Faxi - 01.12.1962, Page 9
En fyrst að hann vill láta það þannig
vera, hvað hefur þá einn vesæll maður
við því að segja. Og vissulega breytir hann
oft böli í blessun. Þau eru sönn þessi orð:
„Maðurinn upphugsar sinn veg,' en Drott-
inn stýrir gangi hans.“
— Hjúskapur og heimilislíf?
— Já, ég gifti mig 16. des. 1933. Konan
mín heitir Guðlaug Bergþórsdóttir frá
Suðurgarði í Vestmannaeyjum. Við eig-
um 5 börn á lífi, 3 dætur og 2 syni, öll
uppkomin. Tvo drengi misstum við á
fyrsta ári. Við námum land hér í Njarð-
víkum og nefndum húsið okkar Hvol.
Konan hefir staðið mér dyggilega við hlið.
Og víst er góður lífsförunautur dásamleg
Guðs gjöf.
— Störf?
—Síðari árin hefur búskapurinn verið
mitt aðalstarf.
— Hvað er langt síðan þú tókst við
formannsstörfum í sóknarnefndinni hér?
— Það var haustið 1960, sem ég var kos-
inn formaður og safnaðarfulltrúi Njarð-
víkursafnaðar. En í honum eru aðeins
íbúar hér í Innri-Njarðvík.
— Þar hefur réttur maður lent á rétt-
um stað.
— Ekki vil ég nú segja það. Vafalaust
eru margir mér færari. En mér þykir
vænt um kirkjuna okkar og vil gjarnan
leggja henni lið.
— Það hefur þú líka sannarlega sýnt í
verkinu.
— Ojæja, — það er nú minnst mér að
þakka af því, sem áunnizt hefur. Að baki
framkvæmdanna stendur hlýhugur og
hjálpfýsi margra samtaka manna.
— Hverjar eru helztu framkvæmdirnar
þessi tvö síðustu ár?
— Haustið 1960 var sett stétt úr steypt-
um hellum í kringum kirkjuna. Og þá
var einnig þessi stétt, sem við stöndum
á, lögð frá kirkjudyrum út að sáluhliði.
Um sama leyti var kirkjan yfirfarin að
utan, steypt og málað milli hleðslusteina.
Haustið 1961 var kirkjan svo öll máluð
að innan, sönglofti breytt og ýmislegt
fleira lagfært. Þá voru einnig kirkjubekkir
lagfærðir, settur á þá svampur með skinn-
áklæði. Að lokum var svo kirkjuhvelf-
ingin einangruð.
Síðastliðið sumar var kirkjuþakið malað,
svo og kirkjugluggar að utan.
í sumar var einnig kirkjugarðurinn
málaður af Áka Gránz, og fyrsta verk,
sem unnið var á hinu nýja verkstæði Frið-
riks Valdimarssonar, var unnið fyrir kirkj-
una. Tók hvorugur neitt fyrir þá vinnu.
Altaristaflan í Njarð-
víkurkirkju. — Myndin
er tekn árið 1959.
Hreppsnefndin hefir einnig stutt mjög
að þessum málum.
— Allt er þetta vel þegið á svo skömm-
um tíma. Og miklar þakkir eiga þeir
skilið, sem hér hafa lagt hönd á plóginn.
— Já, ég vil biðja þig að koma á fram-
færi mínum innilegustu þökkum til allra
velunnara kirkjunnar okkar, bæði nær og
fjær. Og þeir eru margir, sem hafa sýnt
hug sinn í verkinu bæði fyrr og síðar.
Það er nú t. d. skemmst að minnast ljósa-
krónunnar, hátíðaskrúðans og altarisklæð-
isins, sem Jórunn Jónsdóttir í Njarðvík
gaf, og hökulsins, sem safnaðarkonur gáfu,
svo að fátt eitt sé nefnt.
— Já, ég man ekki betur en að kirkj-
unni hafi borizt gjafir á hverjum einustu
jólum í þau 10 ár, sem ég hef þjónað hér.
Og víst ber það söfnuðinum og velunn-
urum hans fagurt vitni. En gætir þú ekki
gefið lesendum Faxa einhverjar upplýs-
ingar um sögu Innri-Njarðvíkurkirkju ?
— Það vill nú einmitt svo vel til að ég
hef alveg nýlega aflað mér þeirra eftir
öruggum heimildum.
Ekki verður með neinni vissu vitað,
hvenær kirkja var fyrst reist í Njarðvík.
Hennar getur ekki í kirknaskrá Páls bisk-
ups Jónssonar um 1200. En þar er aðeins
getið þeirra kirkna, er prest þurfti til að
fá. Má því vel vera að kirkja hafi þá verið
í Njarðvík, en henni þjónað af nágranna-
presti.
Fyrsti máldagi kirkjunnar er frá 1269.
Var kirkjan þá helguð Maríu, Pétri og
Páli, Lárentíusi og Olafi. Átti hún sem
svaraði 20 hundruðum í heimalandi fimm
kúgildi í búfé, kúgildis hross og skip, er
metið var til hundraðs og ennfremur nokk-
urt annað fé og kirkjugripi sæmilega. Þar
skyldi þá vera prestur og syngja allar
heimilistíðir. En ekki er að sjá að þar
hafi nein sókn til legið. Samkvæmt reka-
skrá á Rosmhvalanesi frá þessum tíma á
Kirkju-Njarðvík ásamt Byjaskerjum
níunda hlut í hval þar.
I Hítardalsbók um 1367 segir, að Maríu
og Þorlákskirkja í Njarðvík eigi eina kú
og er af því að ráða, að eignum hennar
hafi þó mjög hrakað frá 1269, og fráleitt
hefur þar þá verið prestur. í máldaga
Vilchins biskups um 1367, er ekki getið
um eignir kirkju hvorki í landi né búfé.
Aðeins taldir upp kirkjumunir. Er af mál-
daganum að ráða, að þá sé þar kirkja ný
endurbyggð.
Njarðvík er fengin konungi sem sektar-
fé vegna Jóns bónda Einarssonar með bréfi
21. júlí 1515. Jörðin virðist síðan vera í
eign konungs og er seld ásamt hjáleigun-
F A X I — 169