Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1943, Blaðsíða 6

Faxi - 01.07.1943, Blaðsíða 6
Kristinn Pétnrsson: Um hreinlæti og heilsuvernd Til skamms tíma var Keflavík fámennt fiskiþorp, sem lét hverjum degi nægja sína þján- ing, hvað snerti hreinlæti og heilsuvernd íbúanna. En á síð- astliðnum árum tók atvinnulífið að blómgast, aðstreymi fólks jókst ört og þorpið færði ríflega út kvíarnar. Og nýir siðir komu með nýj- um herrum. Nú eru í senn gerðar kröfur til úrbóta á mörgum aðkallandi vandamálum. Meðal þeirra eru heilbrigðismálin. Hefir verið ráðgert að leggja holræsi í vel- flestar göturnar, veita drykkj- arvatni ofan úr heiði, koma upp gufubaðstofu, gera lysti- garð og íþróttasvæði og byggja fullkomið sjúkrahús, sem von- andi þarf engan að láta synjandi frá sér fara, hvort heldur er á helgum eða rúmhelgum degi. Miða þessar ráðagerðir allar að bættu hreinlæti innan byggð- arlagsins og um leið að aukinni heilsuvernd íbúanna. En þó að andi þess, sem fram- kvæma á, svífi yfir vötnunum, þá ber að vara við þeim óþrifn- aði, sem ennþá leitast við að „setja svip“ á byggðarlagið. Bjart yfirbragð þess byggist mikið á því, að sérhver húseig- andi gera hreint fyrir sínum dyrum. Ef annar hver maður skerst úr leik, þá er byggðarlagið áþekkt andliti, sem er rakað og þvegið öðrum megin, en vanhirt hinum megin. En slík ásýnd myndi sérhverju gestauga lengi minnisstæð. Rotþróin, er enn fylgifiskur margra húsa. Úr henni ausa menn og bera 1 kálgarðinn eða á túnblettinn við húsið. Og þegar vökvi hennar leitar inn í kjallara hússins, eins og oft vill verða 1 vætutíð, þá hertýgjast menn fullháum vaðstígvélum og skvetta í allar áttir. Stundum án árangurs eins og hjá stráknum, sem sagði: „Það þýðir ekkert að ausa, pabbi, það kemur alltaf aftur“. Afleiðing slíkra athafna er oft á tiðum skólptjörn á víðavangi, og börn koma til þess að vaða í tjörninni. Eitt þeirra dettur má- ske ofan í. Síðan seytlar skólp- ið ofan í jarðveginn og vatnsból er í nád. Lyktina, kaupmaður, af slíkum tjarnstæðum talar maður nú ekki um. Hún má sín þó lítils, einkum þegar kemur fram á vorið, fyrir annari, ram- ari og safaríkari lykt af fiskúr- gangi og for, sem ekið er á hvern skækil án tillits til þéttbýlis og fólks með óþrjáluð skilningar- vit. Um meðferð og sölu mjólkur var nýlega ritað, að vísu undir dulnefni, en samt réttilega bent á, að henni er víða ábótavant, hvað hreinlæti snertir. Enn- fremur var minnzt á sorphauga í næsta nágrenni og brunn, sem þannig er settur, að forareðja úr nærliggjandi forarpolli á greiðan aðgang að honum. Svo las maður, eins og til bragðbætis, að brunnarnir hafi ekki verið hreinsaðir „um nokkurra ára bil“! Hvergi, nema þá hér, mun þykja æskilegt, að neyzluvatn til handa almenningi sé tekið þar, sem ætla má að verið geti gróðrarstía hvers konar sýkla. Þess vegna leggja menn sérstök rör fyrir skólp — og önnur fyrir drykkjarvatn. Þá hefir og verið skorað á hér- aðslækninn, — í aprílblaði Reykjaness —, að láta fara fram berklaskoðun hér í samráði við berklayfirlækni, vegna þess hve ískyggilega margir Keflvíkingar hafa meðtekið þá veiki að und- anförnu. Ekki er mér kunnugt um framkvæmdir þeirrar rétt- mætu og tímabæru áskorunar. En öll erum við óskoðuð, þegar þetta er ritað síðla í maí; Vera má þó, að undirbúningur skoð- unarinnar taki nokkurn tíma, en fólk treystir því, að bráðlega verði hafizt handa og einskis látið ófreistað til þess að útrýma slíkum vágesti sem berklasýk- illinn er orðinn æsku þessa byggðarlags. — Svo lengi má brýna deigt járn að bíti, sagði maður nokkur einu sinni. Það var éður er nú- verandi heilbrigðisnefnd Kefla- víkurhrepps tók til starfa. Nefndin sú býtur sem sé illa eða ekki á rótgróna vanhirðu sumra húseigendanna. En þrátt fyrir bitleysið, ætti henni að takast að láta rann- saka mjólk, láta hreinsa brunna, láta byggja almenningsvanhús og láta aka sorphaugum í sjó fram. í upphafi gat ég þess, að nú væru gerðar kröfur til úrbóta á mörgum aðkallandi vandamál- um, og ég hefi leitazt við að sýna fram á, að heilbrigðismálin standi framarlega í flokki þeirra. Þeir, sem úr eiga að bæta, virðast kasta mæðinni um þess- ar mundir, en það er vonandi undanfari mikilla tíðinda um aukið hreinlæti og heilsu- vernd, því að ríkjandi ástand á þeim sviðum er hvorki samboðið virðingu byggðarlagsins né við- urkenndu öryggi íbúanna gegn sjúkdómum. Skrítla. Magnús Sigurbergsson bakari i Keflavík og Hjörtur Helgason bílstjóri og bóndi í Sandgerði, pexuðu um verð- lækkun, sem varð á mjólk og ríkisstyrk til bænda í því sambandi. Hjörtur: „Við bændurnir neitum al- gerlega að láta pennadropa af mjólk, nema að við fáum verðuppbótina, og við heimtum hana frá síðustu mánað- armótum. Magnús: „Ég veit bara, að húsbóndi minn segir ykkur að fara til anlskot- ans með alla ykkar mjólk." Hjörtur: „Þið verðið þá að leggja til biiinn."

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.