Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1943, Blaðsíða 8

Faxi - 01.07.1943, Blaðsíða 8
8 F A X I Sigurður Bergmann MÍUIllll g Sigurður Bergmann fæddist hér í Keflavík 1. mai 1929, og andaðist 27. maí s. 1., þá aðeins rúmlega 14 ára. Hann var sonur Jóhanns Bergmanns og konu hans Sigríðar, en hún dó skömmu eftir að Sigurður fædd- ist. Afi og amma Sigurðar, Stefán Bergmann og Guðlaug, tóku hann þá að sér strax í fóstur og ólst hann síðan upp hjá þeim, sem væri hann þeirra eigin son- ur. Ég kynntist Sigurði lítið eitt síðastliðið ár, en samt nægjan- lega mikið til þess, að ég var búinn að mynda mér nokkuð á- kveðna skoðun um framtíð þessa mæta drengs. Æskan sýnir oft í litlu, hvernig búast megi við, að sá hinn sami muni taka á þeim málum, sem lífið færir honum í fang, þegar árum fjölg- ar. Fyrstu kynni mín af Sigurði Bergmann voru á vinnustað okkar og var ekki annað hægt, en að taka eftir því, hversu rétt- um tökum þessi drengur tók á hverju því verki sem að höndum bar og leysti það vel af hendi, enda kom það af sjálfu sér, að honum voru falin ýms verk á eindæmi og þurfti þá ekki að óttast um, að það verk yrði ekki vel gert — því hann vildi allt sem bezt gera. Af þessari viðkynningu minni, ásamt öðru, dró ég þá ályktun, að hér væri að vaxa upp maður, sem þjóðfélag okkar vantar — því okkur vantar menn, sem hægt er að treysta — menn sem leysa vandamálin eins vel og hægt er, menn sem segja ekki annað en það sem sannast er. Sigurður var nokkuð dulur og erfitt að komast að hans innstu hugskotum, en hann tók vel eftir og setti á sig allt, sem athyglis- vert var og vildi vita meira í dag en í gær — þáttur ímannssálinni sem ekki má vanta — því sá sem er hættur að þrá, og hættur að þyrsta í meiri fróðleik, er þegar fallinn í skóla lífsins. Lífið krefst þess af okkur, að við séum alltaf að leita, og við fáum svörin eftir því, hve við- leitni okkar er sterk. Söknuður okkar yfir að skilja við vini okkar, er misjafnlega mikill, og fer hann eftir því, hversu mikil persónuleg áhrif hann skilur eftir í huga okkar. Séu þau persónuáhrif sterk, eins og hér á sér stað, verkar aðskilnaðurinn sem djúpur söknuður og okkur virðist sem nokkurt tóm myndist í sál okkar. um, allt frá Eddukvæðum til hinna nýjustu ljóða. Fornsögun- um unni hún af heilum hug og hygg ég að hún hafi kunnað mikin hluta þeirra. Af öllum þessum auði miðlaði hún okkur, skýrði torskilin kvæði og ræddi söguefni. En gletni og gamansemi var ofið inn í við- ræðurnar hvenær sem færi gafst. Einhverjum kann nú að detta í hug, að þetta hafi verið ein- tómt barnagaman. En svo var ekki. Ég hygg, að allir þeir, er þokktu Guðrújiu til nokurrar hlítar og heyrðu hana í góðu næði hafa yfir ljóð eða laust mál, hafi allir verið sammála um, að gáfur hennar og frá- sagnarlist hafi verið með ágæt- um. Og vist er um það, að mér þótti því meir um Guðrúnu vert, sem ég þekkti hana betur og lengur. Ekki veit ég, hvenær Guðrúnu hefur unnist tími til að nema allt það, er hún kunni. Mestur hluti ævinnar hafði verið strit og stríð eins og gengur um íslenzkar al- þýðukonur. Allt frá æskudögum mun hún hafa notað hverja tómstund þótt fáar væru, til að viða að sér fróðleik, sögnum og kvæðum, bæði af bókum og vörum alþýðu. En næmi og minni héldust í hendur og var hvorttveggja trútt. Síðustu ár var Guðrún sárþjáð hvern dag. Kom þá bezt í ljós hin trausta skapagerð hennar, sálarstyrkur og trúartraust. Hún kvartaði aldrei, en bar all- ar þjáningar möglunarlaust, svo sem hún hafði áður borið allar sorgir, er lífið hafði að henni rétt. Á síðastliðnu sumri heimsótti ég Guðrúnu í síðasta sinn. Hún var enn hin sama glaða og góða konan, er veitt hafði mér vin- áttu sína á bernskudögum mín- um. Hún las enn góðar bækur, fylgdist með öllu og gladdist, er hún sá aðra glaða. Þessa daga áttum við tal um ferðina síðustu, sem öllum er bú- in. Með bros á vörum og gleði- glampa í augum ræddi hún um- sína eigin ferð. Ferðina heim. Og ljómi og töfrar voru síst minni yfir þeirri frásögn en áður fyrri. Þegar ég kvaddi hana eftir nokkra ógleymanlega daga, fann ég enn sem fyrri, að ennþá hafði ég sótt til hennar yndi og auð- legð. Þarna hafði ég séð sigur and- ans yfir deyjandi líkamanum og gat nú sagt eins og skáldið: „Því orðin varstu öll að sál við endadægur þitt“. Reykjavík í apríl 1943. Marta Valgerður Jónsdóttir.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.