Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1943, Blaðsíða 3

Faxi - 01.07.1943, Blaðsíða 3
F A X I 3 Jón Tómasson: Snii«l i |»róll iii C’ Sesselja Jónsdóttir Sjómannasunnudagurinn, sem er fyrsti sunnudagur í júní, er helgaður sjömönnunum nær því um land allt. Hátíðahöld eru í bæjum og þorpum, prestar pré- dika og aðrir fróðir menn halda fyrirlestra. Flest það, sem er sagt og skrifað, er til fróðleiks og uppörfunar þeim, er heyja hið þrotlausa stríð á hafinu. Af hátíðahöldunum verður nokkur ágóði. Hann rennur á einhvern hátt til styrktar sjó- mönnunum. Hér í Keflavík er ágóðanum varið á nokkurn annan hátt en annars staðar tíðkast. Fé það, sem áskotnast, rennur til sund- kennslu. Á frumlegan hátt er hér stígið rétt spor. Sundíþróttin er fögur og holl íþrótt, og hún er meira, hún er sú öryggisbót, sem ætti að krefj- ast af hverjum sjómanni. Þau dæmi eru óteljandi, að sjómenn hafa bjargað lífi sínu og félaga sinna með sundi, er þeir hafa fallið fyrir borð úti á rúmsjó, eða karlmennska og fórnfýsi þeirra manna, sem hafa varpað sér út af strönduðum skipum sínum, út í hafrótið, með þann drengilega ásetning að brjótast í gegnum brimlöðrið og bjarga þannig lífi skipshafnar- innar — eða láta lífið ella, — hefur yfir sér töfraljóma hetju- skaparins. Dáð þeirra lifir. Og það eru fleiri en sjómenn- irnir, sem ættu að vera syndir. Það er ekki svo fátítt að menn falli út af bryggjum eða annars staðar, þar sem drukknun er yf- irvofandi, ef ekki berst bráð hjálp. Undir þeim kringumstæð- um getur vel syndur maður orð- ið að liði, þó að sundið sé ann- ars aðeins íþrótt fyrir honum. Sundkennsla sú, sem fram hef- ur farið hér í Keflavík á undan- förnum árum, hefur þegar borið glæsilegan árangur. Að minnsta kosti tvö keflvízk ungmenni hafa bjargað börnum frá drukknun. Sesselja Jóns- dóttir dvaldi síðastliðið sumar á Seyðisfirði. Þar tókst henni að bjarga tveimur börnum, sem fallði höfðu í sjóinn út af bryggjum. Annað þeirra var með fullri rænu, þegar hún náði því, en hitt hafði drukkið mikið af sjó og var rænulaust. Sesselja „helti“ úr. því sjónum og brátt færðist líf í barnið, sem var þó svo þjakað, að það áttaði sig ekki á því, sem gerst hafði, fyrr en það var komið upp í rúm. Fyrir nokkrum árum bjargaði Gunnar Þorsteinsson dreng, er féll út af bryggju hér í Kefla- vík. Drengurinn hafði legið í sjónum nokkra stund og var al- gerlega meðvitundarlaus. Gunn- ar hafði lært lífgun úr dauða- dái, auk þess sem hann var skáti og því viðbúinn að gera það bezta á hverjum tíma. Hann hóf því lífgunarstarfið jafnframt því að hann sá um að læknir var sóttur. Um þessi vasklegu afrek höf- um við bæði heyrt og séð í blöð- um og útvarpi, hvort á sínum tíma. Og það hlýtur að vekja á- nægju og öryggiskennd að vita, að með hverju sumri sem líður, eru ungir og gamlir, í tugatali, að læra þessa skemmtilegu og þörfu íþrótt. Gunnar Þorsteinsson í dag eða á morgun get ég eða þú þurft á því að halda, að vera syndur. — Lærum því öll að synda! — Því fyrr, því betra — og öruggara. Skípulag Keilavíkur Að tilhlutun byggingarnefndar Keflavíkur hefur skipulagsnefnd bæja og kauptúna nú nýlega endurskoðað skipulagsuppdrátt Keflavíkur og gert tillögur um ýmsar breytingar og við- auka. Hefur það undanfarið háð mjög starfi byggingarnefndar, að skipulag hefur ekki verið fastákveðið á ýmsum stöðum, og hafa jafnvel verið gerðar á því tíðar breytingar. Tillögunum er ekki að fullu lokið og eiga síðan eftir að ræðast í bygginganefnd, og hrepps- nefnd, áður en þær verða staðfestar. Virðast þær horfa til bóta og verður að vænta þess, að mál þessi komist bráðlega í betra horf en verið hefur. í tillögum þessum er gert ráð fyrir allstóru íþróttasvæði utan Hringbraut- ar fyrir ofan Félagsgarða. Þá er gert ráð fyrir barnaskóla við Tjarnargötu og sjúkrahúsi við Skólaveg, en milli þessara bygginga verði skrúðgarður og skemmtistaður. Er það núverandi leik- völlur og brekkan upp að húsunum við Suðurg. Þá er gert ráð fyrir að Skóla- vegur verði framlengdur niður að Sundlaug. Til þess að það. væri hægt, varð að stöðva byggingu, sem byrjað var á og búið var að veita leyfi til, skv. eldra skipulagi. Ennfremur er Hringbrautinni breytt og hefur hún nú verið lögð skv. því„ af setuliðinu. G. M.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.