Faxi - 01.12.1962, Page 35
TÖFRASKÓRNIR
Hann Siggi litli horfði á skósmiðinn
negla vandlega sólann undir skóinn, sem
hann var að laga, og ákvað með sjálfum
sér að hann skyldi verða skósmiður, þegar
hann yrði stór.
„Og nú ertu átta ára,“ sagði skósmiður-
inn, og horfði á Sigga með skörpu, bláu
augunum undan þykkum, gráu bránun-
um. „Eg geri ráð fyrir að þú komir aldrei
of seint í skólann ?“
Siggi roðnaði Hann var sannorður lítill
snáði og skósmiðurinn beið eftir svari.
„E-g var of seinn á föstudaginn," stam-
aði hann og vonaði innilega að skósmið-
urinn spyrði sig ekki einnig, hvort hann
hefði verið of seinn aðra daga. En því var
nú ver að hann hélt áfram að spyrja.
„Of seinn á föstudaginn, hamingjan
hjálpi mér, það var nú ekki gott,“ og augu
skósmiðsins tindruðu, „og hvað um mánu-
dag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag
og laugardagp ég geri ráð fyrir að þú
hafir mætt tímanlega þá daga.“
Siggi roðnaði enn meira. „N-ei ég kom
líka svolítið of seint þá daga.“
„Mjög slæmt, mjög slæmt,“ sagði skó-
smiðurinn, „en ef til vill hefurðu verið í
lptum skóm, Siggi litli.“
„Lötum skóm!“ endurtók litli snáðinn,
„viltu vera svo góður að segja mér, hvað
latir skór eru?“
Aður en skóarinn svaraði, benti hann
Sigga alvarlega að loka dyrunum á vinnu-
stofunni. „Þetta er betra,“ sagði hann, „við
skulum ekki leyfa öðrum að heyra hvað
ág ætla að segja þér.“
Siggi litli hlustaði og vonaði með sjálf-
um sér að í staðinn fyrir að tala eins og
kennari, segði skósmiðurinn honum frá
lötu skónum.
Skósmiðurinn hlýtur að hafa lesið hugs-
anir hans, því hann hélt áfram. „Það eru
nú þessir lötu skór, sem við vorum að tala
um. Þegar mamma þín kom með skóna
þína til viðgerðar í fyrradag, sagði hún:
„Skósmiður minn, viltu nú vera svo góð-
ur að sóla þá fljótlega, því þetta eru einu
skórnir, sem Siggi hefur í skólann?“ Eg
segi við hana: „Allt í lagi, frú mín góð,“
og lít í kringum mig á verkstæðinu eftir
sérstöku leðri i sólana, því auðvitað, hugsa
ég með mér, dugir ekki að Siggi litli sé
í lötum skóm í skólann og komi of seint á
hverjum degi.“
Að svo mæltu slétti skósmiðurinn úr
pappírnum, sem hann var með og vafði
honum síðan utan um viðgerðu skóna
og sagði: „Þetta verða fjörutíu krónur,
gerðu svo vel, Siggi minn,“ og síðan með
lágri röddu: „Þeir eru sólaðir með töfra-
leðri, og svo lengi sem þú notar þá, verð-
ur þú ekki of seinn í skólann; og ef
mamma þín kaupir alltaf skóna þína hjá
mér, lofa ég að það verði alltaf töfraskór,
sem þið fáið.“
Siggi hljóp heim með þennan dýrmæta
böggul sinn undir hendinni og þaut inn
í eldhúsið, en þar var mamma hans að
baka kökur. Siggi litli sagði henni ákafur
frá þessum dásamlegu skóm. Með augum,
sem tindruðu álíka mikið og skósmiðsins,
lofaði hún að kaupa aldrei skó hjá öðrum,
en bætti við, að töfraskórnir gætu ekki
kornið litlum dreng í skólann, ef hann
lægi í rúminu.
