Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1958, Qupperneq 19

Íslendingur - 18.12.1958, Qupperneq 19
Fimmtudagur 18. desember 1958 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1953 19 Jólabækur IVORÐRA Sjálfsævisaga Björns Eysteinssonar Naín Björns hefir lifað á vörum alþýðunnar í meir en mannsaldur, mannsins, sem átti mikinn þátt í því, að' af lugðist flóttinn frá íslandi til Kanada. Þegar fjöldinn flýði land til þess að leita hetri lífskjaia fluttist Björn upp í óbyggðir — land útilegumanna — hjó þar í fimm ár og greiddi þaðan skuldir sínar við fyrri granna og kom til baka sem góður bóndi, fékk góð'a jörð og varð innan fárra ára einn ríkasti hóndi á Norðurlandi. Björn hatt ekki hagga sína sem annað fólk og kyrrlátu lífi lifði liann ekki. llann var liamlileypa til munns og handa, og liafa myndazt um hann þjóð'sagnakenndar sög- Guðmundur Ingi Kristjánsson: Sóldögg Þetta er tvímælalaust bezta ljóðabók Guðmundar Inga. Hann magnar heztu kvæði sín listrænum töfrum, sem hefja þau hátt yfir stund og stað. — Allir, sem ljóðum unna kaupa Sóldögg. Benedikt Gíslason jrá Hofteigi: Fólk og saga Islandsagan og þjóðsagnir eru nátengdar livor annarri En saga landslýðs er þó himréttasta lýsing á lífinu fyrr og nú. — Benedikt frá Ilofteigi fer ekki troðnar hrautir sagnfræðinganna og þótt hann ef til vill trúi ú tröll og hindurvitni, lætur hann þau ekki villa sér sýn. — En smælingjarnir eru sarnt ávallt honum næstir, og þegar penni lians segir frá þeim, þá heyrist annar og þýðari óm- ui en frá nokkrum öðrum. Elinborg Lárusdóttir: Leikur örlaganna Elinborg Lárusdóttir er fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir skáldsögur sínar, en fæstir vita, að hún er og vel þekkt langt út fyrir landssteina. — Fyrsta saga þessarar hókar, „Ástin er hégómi“, er til dæmis þegar komin út á sex tungumalum auk íslenzkunnar. — Frú Elinhorg mun vera afkastamesti kvenrithöfundur vor og um leið sá vin- sælasti. Bók þessi mun vera talin gott innlegg kvenna á vettvangi íslenzkrar listar. Guðmundur G. Hagalín: Virkir dagar Ævisaga Sœmundar Sœmundssonar skipstjóra. Með þessu stórmerka riti hóf Guðmundur Hagalín að rita nýjar íslendingasögur, aldarspegil þjóðarinnar á mótum sérkennilegrar fortíðar og umsvifamikillar nútíð- ar’ Enginn hefir reynzt Hagalín snjallari í þessari bók- menntagrein. — VIRKIR DAGAR eru og munu verða, sem hinar gömlu lslendingasögur, hornsteinn að varð- veizlu íslenzkrar tungu og íslenzks þjóðernis. Vilhjálmur Finsen: Hvað landinn 1 bókinni birtast viðtöl m Pétur Jónsson söngvara Sigurð Eggerz Svein Björnsson Lárus Bjarnason Sæm. Bjarnhéðinsson Geir Zoega Gunnar Egilsson Knud Zimsen Finn Jónsson prófessor Bjarna frá Vogi Jón Þorláksson Þorstein Gíslason Davíð Stefánsson Jóh. Jóhannesson hæjarf. Tryggva Þorhallsson Pétur A. Ólafsson Jón Árnason Ólaf Johnson Magnús Sigurðsson Einar Benediktsson Gunnar Olafsson Garðar Gíslason Pál Eggert Ólason Jón Laxdal Guðm. Jónsson skipstjóra Ágúst Kvaran Ragnar Ólafsson sagði crlendis a. við eftirtalda menn: Gunnar Gunnarsson Þórarin Kristjánsson Sigurð Nordal Benedikt G. Waage Carl Sæmundsson Lúðvík Guðmundsson Sig. Sigurðsson Klemenz Jónsson Jón Sívertsen Óskar Ilalldórsson Guðm. Grímsson dómara Ingvar Guðjónsson Ásgeir Ásgeirsson forseta Ólaf Proppé Ólaf Thors Steingr. Jónsson rafm.stj. Árna Eylands Magnús Jónsson Jónas Þorbergsson • Hermann Jónasson L. H. Muller Agnar Kofoed- Thor Jensen Emil Nílsen 0. Tynæs Ludvig Kaaber Harald Faaherg. Ilansen Vilhjálmur