Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1962, Blaðsíða 31

Faxi - 01.12.1962, Blaðsíða 31
Fyrirliggjandi: BM- miðstöðvarkatlar fyrir sjálfvirka olíubrennara. ★ miðstöðvarkatlar fyrir pottbrennara. ★ Sérstaklega viljum við vekja athygli á hinum sjálfvirku olíustillum án raf- magns, sem tengdir eru við pottbrenn- arakatla. Þeir stjórna vatnshita ketils á sama hátt og með sömu nákvæmni og stillitæki, sem tengd eru við sjálf- virka olíubrennara. Baðvatnsgeymar. ★ Þrýstiþensluker. ★ Opin þensluker. ★ Aluminium-Fiskþvottagrindur. Aluminium-Löndunarháfa. Aluminium-Fiskþvottakör. Framkvæmum allskonar nýsmíði úr aluminium og járni. Leitið upplýsinga og tilboða hjá okkur. Vélsmiðja Björns Magnússonar Hafnargötu 90 — Keflavík — Símar: 1175 og 1737 þangað sem námsefnið yrði viðráðanlegra og kröfurnar minni. Hér er aðstöðumunur danskra og íslenzkra kennara ef til vill hvað mestur og tilfinnan- legastur, því að á íslandi er engin ríkisstofn- un ,sem hægt er að benda foreldrum á, sem skynsamlegt bjargráð í þeirra mikla og sára vanda gagnvart vangefnu barni sínu, og því næsta eðlilegt, að kennari við slíkar aðstæður láti kyrrt liggja, að skýra frá raunalegu hug- boði um andlegt ástand barna í bekknum, sem hann kennir. Slík hugboð um vangefni verður að sannprófa af kennaranum og sál- fræðingi skólans, áður en nokkuð frekar er aðhafst. Allt ber því hér að sama brunni. Og á meðan okkur vantar bæði sérskóla fyrir vangefin börn og sálfræðing til að rannsaka greind og námshæfni barna, verður íslenzki kennarinn enn um sinn að sætta sig við ástandið óbreytt, þótt hann viti, að með veru vangefins barns í bekknum er bæði því sjálfu og námsfélögum þess óréttur ger. Og undan þessu verður ekki með neinu móti vikizt, á meðan skólalöggjöf landsins mæhr svo fyrir. En á meðan svona er ástatt hjá okkur, verður með degi hverjum áleitnari sú spurning: Hvers eiga vangefnu börnin okkar að gjalda, hvers vegna fá þau ekki skóla við sitt hæfi eins og hin vel gefnu börn, er ekki þörfin fyrir aðstoð einna brýnust hjá þeim? Fyrr eða síðar fást jákvæð svör við þess- um spurningum frá valdhöfum landsins, og hliðstæðum stofnunum við externatskólana dönsku verður komið upp hér á landi. Þá fyrst munu viðhorf í hérlendum skólamál- um hvað þetta snertir breytast mjög til batnaðar, og íslenzkir skólar hætta að standa langt að baki skólum nágrannalandanna og kennarar og börn fá maklega uppreisn sinna mála. Er ég í vetur ræddi margþætt vandamál uppeldisins við danskan skólamann, sagði hann meðal annars: „Allt, sem bezt hefir verið gert í skóla- og uppeldismálum Dan- merkur, er runnið undan rifjum einstaklinga og félaga, sem í krafti háleitra hugsjóna og mannkærleikans hófu störfin og ruddu braut- ina.“ — I þessum orðum er mikill sannleikur fólginn, sem á við um félags- og menningar- mál allra þjóða. í Kaupmannahöfn starfar einn merkur fé- lagsskapur að málefnum hinna vangefnu. Er það „Landsforeningen for evnessvages vel“, stofnaður árið 1952 og er samtök áhugamanna og foreldra vangefinna barna víðs vegar af landinu. Þessi ágæti félagsskapur starfar ásamt stofnunum ríkisins fyrir vangefið fólk „Statens andssvageforsorg“, að velferðarmál- um þessara aðila og alveg sérstaklega beitir félagið sér fyrir aukinni kynningu foreldra vangefinna barna og vinnur með fyrirlestra- haldi og blaðaútgáfu að auknum skilningi og samúð almennings fyrir þessum málum. Hefir félagið miklu góðu til vegar komið þar í landi og vinnur þjóðnýtt starf. Hér á íslandi var árið 1958 stofnað félag £ sama tilgangi. Ber það nafnið Styrktarfélag vangefinna og er heimilisfang þess í Reykja- vík. Þótt hlutverk beggja þessara félaga sé hið F A X I — 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.