Næsta morgun var Siggi kominn á fætur
klukkan sjö og fékk sér að borða morgun-
verð um leið og faðir hans. Klukkan hálf
átta hljóp hann af stað í skólann og töfra-
skórnir skullu í hverju spori. Hann kom
ekki of seint neinn morgun alla vikuna,
en auðvitað mátti hann sofa eins og hann
vildi á súnnudögum, því þá var ekki skóli.
Þegar Siggi vaknaði næsta mánudags-
morgun, var hann svo ósköp latur, og
hann hugsaði með sér: „Eg ætla bara að
liggja í rúminu í tiu mínútur enn.“ Að
þeim liðnum var hann jafn latur og ákvað
nú að telja upp að fimmtíu áður en hann
færi á fætur.
Mamma hans kallaði, en hann var svo
niðursokkinn að telja, að hann svaraði
henni ekki.
„Fjörutíu og átta, fjörutíu og níu . . .“
Hvað var þetta, sem gekk kringum rúmið
hans?
Siggi litli varð lafhræddur, en þrátt
fyrir það herti hann upp hugann og gægð-
ist fram úr rúminu, rétt nógu snemma til
að sjá skóna sína lalla út um dyrnar.
1 hendingskasti fór hann fram úr rúm-
inu og hljóp á eftir skónum, en þeir viku
fimlega úr vegi fyrir honum og hoppuðu
niður stigann og yfir þrjú síðustu þrepin,
alveg eins og Siggi gerði alltaf; þeir hlupu
út um opnar dyrnar og út á götuna og
eins hratt og þeim var mögulegt í áttina
að skólanum. Og þótt Siggi væri aðeins
í náttfötum, hljóp hann á eftir þeim.
„Þið þarna skór! Þið skuluð ekki dirf-
ast að fara í skólann án mín!“ en þeir
hlupu því hraðar.
Börnin á götunni æptu af kæti og fólk
kom í flýti út úr húsunum til að sjá,
hvað væri um að vera.
„Ha-ha-ha, Ho-ho-ho, he-he-he,“ hló
fólkið, „sjáið skóna hans lata Sigga, þeir
fara í skólann án hans.“ Og þegar þessir
dularfullu skór hoppuðu ofan í poll, sem
varð á vegi þeirra, hlógu áhorfendurnir
meira en nokkru sinni, og skóarinn, sem
stóð í dyrunum á vinnustofu sinni kallaði:
„Hvað sagði ég þér? Sagði ég þér ekki,
að þetta væru töfraskór?"
Siggi varð reiður, því engum þykir
gaman að verða að athlægi. Hann þreytt-
ist á hlaupunum og götusteinarnir særðu
bera fætur hans, en hann var ákveðinn að
ná skónum.
Kirkjuklukkan tók að slá átta og skórnir
juku hraðann um allan helming, meðan
eigandinn, nú alveg miður sín af reiði,
kallaði: „Hæ! þið þarna vitlausu, gömlu
skór! Bíðið bara þar til ég næ í ykkur!“
Allt í einu tóku skórnir nokkur dans-
spor.
„Nú hef ég náð ykkur,“ kallaði Siggi
sprengmóður, en aftur voru skórnir of
snarir í snúningi fyrir Sigga, og með hopp-
um, snúningum og stökkum, sneru þeir
eftir skólastígnum, rétt þegar hann var
alveg að ná þeim, og Siggi skall flatur á
harða gangstéttina.
„Siggi, Siggi minn!“ sagði mamma hans
og hristi hann varlega, „ætlarðu ekki að
borða morgunmat með honum pabba þín-
um?
Siggi settist upp í rúminu, nuddaði stýr-
urnar úr augunum og sagði: „Hvað? é-g,
é-g . . .“ Síðan fór hann að hlæja. Hann
hló og hló og það leið löng stund áður en
hann gat sagt mömmu sinni frá draumn-
um.
Mamma hans tók skóna upp af gólfinu,
skoðaði þá vandlega. „Þetta er nú skrýtið,“
sagði hún brosandi, „en sólarnir eru enn-
þá blautir, svo ef til vill eru þetta raun-
verulegir töfraskór!“
Ó. S.
F A X I — 195