Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1943, Blaðsíða 11

Faxi - 01.07.1943, Blaðsíða 11
F A X I 11 Cngar maðiir af Snðnresjnm getur sér frama erlendis Ágúst Sveinbjörnsson heitir ungur maður, hann er sonur Sveinbjarnar Árnasonar kenn- ara frá Kothúsum í Garði. Ágúst er um tvítugt og stund- ar nú nám við efnafræðideild háskólans i Wisconsin og er nú meðal beztu nemenda háskólans. Samkvæmt bréfi, er yfirmaður deildarinnar hefur sent hingað. Hér fer á eftir kafli úr bréf- inu: „Einn af hinum ágætu borg- urum yðar, Ágúst Sveinbjörns- son, er nemandi minn í efna- fræði. Hann er einn af beztu námsmönnum okkar og hefur- hlotið miðsvetrareinkunnina A, sem er sú hæsta, sem gefin er. Ef allir hinir ungu menn ykkar eru eins og herra Sveinbjörns- son, er ég viss um, að framtíð íslands er í mjög góðum hönd- um. Hann er vel gefinn, sam- vizkusamur, þolinmóður, stál- heiðarlegur og ábyggilegur, kurteis, umhyggjusamur og ó- sérhlífinn. Hann er ákafur í að læra, hann er ákafur í að gera allt vel. Hann er einn hinna beztu manna, sem ég hef kynnst. Við erum.mjög ánægðir yfir því að hafa hann á meðal vor.“ Norræna deildin við Wisconsin háskólann hefur nú námskeið í nútíma íslenzku og er Ágúst þar aðstoðarkennari, um leið og hann stundar nám sitt. Öllum sönnum íslendingum eru slikar fregnir um orðstýr landa sinna, sérstakt gleðiefni og það er víst, eins og prófessor- inn kemst að orði: Ef allir hinir ungu íslendingar væru eins og herra Sveinbjörnsson, þá væri framtið íslands í góðum hönd- um. Og ættu slíkar fregnir að verða ungum mönnum hvatning til dáða, hvers á sínu sviði. Minna þá á að e. t. v. hefur aldrei meira en nú, riðið á því, að allir geri skyldu sina í bar- áttunni fyrir stjálfstæði íslands. R. G. Með leigusamningnum unnu leigutakar þrennt: í fyrsta lagi tryggðu þeir sér ágætt skiprúm, í öðru lagi gróðann af útgerð- inni, þennan stutta tíma, sem þó er álitlegur og í þriðja lagi það, sem þó er mest um vert, að báturinn hætti ekki veiðum, en með því björguðu þeir heill „byggðarlagsins" að þessu sinni. Verkalýðsfélag Grindavíkur er ungt félag, stofnað 1937, og mjög veikt, en hefur þó hjarað til þessa. Það hefur alla tíð átt í vök að verjast og látið undan síga í samningunum um hluta- skiptin, enda æfinlega kappkost- að að koma til móts við rök- studdar og sanngjarnar kröfur og þarfir útgerðarinnar. þótt seint munu allir á einu máli um réttmæti þeirra tilslakana, sem félagið hefur gert. Bræður tveir, Gunnar og Ósk- ar Gislasynir frá Vík, búa sig nú undir að stunda veiðar með dragnót. Er það í fyrsta sinni, sem slíkur veiðiskapur er stund- aður frá Grindavík, með það fyrir augum, að hafa af því sumaratvinnu eingöngu, enda varla hægt fyrr en nú, að hrað- frystihús er starfandi í hreppn- um, til að vinna úr aflanum. Báðir eru þeir formenn og dug- andi sjómenn, Gunnar á Sæborg I og Óskar á Hrönn. 25/5 — 1943. Dómarinn: „Þér eruð dæmdur 1 fimm ára hegningarhúsvinnu. Hvað haldið þér að þér vilduð helzt gera?“ Fanginn: „Ef dómarinn hefði ekki neitt á móti því, þá vildi ég helzt vera til sjós“. I Leðurbelti ♦ ♦ Ðömur! Veski og hanzkar fyrir dömur og herra, nýkomið Nýkomið satínundirföt verð kr. 19,50. Ennfremur silkisokkar verð frá kr. 12,15. ELLA ÓLAFS Bezta snyrtivöru- úrval bœjarins er hjd Ellll Olftfs * ' ■ - ' -■ ... ■ ' )

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.