Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1962, Side 37

Faxi - 01.12.1962, Side 37
„SYNG GUÐI DYRÐ" Vinnum að eflingu kirkjusöngs meðal safnaðarfólks Þorlákur Bcncdiktsson safnaðarfull- trúi fyrir Utskálasókn, flutti þetta er- indi á héraðsfundi Kjalarnessprófasts- dæmis, er haldinn var í Keflavíkur- kirkju sunnudaginn 21. okt. síðastlið- inn. Eg hef ekki gert víðreistara en það um dagana, að ég hef aldrei komist lengra í suðurátt en til Vestmannaeyja, þangað til nú í sumar, að ég fór til Færeyja og Dan- merkur. Það sem mér er minnisstæðast eftir það ferðalag er það, hvað við Islend- ingar erum mikið langt á eftir þessum nágrannaþjóðum okkar með kirkjusókn og kirkjulegar athafnir, og hvað kirkju- gestir þar taka virkari þátt í guðsþjónust- unum heldur en hér hjá okkur. Ég ferð- aðist dálítið um Færeyjar, og það vakti eftirtekt mína, hvað kirkjurnar þar eru yfirleitt stórar, miðað við stærð plássanna. sem þær eru í. Ég var við guðsþjónustu í kirkjunni í Vogi á Suðurey sunnudaginn 15. júlí. Sú kirkja tekur 700 manns í sæti, en í Vogsfirði eru ekki nema 17—18 hundruð íbúar. Það var margt fólk við þessa messugjörð, og þó var margt af heimafólki fjarverandi, ýmist í sumarat- vinnu suður í Danmörku, eða á fiskiveið- um við 'Grænland. Kirkjukór við þessa kirkju er fjölmennur. Var mér sagt, að í honum væru um 40 manns, þegar allir væru heima. Prestarnir í Færeyjum hafa víst margir 3—4 kirkjur að þjóna. Erfið ferðalög hljóta oft að vera hjá prestunum þar, þegar þeir messa ekki í heimakirkjum sínum, því eins og kunnugt er, eru mest fjallvegir í Færeyjum, og þeir víða brattir og hættulegir, með mjög kröppum beygj- um. Þá sunnudaga ,sem presturinn messar ekki í einhverri af sóknarkirkjum sínum, kemur fólkið samt saman til guðsþjónustu- halds; organistinn mætir og söngfólkið og lesin er ræða úr húslestrabók, og er það ákveðinn maður, sem það gjörir, og er það víst oftast meðhjálpari kirkjunnar. í Klakksvík var í sumar ný kirkja í smíðum og var mér sagt, að hún ætti að taka 1000 manns í sæti; gamla kirkjan þótti orðin allt of lítil, og tekur hún 300 manns í sæti. í Klakksvík eru 4300 íbúar. Áður en ég skil við Færeyjar, vil ég til gamans geta um einn hlut í sambandi við orgelið í kirkjunni í Vestmanna í Straum- ey. Orgelið er gamalt pípuorgel, sem keypt var úr kirkju í Danmörku; yfir nótna- borðinu er strengur úr mjóum vír, og á þeim streng eru færanlegar kúlur. Þegar organistinn ætlar að spila sálm, sem er t. d. 6 vers, færir hann 6 kúlur til hægri eða vinstri handar og færir svo 1 kúlu að hinum, þegar hvert vers er á enda, svo hann þarf enga leiðbeiningu með, hvenær sálmurinn er búinn. Þriðjudaginn 24. júlí, var ég við síð- degisguðsþjónustu í Mattheusarkirkjunni í Kaupmannahöfn og hófst hún kl. 8 e. m. Furðaði ég mig á, hve margt fólk kom til kirkju á virkum degi. Þar varð ég hrifnastur af orgelmúsik er ég heyrði í ferðalaginu. Orgelverkið er spilað var í byrjun guðsþjónustunnar er mér ógleym- anlegt, þegar þessir fögru og voldugu tónar fylltu þetta stóra hús. 1 þessari kirkju eru lokaðir bekkir, þ. e. hurðir beggja vegna, því ganga má inn í þá á tvo vegu, bæði úr miðju kirkjugólfi og eins