Faxi - 01.12.1962, Síða 27
OLN BOGABÖRN
Þegar við íslendingar ræðum almennt um
kennslu- og uppeldismál. höfum við oftast
nær eingöngu í huga venjuleg skólaþroskuð
börn, enda er allt skólakerfi okkar við það
miðað.
Hitt má þó öllum ljóst vera, að í þessu
landi sem öðrum, elzt upp á hverjum tíma
stór hópur barna, sem við sjö ára aldurinn
hefir enn ekki náð þeim þroska, sem skól-
inn er við miðaður og gerir kröfur til.
Þessi vanþroska börn eru því athvarfslaus
eða athvarfslítil í þessu tilliti. Skólalöggjöf
landsins býður þeim enga uppeldislega að-
stoð, utan hinn almenna skóla, sem í flestum
tilvikum er það sama og að gefa þeim steina
fyrir brauð, eins og ég mun koma nánar að
síðar í þessu erindi. Eru hin vangefnu böm
þannig sett á guð og gaddinn, eins og löng-
um þótti sæma um íslenzku útigangshrossin.
Á þessu tvennu er þó sá regin munur, að
oftast voru það hraustustu og harðgerðustu
skepnurnar, sem látnar voru þola útiganginn,
en hér er það veikasti og umkomuminnsti
mannlífsgróðurinn, sem fer á mis við nauð-
synlega aðhlynningu hins opinbera.
Víða um hinn menntaða heim hefir mál-
efnum vangefins fólks verið sinnt af næm-
um skilningi og miklum myndarskap. I Sviss
og á Norðurlöndum, er uppbygging þeirrar
starfsemi hvað mest til fyrirmyndar.
Nú á s.l. vetri, er ég dvaldist í Kaupmanna-
höfn, kynnti ég mér nokkuð þessa starfsemi
Dana, heimsótti slíka skóla og aðrar skyldat’
uppeldisstofnanir, kom á vinnustöðvar og
verkstæði, sem starfrækt eru fyrir vangefið
fólk og ræddi við ýmsa ráðamenn og leið-
toga hjá þessum stofnunum. Fékk ég hina
beztu fyrirgreiðslu, hvar sem ég kom.
Þessi starfsemi Dana, sem byggð er á alda
gamalli reynslu þjóðarinnar, er fyrst til orðin
sem hugsjóna- og brautryðjendastarf ein-
staklinga. Menn fundu snemma hvar skóinn
kreppti og bundust félagsböndum til að koma
hinum bágstöddu til hjálpar. Fyrsta stofnunin
fyrir flogaveik börn og fávita, var sett á
laggirnar árið 1855. Eftir það fór slíkum hæl-
um fjölgandi. Framan af voru þau rekin sem
einkafyrirtæki og höfðu þá flest aðeins rúm
fyrir 20 sjúklinga hvert, enda byggðust þá
allar uppeldislegar tilraunir á einstaklings-
Vangefin börn bið tómstundastörf.
kennslu, sem þær raunar gera enn í dag.
Nú njóta þessar stofnanir, nær 130 að tölu,
styrks frá ríki og bæjum, sem þá líka hafa
fengið íhlutun um ráðningu starfsliðs og for-
stöðumanna, svo nokkuð sé nefnt. Rekstur-
inn er þó víða enn með sjálfseignarsniði, en
með aukinni aðstoð hins opinbera og vísinda-
legri þróun mála, smá breytist þetta fyrir-
komulag.
Það sem hér hefir verið sagt, á einnig við
um aðra starfsemi á vegum stofnana fyrir
vangefið fólk, en það var í Danmörku á s.l.
ári talið vera ¥2% af íbúum landsins. Hér er
um 20 þúsund manns að ræða, sem spannar
yfir greindarvísitöluna frá 75 stigum og niður
úr. Öllu þessu fólki er veitt aðstoð og að-
hlynning í einhverri mynd.
Nú kynni einhvern að langa til að forvitn-
ast um, eftir hvaða reglum er farið, þegar
meta skal greind og hæfileika einstaklinga.
Kemur þá til kasta sálfræðinnar, sem byggir
á lífsreynslu kynslóða meðal langskólaðra
þjóða, er með skarpri athugun og djúpri
íhygli hafa komist að ýmsum mikilvægum
niðurstöðum, er sálvísindi nútímans byggja
rannsóknir sínar á. Greindarvísitalan er
kerfisbundin aðferð þessarar vísindagreinar
til að fá réttlátt og hlutlaust mat á hæfni
manna og greind.
