Faxi - 01.12.1962, Page 3
Des.-blað
10
&
&
&
Ps
&
fjp
&
&
fW
&
&
&
Ps
&
&
XXII. AR 1962
PS
Hann birtist sem barn
Jólahugleiðing eftir séra Björn Jónsson
,,Þér tnunuð finna ungbarn, reifað og liggjandi í jötu.“
Liik. 2, 12.
Heilög jól ganga senn í garð. Enn sem fyrr snerta þau hina
viðkvæmu strengi barnslundarinnar í mannlegu hjarta. Og það
er eðlilegt, af því að þau leiða okkur að jötu, þar sem lítið barn
hvílir. Mörgum veitist örðugt að tileinka sér hið dýpsta og
innilegasta í jólagleðinni. — Aður fyrr var þessu á allt annan
veg farið. Þá var hjartanleg jólagleði eðlileg og sjálfsögð. En
þá átti sál okkar ennþá heima í paradís æskunnar, þótt hið ytra
umhverfi þeirrar paradísar væri e. t. v. aðeins lágreist baðstofa,
fátæklegir húsmunir og fábreyttir lifnaðarhættir. Þá voru jólin
okkur gleðileg jól, — og við sáum ævintýradýrð alls kyns un-
aðar í myrkri skainmdegisins, þegar jólaljósin voru tendruð. Þá
þurfti aðeins örsmáa, ódýra gjöf til að gleðja. Eitt kerti, sem
brann á lágum snúð var nóg. Boðskapur jólaguðspjallsins
og jólasálmanna var barnshuganum fagur og heilagur sann-
leikur, sem efasemdalaust var tekið á móti. En nú er eins og
allt sé orðið breytt. Jólagleðin á ekki eins greiðan aðgang að
hjörtum okkar eins og fyrr. — Við höfuni vissulega lært margt,
eignazt margt, síðan við vorum börn. En við höfum vísast
glatað ýmsu, sem betra hefði verið að hafa en missa.
Hin djúpa og hreina jólagleði er forréttindi þeirra, sem eru
börn — eða geta orðið börn í anda. Þau eru athyglisverð, orð
jólabarnsins, sem hann eitt sinn sagði, er hann sjálfur var full-
tíða maður: „Nema þér snúið við og verðið eins og börnin,
komist þér alls ekki inn í himnaríki." — Því að himnaríki er
andlegt ástand, — það er sæla og gleði, sem unnt er að eiga
hér á jörð.
Hvað á Jesús við með þessu, að verða „eins og börnin?“
Það er vafalaust erfitt að svara því svo tæmandi sé. — En
mér finnst, að með þeim vilji hann m. a. — og fyrst og fremst
— segja þetta: „Þið gerið ykkur alltof stór, þið mannanna börn.
Til þess að komast inn í himnaríki, verðið þið að minnka."
Við gerum okkur of stór. Við mundum vera miklu gæfu-
stmari og glaðari, bæði unt jólin og endranær, ef við gerðum
okkur ekki svona stór. Þetta hefir slæm áhrif á mannlegt líf.
Við rekumst hvert á annað, — stjökum hvert við öðru, —
reynum að ryðja hvert öðru frá. Og við þykjumst líka svo
vaxin úr grasi, að við lítum niður á þá, sem við eigum sam-
leið með og hreykjum okkur yfir þá.
Með þessu völdum við samferðamönnunum margþættu böli,
en mestu þó sjálfum okkur, af því að þau olnbogaskot, sem
við gefum öðrum og þau öfundaraugu, er við sendum þeim,
mæta okkur aftur fyrr eða síðar á lífsleiðinni með margföldum
vöxtum.
En þetta, hve stór við erum að eigin vitund, veldur því,
sem verra er. Við hreykjum okkur yfir sjálfan hinn heilaga
Guð, — já, — gerum okkur jafnvel að dómurum vfir honum.
Við kvörtum og kveinum yfir stjórn hans á heiminum og and-
streymi lífskjaranna. Við rísum gegn vilja hans, ef okkur fellur
hann eigi, — og förum eftir eigin gimd og geðþótta. Það er
næsta hlálegt að hugsa sér manninn, sem fyrir Guði er svo
óendanlega smár, hreykja sér hátt og bjóða honum sem er
allt í öllu, byrginn. Það er svipað og ef þú ætlaðir að hylja
sjálfa sólina með því einu að senda nokkrum sandkornum í
sólarátt.
Samræmið og fegurðin, sem jólin prýða mannlífið með ör-
skamma stund á ári hverju, eiga sér sjaldan langan aldur. Lífið
yrði fagurt, ef ávallt væru jól mildinnar, friðarins og gleðinnar
í mannlegum hjörtum. En því miður fara mennirnir aftur að
ýfast og hreykja sér, — gerast stórir gagnvart Guði og mönn-
um. Og ríki himnanna, — friðarríki Krists, færist þá aftur
„á fölva stjörnu að allra skýja baki,“ eins og eitt þjóðskáld-
anna kemst að orði. Sá friður, sem vitnar um velþóknun Guðs
er okkur svo fjarri vegna þess að við gerum okkur of stór.
Jólin flytja okkur þann boðskap skýrt og einarðlega, að við
þurfum að verða eins og börnin, til þess að komast inn í himna-
ríki. Og hví skyldum við þá ekki snúa við og verða eins og
börnin, fyrst fylling guðdómsins birtist í barni, sem fæddist
í fjárhúskofar Eru eigi jólin heilög áminning til hvers og eins:
„Æ, snúið af hrokaleið háu
og hallizt að jötunni lágu.
Þá veginn þér ratið hinn rétta
því rósir í dölunum spretta"?
/
Allt okkar mikillæti, — alla okkar ímynduðu stærð og alla
dýrkun heimsins hégóma lét Guð að engu verða, er hann
birti sjálfan sig í barninu fátæka. Og hið sama gerði hann
rúmum þrjátíu árum síðar, er hann birti sig á krossinum á
Golgata. Því að milli jötunnar er fórnar- og þjáningabrautin
bein og óslitin.
En — urn leið og Guð við jötuna fellir sinn úrslitadóm yfir
öllu mannlegu stærilæti — í hvaða mynd sem það birtist, þá
talar hann til okkar með hlíðri föðurraust: „Barnið mitt, gef
mér hjarta þitt. Gjör þig eigi lengur stóran, því að ég hefi
gjört mig lítinn þín vegna. I barnsmynd kom ég i þennan
heim. Nú skalt þú aftur verða barn með bljúgri lund og koma
inn í ríki himnanna. Og með frið himnaríkis í hjarta skaltu
heyja ævinnar stríð og vinna sælan sigur.“
„Barnslundin ein og barnsins hjartalag
beini þér veg um höfin nótt og dag.“
Guð gefi þér — í Jesú nafni: Gleðileg jál.
m