Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1943, Blaðsíða 9

Faxi - 01.07.1943, Blaðsíða 9
F A X I 9 Gamall Keflvíkingiir áttræður Um síðustu aldamót voru sam- tök og samvinna svo að segja óþekkt hugtök hér á Suðurnesj- um. Veldi hinna útlendu selstöðu kaupmannanna stóð þá enn í blóma. Flestir voru þeim háðir og andlega fjötraðir. Keflavík var þá miðstöð hins útlenda valds og bar sérstaklega merki þess. Um þetta leyti kemur hingað ungur maður og tekur forustuna í framfaramálum Keflavíkur, ekki með beinni árás á hið út- lenda vald, heldur með því að vekja og glæða félagsþroska byggðarmanna og opna augu þeirra fyrir því, að þeir áttu sjálfir mátt, ef þeir ynnu saman og þyrftu ekki að vera háðir hin- um útlendu kaupmönnum. Þessi ungi maður var Árni Geir Þór- oddsson. Hann fluttist hingað 1894 austan úr Austur-Landeyj- Skilnaðurinn verkar því lam- andi.. En það er skylda okkar að yfirvinna okkar eiginn sökn- uð — og það er skylda okkar að hjálpa vini okkar í hinum nýju aðstæðum hans, með því að senda honum léttar og glaðar hugsanir. Og okkur á að vera það létt, því við erum þess viss, að hann átti þann persónustyrk- leika, að þroskinn er þegar hans. Ferming stóð fyrir dyrum — en áður en komið var að henni, þurfti Sigurður að hafa vista- skifti. Við sjáum svo skammt — vitum lítið — og skiljum ekki, hvers vegna hann þurfti að fara svona skjótt, — en við vitum eitt, — að fagnandi móðir hefur nú tekið á móti elskuðum syni sínum og við skulum gleðjast með. Við eigum eftir góðar minn- ingar um dreng, sem tókst strax að lifa sem fyrirmynd og hann heldur áfr'am á þeirri braut. Við heiðrum minningu hans bezt með því að notfæra okkur þá fyrirmynd, sem hann gaf okkur. Huxley Ólafsson. um. Þar fæddist hann, að Úlfs- stöðum, 18. maí fyrir 80 árum. Rétt eftir aldamótin berst hing- að Bárufélagshreyfingin, sem var tvíþætt samtök sjómanna til þess að bæta kjör sín, í senn kaupfélag og verkalýðsfélag. Árni var einn af fremstu stofn- endum þessa félags og fyrsti for- maður þess, og vann þar ötul- lega að framfaramálum byggð- arlagsins. Auk þess sem Bárufélagið sjálft vann að hagsmunamálum byggðarmanna í verzlunarmál- um vakti það hjá félögum skiln- ing fyrir samtökum á öðrum sviðum. Má þar t. d. nefna Bræðslufélag Keflavíkur. Var Árni fyrsti hvatamaður að stofn- un þess félags og aðal fram- kvæmdamaður. Árni var formaður, fyrst á opnum róðrarbátum, seinna á vélbátum. Hann var framsæk- inn og fylgdist vel með öllum nýjungum á sviði sjávarútvegs- ins og tileinkaði sér þær. Hann átti á sínum tíma stærsta vél- bátinn hér í Keflavík. Hét hann „Svanur“. Viðbrugðið var reglusemi Árna og snyrtimennsku. Hann er sér- stakt ljúfmenni og framkoma hans prúðmannleg. En þraut- seigur var hann og fylginu sér og lét ekki hlut sinn, er hann vissi hann réttan. Þessir eiginleikar Árna sköp- uðu honum fylgi félaga sinna og var honum sterkt vopn í baráttu sinni. Eftirfarandi atvik lýsir vel þessum eiginleikum Árna. Sumarið 1915 veiddist mikil síld á Keflavík. Verzlunarstjóri Duus hafði þá fyrirskipað, að enga síld skyldi kaupa af Kefl- víkingum, heldur ætlaði hann að láta skip sín veiða fyrir íshús sitt. Keflvíkingar tóku sig þá til undir forustu Árna og hófu undirbúning að íshúsbyggingu í Njarðvikurlandi. Þegar verzlun- arstjórinn frétti það lét hann loka bryggjunni og er hún var opnuð aftur af sýslumanni, lét hann rífa hana á löngu svæði, og neitaði sjómönnum um alla úttekt næstu vertíð, sem þeir þó höfðu áður pantað og fengið loforð fyrir. Þegar svo var komið málum létu margir hug- fallast og vildu hætta við íshús- bygginguna, og höfðu jafnvel sumir lofað verzlunarstjóra að vinna að því, að hætt yrði við bygginguna, gegn því að fá út- tekt næstu vertíð. Þá gekk Árni á fund verzlunarstjórans og tjáJði honum, að hverjum ó- drengskaparbrögðum, sem hann beitti, mundi það aldrei ske, að hætt yrði við íshúsbygginguna. Taldi hann nú kjark í félaga sína og húsið var reist. Næsta vertíð var erfið fyrir sjómenn- ina. Auk erfiðleikanna með beitu og salt, var þeim bönnuð bryggjan, en sigurinn var unn- inn, lokasigurinn yfir hinu út- lenda valdi. Árni Geir býr nú á Laufásvegi 41 í Reykjavík. Hann er giftur Margréti Þorfinnsdóttur, sem hefur stutt mann sinn í starfi hans. Þau hafa alið upp þrjú fósturbörn. Rósant Sigurðsson, sem dó ungur, son Rósants, Theódór nú í siglingum og Kristbjörgu, er dvelur á heimili fósturforeldra. Suðurnesjamenn allir, sem þekkja Árna og skilja þátt hans í framförum Keflavíkur, senda honum, á þessum merku tíma- mótum æfi hans, hlýjar kveðjur og þökk fyrir unnin störf. Æ. q

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.