Finsen jöfur og öldungur íslenzkra blaða- manna, var um lengri tíma starfsmaður liinna stærri blaða Noregs. Fyrr og síðar hefir liann kynnt laml sitt og þjóð a erlendum vettvangi með fjölda viðtala við ýmsa merk- ustu menn þjóðarinnar. Mun lesandinn fá í hók þessari glögga mynd af gangi landsmálanna hér heima. -— Auk viðtalanna er frásögn af undirbúningi og framkvæmd „Dönsku nýlendusýningarinnar 1905“, er vakti óhemju gremju meðal íslendinga, en gerði um leið landanum Ijóst, hve mikill fjöldi verðmætra forngripa hafði farið úr landi á ólöglegan hátt. Astrid Lundgren: Karl Blómkvist og Rasmus Leynilögreglumaðurinn Karl Blómkvist, vaknar til dáða, þegar hann verður þess var, að barnaræningjar nema Rasmus litla á brott. ■— En skyldi Kalla heppnast, að bjarga Rasmusi úr klóm ræningjanna? Skemmtileg bók handa drengjum og stúlkum á aldrin- um 9—90 ára. Björn J. Blöndal: Örlagaþræðir Björn J. Blöndal er löngu orðinn landskunnur fyrir rit- störf sín. — Hamingjudagar, Að kvöldi dags og Vatna- niður bera höfundi sínum fagurt vitni. Iiér leggur liann úl á nýjar brautir, en samur er hljómurinn, mjúkur og hreinn, og undirtónninn í hverri setningu gefur birtu, sem endast mun lesandanum lengi. Hannes J. Magnússon: Á hörðu vori Þetta er sérstæð bók, og þarna er lagt inn á nýjar brautir í skrásetningu endurminninga. Líkist frásögn höfundar meir skáldsöguformi en venjulegum endurminn- ingastíl, þótt atburðir allir muni vera raunverulegir, og verður því bókin öll skemmtileg aflestrar. Benedikt Gíslason jrá Hofteigi: Eiðasaga Eiðasaga er saga höfuðbólsins Eiða, þar sem löngum sátu hinir merkustu menn og ættfeður þjóðarinnar, sem létu jörðina ekki ganga úr ættsetu í ábúð né eignalialdi söniu ættar, fyrr en á síðustu og verstu dögum miðrar 18. aldar. — Eiðasaga segir frá bjartsýnni stofnun Eiðaskóla og síðar baráttu fyrir tilveru hans. — Eiðasaga segir frá mörgum ágætismönnum, er fórnuðu Eiðaskóla kröftum sínum. — Eiðasaga er saga hins stærsta og merkasta stað- ar á Austurlandi á þessum tímum. Þórleifur Bjarnason: Tröllið sagði Þorleifur Bjarnason lýsir hér stórbrotnum átthögum sínum á llornströndum, rekur baráttu mannsins við um- hverfið og umhverfisins við manninn, bregður upp mynd- um atburða og þjóðhátta liðins tíma, en fellir inn í Iieildarmynd náttúrunnar örlagaríka persónusögu hús- bóndans á IIóli, sem hefst úr fátækt og umkomuleysi til karlmennsku, auðs og mannvirðingar. Dick Laan: Ævintýri Trítils Trítill er vinur allra dýra og fram úr hófi hjálpsamur, en liann er ákaflega forvitinn og hugvitsamur og lendir þess vegna í ótrúlegustu ævintýrum. Ollum börnum urn víða Evrópu þykir vænt um Trítil og á ýmsum slóðum er hann orðinn þeirra búálfur og jólasveinn. Gotland og Dempster: Líf í alheimi Vopn er hægt að smíða til eyðingar og dráps, en hver blés lífsandanum í nasir vorar? Vísindamenn vorir hafa nú enn komizt að því sem hugsuðir fyrri alda gerðu iér giein fyrir að því meir sem vér lærðum, því betur verðum vér oss meðvitandi, hve lítið vér vitum. Trúarbrögð og raunvísindi hafa færzt nær hvort öðru, þekking hefur auk- izt, en alltaf er þessari spurningu ósvarað. Hverjir erum vér? llvaðan komum vér? Ilvert stefnum vér? Þessi hók fjallar um hið fjölbreytta og óþrjótandi efni, sköpun heims, þróun vísinda og trúarbrögð. Miítðila HORDRI 13 Þ Q £ tó PQ H C/2 Þh P '■l—i > cn Q '03 3 ö “ð xo 3 O CD 'O i-Q Eftirtaldar bækur eru nýkomnar í bókaverzlanir: 1. „SVÍÐUR SÁRT BRENNDUM". Ekki þarf að minna á, að bóka Guðrúnar frá Lundi er ævinlega beðið með mikilli eftirvæntingu af alþýðu manna til sjávar og sveita. — Sagan, sem nú er komin í bókaverzlanir er ný, hefir hvergi birzt áður, og gerist á síðustu árum í sveit og við sjó. Verð bókar- innar er sama og á þeirri, sem kom í fyrra: kr. 125.00. 