Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1962, Blaðsíða 10

Faxi - 01.12.1962, Blaðsíða 10
um Hákoti, Stapakoti, Tjarnarkoti, Móa- koti og Hólmfastskoti og 6 kúgildum 17. febrúar 1790 fyrir 752 ríkisdali. I fógetareikningum á 16. öldinni er margoft getið um Kirkju-Njarðvík og þar talin tvö kirkjukúgildi. Þó verður það ekki talin sönnun þess að þar hafi verið kirkja á þessu tímabili. Er hitt talið senni- legra, að kirkjan hafi legið niðri að mestu á þessu tímabili. Er og vitað að konungar reyndu að leggja af kirkjur á jörðum sín- um, þar sem þaer voru honum til þyngsla vegna viðhalds. Arið 1670 fær Jón Halldórsson leyfi Jóhans Klein til þeses að byggja upp Njarðvíkurkirkju og vígði hana séra Rafn Olafsson í Grindavík 13. nóv. það ár. Lagði biskup til kirkjusóknar bæina Ytri- Njarðvík og Narfakot. Kirkjunni mun hafa verið þjónað frá Hvalsnesi, unz hún með konungsbréfi 26. apríl 1815 er lögð til Kálfatjarnarprestakalls. Með presta- kallaskipunarlögunum 1907, er hún lögð til Utskála. En það mun ekki hafa komið til framkvæmda, því kirkjan lagðist niður 1916, eða þrem árum áður en Kálfatjarnar- kall hvarf úr sögu. Sú kirkja, sem nú stendur, var vígð 18. júlí 1885 af sr. Þór- arni Böðvarssyni prófasti í Görðum. Njarðvíkursókn er tekin upp að nýju með stjórnarbr. 7. febrúar 1944 og kirkja þar endurreist og vígð 24. sept 1944 af biskupnum yfir Íslandi, Sigurgeir Sigurðs- syni og er þá þjónað frá Utskálum. Með lögum 1952 er Keflavík gerð að sérstöku prestakalli og Innri-Njarðvíkurkirkja varð þá útkirkja þaðan og hefur svo haldizt. —• Hafðu hlýja þökk fyrir þessar fróð- legu og greinargóðu upplýsingar. — En nú langar mig til, — um leið og ég árna þér allrar blessunar, er þú stendur á sjón- arhóli hálfrar aldar — og þakka þér af alhug störf þín og órofa tryggð í kirkj- unnar garð, — að spyrja þig lítillar for- vitnisspurningar. — Hvað var það, sem þið Geir voruð að tala um áðan, þegar þið komuð ofan af söngloftinu. Þið voruð bersýnilega báðir jafn brennandi áhuga- samir? — Við vorum auðvitað að tala um nýja orgelið, þ. e. a. s. orgelið, sem í ráði er að kaupa. Það er pípuorgel, sem við höf- um augastað á. Og er þegar hafin fjár- söfnun í því skyni. — Þið eruð bjartsýnir í meira lagi, þykir mér. Verður slíkt Grettistak ekki ofraun fyrir þennan fámenna söfnuð hér? — Já, við erum bjartsýn — og ekki að ástæðulausu. Söfnunin hefir þegar fengið mjög góðar undirtektir. Og við treystum drengilegum stuðningi margra, þegar til þeirra verður leitað. En fyrst og síðast treystum við því, að Guð gefi góðu mál- efni sigur. — Mæl þú allra manna heilastur. — Mætti íslenzka kirkjan eignast sem flesta þína líka. ---------------- Það skyggir óðum. Þarna stendur kirkjan sveipuð rökkurhjúpi. Þarna mun hún óbifuð standa um aldir, sem talandi tákn fámenns safnaðar, er sýndi það í verkinu, að hann unni kirkjunni sinni — og þorði að treysta Guði. Við Guðmundur göngum þögulir út stéttina, hlið við hlið. Ef til vill falla hugs- anir okkar í sama farveg á þessari stundu, — farveg, sem gæti fundið sér útrás í þessum fornu orðum íslenzks kirkju- manns: „Kirkjan mín, — Drottinn minn!“ Bj. J. Keflvíkingar! Singer saumavélar Singer prjónavélar Kitchen Aid hrærivélar Ideal Mixer hrærivélar Westinghouse kæliskápar Gram kæliskápar Holland Electra ryksugur Brauðristar . Vöfflujárn Straujárn. ★ Baðvogir . Búrvogir Thermos-hitakönnur Matarstell . Kaffistell Stakir bollar . Stakir diskar Hnífapör í gjafakössum Gjafavörur ★ LEIKFÖNG: Dúkkur Bangsar Margskonar dýr Dúkkustell Dúkkuhúsgögn Eldavélar Þvottavélar Kubbakassar, margar gerðir. Upptrektir bílar Sjálftrekktir bílar Plastbílar Trébílar Dúkkuvagnar úr tré o. m. fl. Komið — Sjáið Kaupið Kaupfélag Suðurnesja Búsáhaldadeild +■——------------——+ 170 — F A XI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.