Samkvæmt þessu kerfi á meðalgreindur
maður að hafa greindarvísitöluna 100 eða
því sem næst, en sá telst vangefinn, sem ekki
nær hærra en að 75 stigum.
Vangefna fólkinu er svo skipt í 3 flokka.
Þeir, sem hafa greindarþroska milli 75—50
eru kallaðir vanvitar, hálfvitar hafa greindar-
stig milli 50—35, og örvitar þar fyrir neðan.
Reynsla Dana er sú, að börn, sem hafa
greindarstig milli 75—50, séu ekki fær um
nám í almennum barnaskólum. Fyrir þau
greindari af þessum börnum, þau sem nálg-
ast greindarstigið 75, hafa verið byggðir
skólar við þeirra hæfi. Skóli þessi (externat-
skólinnl er tiltölulega ungur í Danmörku,
aðeins 15 ára. Var sá fyrsti byggður í Árós-
um, en á þessum 15 árum hafa Danir eiana't
35 slíkar stofnanir og búast jafnvel við að
fjölga þeim um helming á næstu 5 árum.
Slíkur er hugur þjóðarinnar til þessara mála.
Externatskólinn danski er dagskóli. Börnin
koma í skólann á morgnana og fara heim að
loknu námi, eins og tíðkast í öllum venju-
legum skólum. Öll verkefni eru þar miðuð við
hina takmörkuðu námsgetu barnanna. Skólar
þessir eru búnir margvíslegum hjálpartækj-
um, hafa sérmenntaða kennara og annað
þjálfað starfslið. Þá eru þeir einnig undir
eftirliti sálfræðings og sérstaks geðlæknis, en
slíkir menn eru taldir ómissandi í öllum
dönskum skólum.
Börnin, sem neðar eru á fyrrnefndu greind-
arkótabili 75—50, eiga erfiðara með daglega
skólagöngu og fá því inni á heimavistarskól-
um, (internatskólum) þar sem vel er fyrir
Nýtízkulegt vistheimili fyrir vangefna.
öllum þörfum þeirra séð. Skiljanlega er bók-
leg kennsla þar minna iðkuð, en leikræn,
verkleg tilsögn setur svip á allt skólastarfið.
I sambandi við bæði þessi skólaform hafa
verið stofnaðar sumarbúðir, leikvellir,
föndur- og vinnuskólar. Ennfremur ýmis-
konar framleiðsluverkstæði, — hliðstætt við
starfsemina á Reykjalundi. Þangað koma
nemendur skólanna að loknu námi og stund-
um jafnhliða því og hljóta þar gott atlæti og
verklega tilsögn og þjálfun. Þaðan útskrifast
svo margflestir um 21 árs aldurinn. Sumir
reyndar fyrr, en aðrir ná aldrei svo langt
fram. Samt hafa þeir lært þar ýmislegt gagn-
legt. Og hvort sem þeir búa heima hjá sér
eða á vegum stofnananna, þá er þeim séð
fyrir vinnu, ýmist á verkstæðunum eða á öðr-
um góðum vinnustöðum. En til viðbótar því,
sem þeir læra ó verkstæðunum af gagnleg-
um iðnaðar- og framleiðslustörfum, þá læra
þeir á vinnuskólunum margvísleg létt land-
búnaðarstörf og annað, sem ekki krefur mik-
illar sérþekkingar, og stúlkur fá þar tilsögn
í saumaskap og ýmsu er varðar húshald og
heimilisstörf.
Þá er vert að geta þess hér, að vinnuveit-
endur hafa í samráði við verkalýðssamtökin
dönsku, fallist á þá ósk forráðamanna van-
gefinna, að þessu fólki sé greitt fullt kaup,
þótt það afkasti ekki fullu dagsverki.
Á greindarstiginu 50—35 koma svo hálf-
vitarnir og örvitar þar fyrir neðan. Fyrir
þörfum þessa fólks er séð í vistheimilum, á
vöggustofum, hælum og einnig með heimilis-
aðstoð. En þegar við ræðum sérstaklega um
skólamál vangefinna, sleppum við að sjálf-
sögðu þessu fólki, enda er þar nær eingöngu
um hælisvist að ræða.
Naumast er til sá kennari, sem eitthvað
Leikstofa barna á vistheimilinu.
F A XI — 187