Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1962, Qupperneq 21

Faxi - 01.12.1962, Qupperneq 21
MINNING : Sören Valentínusson Ungur sonur minn kom þjótandi heim og var sjáanlega mikiS niðri fyrir. Hann hafði þau tíðindi að færa, að hann hefði komiS þar að, sem stumrað var yfir Sören Valentínussyni úti á götu og töldu við- staddir að hann hefði orðið bráðkvaddur. Brátt voru þessi sorgartíðindi staðfest. Sören var horfinn af sjónarsviðinu. Hann var fæddur í Stykkishólmi 1. júlí 1887. Foreldrar hans voru hjónin Gróa Davíðs- dóttir og Valentínus Oddsson, kunnur sjósóknari eins og ættmenn hans. Sjó- mannseðlið í blóði Sörens vitjaði hans snemma til þeirrar köllunar er hann var borinn til — sjómennskunnar. Hann var vart af miðju bernskuskeiði er hann hóf að stunda sjó með föður sínum. En sjóinn stundaði hann æ síðan með litlum frá- töfum, nema hvað hann saumaði segl síð- ustu árin. Hann hafði mjög víðtæka reynslu sem sjómaður, enda unnið þar flest störf, bæði á fiskiflotanum og verzl- unarflotanum. Þótti hann liðtækur í bezta lagi og kunnáttusamur, svo að orð fór af. Starfssaga hans, skráð af góðum rithöf- undi, hefði vafalaust getað orðið skemmti- leg og fróðleg. Því miður held ég að hún hafi ekki verið gerð og hverfur því bak við tjaldið mikla með Sören. En þannig fer allt of oft, er gamlir garpar kveðja. Léttur á fæti og léttur í lund brá Sören Valentínusson sér í búðarferð nokkru eftir hádegi 29. okt. s.l. Er hann hafði útréttað þar fyrir konu sína og dóttur, setti hann „strikið" heim til þeirra. En því striki varð ekki haldið — önnur sigling var ákveðin af æðra mætti og því kalli var ljúft og skylt að gegna. Sören varð bráðkvaddur eina skips- lengd frá heimili sínu. Hann var liðlega 75 ára gamall, en svo fjörmikill og heilsugóður að allir hugðu enn gott til langrar sambúðar við hann, og svipað mun honum sjálfum hafa verið í huga — því að fáum dögum fyrir and- látið gladdist hann yfir því, við undir- ritaðan, að hann hefði aflað sér mikilla verkefna, sem hann virtist ganga mót með æskufjöri og atorku hins síunga manns. Þó svo hafi verið, tel ég að Sören hafi flestum fremur verið reiðubúinn að taka stefnu til strandarinnar eilífu. Ég hygg að Sören Valentínusson. hann hafi tileinkað sér ýmislegt af orðum og athöfnum Páls postula — sjómannin- um í postulahópnum, sem sagði: „Standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir, verið styrkir.“ Sjómennskan krefst þeirra eiginleika af þeim, er gera hana að ævi- starfi. Auk þessa var Sören mjög jákvæð- ur maður bæði í orðum og verkum, en slíkir sjómenn eru jafnan með hjartað á réttum stað og hönd á réttu stagi. Hann hefur því átt létt með að taka undir orð Páls — „Verið með öruggum huga, góðir menn. Matizt og hressið upp sál ykkar. Grípið til bjargráða, — léttið skipið." Eg held að Sören hafi verið það eiginlegt að gefa hollráð, leiðbeina og upp- örva, þegar þess þurfti með. Hann þekkti lífið og okkar stóra heim, af eigin reynslu, á miklu breiðari grund- velli en flestir okkar hinna. Hann hafði kannað marga ókunna stigu bæði hér- lendis og erlendis. Þær könnunarferðir voru litríkar — samanslungnar af ánægju og erfiðleikum, sigrum og ósigrum, mann- raunum og meðbyr. Já — meðbyrjar naut Sören jafnan í þau 22 ár, sem við þekktumst. Það var fyrst og fremst að þakka þroskaðri og sterkri skaphöfn hans og margháttaðri lífsreynslu, en einnig átti heimilið — hans ágæta kona og góðu börn ríkan þátt í lífshamingju hans á þessu æviskeiði. Sem unglingskrakki var ég samtíða Vigdísi Guðbrandsdóttur og hennar elzta syni, að Laugarnesi við Reykjavík. Þess vegna veit ég að hið rnikla öryggi, traust og virðing, sem Sören bar til konu sinnar, var verðskuldað. Hann fór heldur ekki dult með þá skoðun sína, að þrátt fyrir allt hefði hann varla fundið örugga fót- festu í lífinu fyrr en leiðir þeirra lágu saman. Sören var mikill félagshyggjumaður og tók nokkurn þátt í félagsmálum, þrátt fyrir háan aldur. M. a. var hann einn af stofnendum stúkunnar Víkur og félagi í henni til dauðadags. Starfaði þar mikið og lét sérhvert gott mál til sín taka og var ávallt reiðubúinn að inna þar þjón- ustu af höndum, hvort heldur var á stúku- fundum eða í þágu „reglunnar" á annan hátt. Við templarar söknum hans því mjög og þökkum honum margar og góðar samverfustundir. Sören var slíkur persónuleiki, að hann setti svip á bæinn. Bros hans var svo blítt, handtakið þétt, limaburður léttur og gam- anið svo græskulaust, að við Keflvíkingar, sem nutum þess í áratugi, förum þess ekki duldir að við fráfall hans er Kefla- víkurbær einum glöðum geisla fátækari. Þess vegna er Sörens saknað af öllum þeim, er höfðu af honum einhver kynni, en sárast er hans þó saknað af eiginkonu, börnum og barnabörnum, sem nutu svo margs af góðum eiginleikum hans, og erfið eru þau snöggu umskipti við svo svinlegan missi síns ástkæra ættföður. Blessuð sé minning þín, Sören Valen- tínusson. Vinur. r--------------------------------------\ Suðurnesjamenn! Tek að mér allar gúmmíviðgerðir á skófatnaði. SÆMUNDUR EINARSSON Hafnargötu 35 Sími 1613 v------------------------ F A X I — 181
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.