Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1962, Qupperneq 13

Faxi - 01.12.1962, Qupperneq 13
Hún lagði lönd undir fót Um þessar mundir ferðast íslendingar víða um lönd og vinna sér margir frægð og frama meðal erlendra þjóða. Gildir það jafnt um konur og karla. Fer þar oft saman rúmur fjárhagur, góðar samgöngur um heimsbyggð- ina og ákjósanleg fyrirgreiðsla á öllum svið- um. Allt var þetta með öðru sniði um og eftir síðustu aldamót. Fjárráð almennings þá voru mjög takmörkuð og menntunarskilyrði af skornum skammti. Það þurfti því mikinn kjark og áræði á þeim tímum til að brjóta sér braut til menntunar og mannvirðinga, enda ekki á færi annarra en þeirra, sem gæddir voru frábærum hæfileikum og óslökkvandi menntaþrá. Ein þeirra, sem hvor- tveggja hafði til brimns að bera í ríkum mæli, var Suðurnesjastúlkan, Ásta Kristín Árna- dóttir frá Narfakoti í Njarðvíkum. Hún bauð fátæktinni og umkomuleysinu byrginn og sótti sér fágæta menntun og mikla frægð út í hinn stóra heim. Um hana var meðfylgjandi grein rituð í „Óðni“ í aprílmánuði 1909. Þar sem vænta má, að margan Suðurnesja- mann fýsi að heyra eitthvað um þessa mikil- hæfu og sérstæðu konu, þykir hlýða að birta greinina hér í blaðinu. Ritstj. Asta Kristín Arnadóttir er fædd 3. júlí 1883 í Narfakoti í Njarðvíkum. Foreldrar hennar voru Arni Gíslason, barnakennari og bóndi í Narfakoti, dáinn 1900, og kona Ásta í málarabúningi. hans, Sigríður Magnúsdóttir. Hún er næst elzt af 10 börnum þeirra, sem enn lifa. I marz 1904 byrjaði hún að mála hjá Jóni Reykdal málara í Reykjavík. Fram til þess tíma vann hún algeng kvenmannsverk, var vinnukona og þjónandi í húsum á Seyðisfirði, Akureyri og í Reykjavík. Hjá Jóni Reykdal var hún tæpt ár, fór þá til N. S. Berthelsens málara og var hjá hon- um í nærri 3 ár. Hún vann þann tíma fyrir allgóðu kaupi og hafði með því ofan af fyrir móður sinni og óþroskuðum syst- kinum. Hún hafði fljótt sterka löngun til að sigla, til þess að geta fullkomnað sig í iðn sinni, en ástæður til þess voru ekki góðar, þar sem hún gat ekkert dregið saman af kaupi sínu. Haustið 1906 bauðst henni ókeypis far til Kaupmannahafnar, fyrir að annast um veikt harn á leiðinni. Tók hún strax því boði og sigldi skömmu síðar. Atti hún þá alls ekkert víst, þegar þar kæmi, var nær alveg peningalaus og hafði ekki lært dönsku, nema af meistara sínum, Bertel- sen, og þó alltaf talað íslenzku við hann. Hún komst í Kaupmannahöfn strax á ódýran verustað, Værnehjemmet Bethania, og forstöðukona þess kom henni á teikni- og málaraskóla. Hún gekk á hann um veturinn og gerði prófsmíð um vorið, og hlaut bronsemedalíu fyrir hana, eina af 15, sem veittar voru, en 64 gerðu próf- smíðar samtímis. Kennarar hennar létu það opinskátt, að hún væri fyrsti fullnuma kvenmálarinn í Danmörku. Þá fékk hún leyfi til að ganga á teikni- skóla, sem enginn kvenmaður hafði gengið á. Ymsir urðu til að hjálpa henni þar, sér- staklega Olafur Olafsson kaupmaður, og kennarar hennar. Seinna um vorið mál- aði hún þar nokkra tíma, þar á meðal farþegarúmin á skipi Þ. Tuliniusar „Helga kongi“, og veitti Tulinius henni ókeypis far heim á honum. Hún vann hér heima um sumarið og gat með vinnu sinni borgað það ,sem hún hafði orðið að skulda um veturinn. I fyrra haust sigldi hún aftur til þess að ganga á hinn fyrrnefnda skóla. Henni var veitt nokkuð af iðnaðarmanna- styrknum og gat hún með sparsemi kom- ist af með hann um veturinn. Vorið 1908 var lítið um vinnu í Höfn, sakir peninga- Ásta í íslenzkum búningi eklunnar. Hún varð þvi að fara þaðan. Þeir, sem hún ráðfærði sig við, réðu henni frá að fara annað en heim, töldu þar öll vandkvæði á. En Ásta vildi afla sér meiri þekkingar á iðn sinni og kynnast henni víðar, og lagði þá enn á stað með tvær hendur tómar og mállaus til Hamborgar. Þar komst hún fljótt að vinnu með sama kaupi og fullnuma karlmenn. I haust sem leið komst hún á einhverja beztu vinnu- stofuna í Hamborg. Þessar upplýsingar, sem hér hafa farið á undan, hefir „Oðinn" fengið hjá kunn- ugum manni. En annars sýna útlend blöð, bæði dönsk og þýzk, bezt, hverja eftir- tekt dugnaður Astu hefur vakið. Þegar hún tók prófið í Höfn, fyrir 2 árum, voru víða myndir af henni í dönskum blöðum, og eftir að hún kom til Hamborgar, flutti hvert blaðið eftir annað greinar um hana og myndir af henni, þar á meðal „Der Weltspiegel" 12. júlí í fyrra, sömu mynd- irnar sem hér eru sýndar, kvennablaðið „Dies Blatt gehört der Hausfrau" 19. s. m., F A X I — 173
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.