2. HANNA, VERTU HUGRÖKK! Sjötta bókin í röðinni af hinurn vinsælu Hönnu-bókum. Fimmta bókin, „IIANNA IIEIMSÆKIR EVU“, kom í vor og er nú því nær uppseld. 3. MATTA-MAJA VEKUR ATHYGLI. Að undanteknum HONNU-bókunum liafa engar telpnabækur náð jafn miklum vinsældum og sögurnar um Möttu-Maju. 4. JONNI í ÆVINTÝRALANDINU. Segir þar frá 13 ára röskum dreng af enskum ættum og vini hans, kínverskum dreng, sem lenda í miklum ævintýrum í frumskógum Malajalanda. Um þessa bók hefir verið skrifað: „Sagan er ótrúlega skemmtileg og spennandi, en auk þess liefir hún að geyma ógleym- anlegar lýsingar á töfrum frumskógarins og háttum og siðum frum- byggja þessara landa.“ 5. KIM OG FÉLAGAR. llér kemur fyrsla bókin í bókaflokknum um Kim og félaga lians. Kim er hörkulegur strákur og lendir í mörgum æsandi ævintýrum, en þið munuð kynnast því, hvernig honum tekst að greiða úr þeim flækjum. 6. SONUR VEIÐIMANNSINS. llöfundur þessarar bókar, Karl May er víðfrægur fyrir Indíánasög- ur sínar, og eru þær þýddar á mörg tungumál. Sonur veiðimannsins gerist á sléttum Norður-Ameríku á þeim tímum, er ekki var þar komin nein föst.byggð, en aðeins Indíánaflokkar og hvítir veiði- menn reikuðu um slétturnar. — Fyrsta bókin af sögum Karls May um liina villtu Indíána og veiðimenn: „Bardaginn við BjarkagiT‘ kom fyrir síðustu jól og er nú nærri uppseld. 7. SMALADRENGURINN VINZI. Eflir Jóhönnu Spyri. Meðal vinsælustu unglingabóka, sem þýddar hafa verið á íslenzku, er sagan af Heiðu, eftir Jóhönnu Spyri. Sú bók eislöngu uppseld, en myndasagan af Heiðu og Pétri liefir komið í einu af dagblöðunum og kvikmyndin af þeim naut óvenjulegra vin- sælda. Þó er af mörgum talið, að sagan af litla smaladrengnum Vinzi sé bezta bók Jóhönnu Spyri. Sagan gerist í hinu undurfagra landslagi svissnesku alpanna og lýsir hinu nána sambandi ungling- anna við húsdýrin. 8. BOÐHLAUPIÐ. Stefán Sigurðsson kennari þýddi. Fyrir nokkrum árum kom þessi bók út undir nafninu Boðhlaupið' í Alaska. — Ilér kemur hún í nýrri útgáfu. I bókinni segir frá mikilli hetjudáð, er fimm menn lögðu líf sitt í hættu til þess að bjarga börnunum í Nome í Alaska frá því að verða barnaveikinni að bráð. Og þó var það Georg litli, sonur lækn- isins, sem fann ráðið til þess að koma hinu dýrmæta lyfi á leiðar- enda. Sagan er fögur og ógleymanleg. 9. GULLEYJAN. eftir Robert Stevenson. — Gulleyjan, þessi spennandi sjóræningja- saga, hefir verið þýdd og lesin á fjölmörgum tungumálum og kvik- mynduð í ótal útgáfum. Hvcr er sá, sem ekki kannast við einfætta sjóræningjann, sem öllum skaut skelk í bringu. Lýsingar Stevensons á hinum hrjúfu mönnum, sem fengust við sjórán á átjándu öld, eru Ijósar og snilldarlegar og gleymast aldrei. ■•■>■■■--,,, NÝ SHERLOCK HOLMES-BÓK: 10. TÍGRISDÝRIÐ FRÁ SAN PEDRO. Ekki þarf að lýsa Sherlock Ilolmes leynilögreglusögum. Þær eru lesnar af ungum og gömlum og fyrnast ekki. 11. JAFET FINNUR FÖÐUR SINN eftir Alarryat, í þýðingu Jóns Ólafssonar ritstjóra. 12. HVAÐ ER BAK VIÐ MYRKUR LOKAÐRA AUGNA? Sjálfsævisaga indverks Yoga. 13. LJÓÐMÆLI STEINGRÍMS THORSTEINSSON, heildarútgáfa frumsaminna ljóða. Allar Jressar bœkur eru í vandaSri útgáju og mjög ódýrar. Prcntsmiðjan LEIFTUR.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.