssáln-
anna að hætti siðmenntaðra
manna. Sé afhrýðissemin mann-
legur veikleiki, er þarna snúizt
við lienni með göfugum og virðu-
legum hætti. Eiginkonan tekur
leikkonunni opnum örmum og
gerir sér far um að reyna að skilja
hana og ávinna sér vináttu henn-
ar. Með því móti vinnur hún ekki
aðeins ást manns síns að nýju,
heldur snertir jafnframt við því,
sem göfugast er í fari hinnar kon-
unnar, svo að hún dregur sig í
hlé. Og er þetta að jafnaði fegurri
og sigursælli leið og mundi koma
í veg fyrir marga hjónaskilnaði.
Ástin verður aldrei tekin með
valdi til langframa.
Þessi skáldsaga fjallar um geð-
ugt fólk, sem ber harm sinn í
hljóði. En einmitt hin þögulu
samskipti sálnanna geta oft orðið
áhrifameiri en skefjalaus ástríðu-
ofsi. Vegna þess livernig tekið er
á þessum málum finnst mér þetta
vera ein hin hugþekkasta skáld-
saga, sem ég hefi lesið í seinni tíð
af nýrri hókmenntum. Þýðingin
virðist vera vel gerð.
Benjamín Kristjánsson.
Jenna og IJreiðar Stejánsson:
Snjalíir snáðar.
Drengjasaga. Barnablaðið' Æskan Rvík.
Þetta er 13. bókin, sem þau
hjónin Jenna og Hreiðar senda á
bókamarkaðinn, en eins og kunn-
ugt er orðið, eru þau hin síðari
ár vinsælustu barnahókahöfundar
landsins. Öddu-bækur þeirra urðu
alls 7 talsins, og mörg ár eru liðin,
síðan leitað var að tveim fyrstu
bókunum í fornbókaverzlunum,
og jafnvel boðið í þær meira en
„gangverð“. En nú er Adda löngu
orðin fullvaxta, enda trúlofuð fyr-
ir 6 árum.
En þó að mörg börn kunni að
sakna Öddu, þá hafa þau Jenna
og Ilreiðar alltaf ný, skemmtileg
hörn á takteinum, og hér er það
Jón Elías, sem kveður sér hljóðs.
Ekki er mér grunlaust um, að
hann eigi eftir að skemmta mörgu
barni á aldrinum 8—12 ára.
Kannske eldist hann eins og Adda,
og verður þá hægt að fylgjast með
honum.
Nokkrar góðar myndir eru í
bókinni, en ekki er getið, hver
teiknað hefir.
___