Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1943, Blaðsíða 5

Faxi - 01.07.1943, Blaðsíða 5
F A X I 5 Helgi 8. Jonsson: SJóniaiiiia«la$furiiiii 1943 Á sjómannadaginn er þjóðin í hátíðarskapi, hún hyllir sína þrautreyndu og ötulu sjómanna- stétt, og þakkar henni starfið. Og þjóðin má sannarlega vera þakklát fyrir það, að hún hefir alltaf átt framsýna og ötula sjó- mannastétt, sem aldrei hefir of- metnast af velgengni sinni, eða hrósi því, sem aðrar stéttir hafa maklega á hana borið. Sjó- mannastéttin hefir með sömu þrautseigju tekið erfiðum tímum í viðskipta- og atvinnumálum þjóðarinnar, eins og erfiðu sjó- veðri, aldrei misst trúna á batn- andi tíma — aldrei misst trúna á að storminn lægði. Sjómenn-. irnir hafa jafnvel ekki möglað þó erfiðleikarnir hafi ef til vill verið látnir mæða óþarflega mikið á þeim — en það er svo að alltaf er lagt mest á breiðustu bökin. Atvinnuhættir þjóðarinnar eru á þann veg, að óumflýjanlega hlýtur fólkið að skiptast í at- vinnustéttir, sem hver fyrir sig hefir sínar ákveðnu skyldur að inna af hendi — stærsta og veigamesta stétt þessa lands — sjómannastéttin — en þrátt fyr- ir þaö er hún sér þess full með- vitandi, að starf annara er engu síður mikils virði og ómissandi fyrir þjóðarheildina og líka þá sem sjóinn sækja. Starf þeirra, sem erja jörðina — leggja vegina — byggja brýrn- ar og húsin — hafnir og skip — það starf er sjómönnunum eins mikils verði og þeirra starf á hafinu og við strendu;- lands- ins er öðrum atvinnustéttum. Það eru þessar staðreyndir og hinn gagnkvæmi skilningur stéttanna á tilveru hverrar ann- arar, sem er lífæð þjóðarinnar — og það er þetta samstarf, sem við köllum þjóðfélag, og eftir því sem samhugur og samvinna þessara stétta eykst, eftir því er framtíð og frelsi lands og þjóðar betur tryggt um alla framtíð. Ég held að flestum sjómönn- um sé enginn greiði ger með því að vera stöðugt að útmála þær hættur, sem þeir eiga við að stríða á hafinu — hvorki hættur storma og. stór- sjóa eða þær hættur, sem villi- mennska mannanna býr þeim. Á þessum tímum erum við öll hvar sem við stöndum umvafin margskonar hættum og enginn veit fyr en dagur er liðinn að kvöldi hvort hann verður dagur dapurra viðburða eða ekki. Mér virðist að sjómenn hafi einhversstaðar lært það — og líklega lært það á hafi úti — að æðrur bjarga ekki þegar á herð- ir — þeir virðast hafa tileinkað sér þá sigursælu trú, að hin sterka hönd æðri máttarvalda stýri þeirra lífsfleyi bæði á landi og sjó. Sjómenn eru flestir dulir um það sem gerist á hinum votu slóðum, en víst mun það, að þar gerist mörg hetjusagan, sem aldrei er skráð, þeim er gjarnara að tala um björtu hliðarnar — góðan afla og gott veður, þótt endrum og eins berist aðrar fréttir af góðum drengjum, sem féllu í valinn. Þjóðinni er þungur harmur kveðinn að öllum þeim, sem ekki komu að landi — þyngri en svo að orð nái að lýsa — en minn- ing þeirra, er minning um syni íslands, sem fórnuðu öllu er þeir áttu fyrir land og þjóð. Ef ég mætti óska sjómanna- stéttinni íslenzku einhvers á þessum heiðursdegi hennar — þá vildi ég óska þess, að sjó- mannanna eigin óskir yrðu að veruleika — því þeir þrá það framar öllu öðru, að árangur starfsins verði heimilum þeirra vernd og vörn, og þjóðfélaginu til farsældar, — okkar litla þjóð- félagi, sem á tilveru sína undir andlegri og líkamlegri atorku sona sinná og dætra — og þar hvílir ekki hvað minnstur hlut- ur á herðum sjómananna. Við biðjum þeim allrar gæfu á komandi dögum. Ol ■ ii iireinsuiiaii'- Hiöðin h. f. Fyrir þremur árum hófust þeir handa Jón Guðmundsson og Cesar Már um að hreinsa not- aðar smurolíur. En vegna örðug- leika á innflutningi véla, var ekki hægt að hefja hreinsun fyrr en nú fyrir skömmu. Og enn hafa ekki fengizt vélar, sem hreinsað gætu benzín úr smur- olíu, en þeirra mun brátt vera von. Vélar stöðvarinnar hreinsa nú ca. 200 1. á 8 stunda vinnudegi. Við hreinsun rýrnar olían um 10—20%. Hreinsuð olía er full- komlega eins góð og sú olía, sem látin er á vélarnar í fyrsta skipti. Enda hefir Rannsóknarstofa ríkisins eftirlit með því, að olían sé fullhreinsuð og rannsókn fer fram á hverri afhendingu stöðv- arinnar. Þessi aðferð er víða notuð út um heim, jafnvel þar sem auð- veldara er um olíur en hér, og sumstaðar lögákveðin t. d. i Noregi. Olíuhreinsunarstöðin kaupir notaðar smurolíur á 20 aura lítrann og hreinsar einnig fyrir kr. 1,50 hvern lítra. Forstjóri félagsins er nú Óskar Magnússon, Njálsg. 26. R. Það er ekki víst að menn at- hugi nú hvers virði þessi tilraun er. En þegar harðnar á um er- lendan gjaldeyri og fækkar um krónur, þá verður þessi aðferð vonandi búin að fá svo góða og almenna reynslu, að hvorki út- gerðarmenn eða aðrir þeir, er með smurolíur fara, láti það spyrjast að fleiri hundruðum tonna af varla hálf notaðri olíu sé hent.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.