Faxi - 01.07.1943, Blaðsíða 2
2
F A X I
Hrað liOiii' lengin^n hafnargsirðsiiiis?
Viðial við Svein Jónsson verkstjóra
Faxi áleit, aS fátt mundi
gleðja sjómennina hér meira á
hátíðisdegi þeirra, en fregnir og
þá góðar fregnir af hafnargerð-
inni hér í Keflavík. Þess vegna
snéri blaðið sér til verkstjórans
og spurði hann, hvað liði leng-
ingu hafnargarðsins.
„Unnið hefur verið að leng-
ingu hafnargarðsins óslitið frá
því í fyrra vor“, sagði Sveinn,
„og hafa nú verið steypt 2 ker
og það þriðja tilbúið undir
steypu og mun taka 12—14 daga
að steypa það. Kerin eru þannig
gerð úr járnbentri steinsteypu,
að útveggir eru 16 cm. þykkir og
hólfuð sundur í 16 jafnstór hólf
með 12 cm. þykkum járnbent-
um steinsteypuveggjum. Botn-
inn er 18 cm. þykkur með tvö-
földu járnneti, sem nær 80 cm.
upp á veggina.
Venja er að nota 10 cm. járn
í slík ker og koma þá 10 járn
á meter, en vegna erfiðleika á,
að fá 10 mm. járn varð að nota
8 mm. í síðasta kerið og er netið
í því þess vegna 50% þéttara.
Fyrsta kerinu var sökkt 20.
maí s. 1., við enda hafnargarðs-
ins og snýr það þannig, að það
myndar 20° horn við hann, og
sveigist garðurinn þannig út eða
lítið eitt til austurs. Næstu kerj-
um verður sökkt í beinni stefnu
af því fyrsta, með því millibili
að garðurinn lengist um 40 m.
með þessum 3 kerjum.
Þegar kerjunum hefur verið
sökkt er dælt upp úr hólfunum
og þau tæmd aftur eitt i einu.
í botninn á því er steypt 50 cm.
lag af steinsteypu og á útveggi
85 cm., síðán er það fyllt með
grjóti eða möl. Þegar kerin hafa
þannig verið fyllt, eru ofan á
þau steyptir garðar sem mynda
útveggi hafnargarðsins, en á
milli veggjanna er fyllt með
grjóti. Þar ofan á kemur
bryggjuþekjan úr járnbentri
steinsteypu með skjólgarði á út-
vegg.
— Hvers megum við vænta um
hvenær verkinu verður lokið?
— Um það er erfitt að segja,
því margt hefur áhrif hér á. Sér-
staklega er það veðrið sem ræð-
ur mestu um, hve langan tíma
verkið tekur, þar sem efni er að
líkindum allt fengið.
— En því verður lokið fyrir
næst vertíð?
— Það vona ég og koma þá
sérstök óhöpp fyrir.
— Okkur þykir vænt um að
geta flutt þessar fréttir á degi
sjómannanna, því þó við vitum,
að hér er ekki um fullkomna
höfn að ræða fyrir framtíðina,
þá eru þetta miklar bætur frá
því sem var og það eina sem
hægt var að gera eftir þeim að-
stæðum, er fyrir hendi voru.
ekki allir að landi aftur, svo
kvíði ástvinanna I landi er enn-
þá til, þrátt fyrir lofsverðar
framfarir, bæði hvað skip og út-
búnað snertir og að ógleymdri
starfsemi Slysavarnafélagsins.
Á síðastliðinni vertíð urðu sjó-
slys bæði mörg og stór. Við
minnumst með söknuði og virð-
ingu allra þeirra, sem létu lífið
í baráttuni við ofureflið.
Meðal þeirra skipa sem fórust
var, eins og kunnugt er, vélbát-
urinn Ársæll frá Ytri-Njarðvík,
fórst þar einn af okkar beztu
formönnum, ásamt þremur fé-
lögum sínum.
Minning þessarar vertíðar er
því sorgblandin hér, sem víða
annarsstaðar.
Að þessu sinni eru lokin hald-
in í allra síðasta lagi eða í maí-
lok. Afli hefir verið sæmilegur
fram að þessu og heildaraflinn
á vertíðinni varð ágætur eins og
aflaskýrslan sýnir.
Guðmundur Kr. Guðmunds-
son skipstjóri, sem var aflakóng-
ur í fyrra, hafði einnig hæstan
afla 1. júní í ár og í tilefni af því
átti Faxi stutt samtal við hann
umvertíðina og fórust honum
þannig orð:
Ég byrjaði að róa 6. janúar
og janúar var góður, bezti mán-
uðurinn sem af er árinu, bæði
hvað veður og afla snerti. Eftir
það var tíðarfarið afarvont, en
afli mjög góður, þegar gaf á sjó,
sem var svo þess valdandi, að
sjór var sóttur af miklu kappi.
í þau fjórtán ár sem ég hef
stundað sjó hér, hefir aldrei ver-
ið eins erfið tíð og í vetur. í
fyrra fór ég áttatíu og þrjá
róðra, en áttatíu og sex núna.
Þá réri ég seinast 24. maí.
Aflinn í vetur er sá langmesti
sem ég hef nokurntíma fengið,
enda virtist fiskigengdin jöfn
alla vertíðina — þegar komist
varð á sjóinn. Linutap var mikið,
sem vonlegt var í svo slæmri tíð.
Að síðustu segir Guðmundur:
„Talstöðin er sjómannsins
bezta björgunartæki, miklu betri
en seglin. Það sem gera þarf til
endurbóta í því efni, er að sjá
Nýir vélbátar.
Nýlega er kominn hingað nýupp-
byggður vélbátur. Heitir hann „Hólms-
berg“ G.K. 395. Eigandi er hlutafélagið
Hólmsberg, framkvæmdarstjóri Stefán
Franklin. Skipið er ca. 65 smál. að
stærð með 120 ha. Tuxham-vél Gang-
hraði 8—9 mílur. Skipið hét áður Kol-
beinn ungi. Hefur það verið endur-
byggt í Dráttarbraut Akureyrar. Virð-
ingarverð skipsins til fiskiveiðasjóðs er
kr. 444.400,00. Vél og skip reyndist á-
gætlega í reynsluför og á leiðinni suð-
ur. Skipstjóri er Friðmundur Héró-
nýmusson.
í aprílmánuði hljóp af stokkunum 1
Skipasmíðastöð Júlusar Nýborg í
Hafnarfirði, nýr bátur, er hlaut nafn-
ið Guðmundur Þórðarson. G.K. 75.
Eigendur eru Finnbogi Guðmundsson,
Kristinn Árnason o. fl. Gerðum. Fram-
kvæmdastjóri er Finnbogi Guðmunds-
son, en skipstjóri Kristinn Árnason.
Skipið er 52 smál. að stærð með 120
ha. Lister-vél og að öllu hið vandað-
asta. Mun það stunda botnvörpuveiðar.
okkur fyrir rafhlöðum, sem hægt
er að hlaða í bátunum, svo tal-
stöðin sé alltaf í fullu lagi.“
Ég þakka Guðmundi góðar við-
tökur og kveð.
/. J.