vegg- megin, og svo langt sem ég sá til voru 3 heyrnartól í hverjum bekk, er héngu fyrir framan þá er í bekkjunum sátu. Þegar maður bar heyrnartólið að eyranu, var eins og Ipresturinn talið við eyra manns. Sunnudaginn 29. júlí var ég við guðs- þjónustu í Nordby kirkjunni í Fanö í Danmörku og hófst hún kl. 10 f. hád. Kirkja þessi er byggð úr múrsteini árið 1786. Er hún stórt og prýðilegt hús; hefi ég aldrei séð bekkjaraðir í nokkurri kirkju eins og þar; þar eru líka bekkjaraðir til hliðanna, sem snúa öðruvísi en venjulega, en þó svo, að altarið og prédikunarstóll- inn blasa alstaðar jafn vel við, hvar sem setið er í kirkjunni, og töflurnar með sálmanúmerunum, en þær eru margar, hlasa alstaðar jafn vel við, hvar sem setið er. Fanö er lítill bær, og ég varð ekki var við, að þar væri nema ein kirkja. Guðs- þjónusta þessi var vel sótt; sá ég engan kirkjukór uppi hjá organistanum; söfn- uðurinn niðri annaðist sönginn og svaraði einnig prestinum; söng presturinn líka með fólkinu: „Guði sé lof og dýrð, fyrir sinn gleðilega boðskap“, áður en hann las guðspjallið. Mér datt í hug, hvenær verður það hér hjá okkur, að allir kirkjugestir, sem sungið geta, svari prestinum. Þegar presturinn snýr sér að fólkinu og ávarpar það: „Drottinn sé með yður“, er hann vitanlega ekki að ávarpa kirkjukórinn einan, heldur alla kirkjugesti og væri því eðlilegast, að allir kirkjugestir, sem sungið geta, svari honum: „Og með þínum anda“. Ég veit, að enginn tekur þessi orð mín svo, að ég álíti kirkjukóra óþarfa; þvert á móti vil ég að þeir séu sem stærstir og öflugastir. Þeir eiga að vera leiðandi afl í kirkjusöngnum, en aðrir kirkjugestir eiga að vera, ekki aðeins hlustendur, held- ur virkir þátttakendur. Að loknum sálm- inum eftir prédikun fóru altarisgestir að safnast upp að altarinu og voru milli 40 og 50 manns er fóru til altaris í þessari messugjörð. Sunnudaginn 5. ágúst var ég við guðs- þjónustu í Frúarkirkjunni í Kaupmanna- höfn, og hófst sú messa einnig kl. 10 f. hád. Var þessi stóra kirkja orðin full af fólki um það leyti sem messan byrjaði. Ég kom í kirkjuna nokkru áður en messan hófst, og voru stórir staflar af sálmabókum er blöstu við strax þegar inn var komið. Rétt áður en messan byrjaði, kom stúlka inn frá kórnum með fullt fangið af sálmabók- um og fór með þær þangað sem hinar voru fyrir; einnig samhliða henni við hinn vegg kirkjunnar kom ungur maður, einnig með fullt fangið af bókum; svo rík áherzla er lögð á, að allir kirkjugestir hafi sálma- bækur og fylgist með. Þegar sálmurinn eftir prédikun var á enda, fóru altarisgestir að hópast inn að altarinu, svo að mjög margir kirkjubekkir hálftæmdust. A borð- um inn við altarið voru bikarar, og tók hver altarisgestur sér bikar í hönd, áður en hann kraup við altarið. Presturinn, sem flutti þessa guðsþjónustu, var eldri maður, en áður en útdeilingin hófst, kom inn í altarið til hans ungur maður, skrýddur messuskrúða, og útdeildi hann brauðinu, en sá sem guðsþjónustuna flutti útdeildi víninu og flutti orð þau, er prestar lesa, eftir að útdeiling á hverjum hring er búin; það var á 9. hring, sem kraup við altarið, og það margir, sem gátu kropið við altarið í einu, að það hafa verið rúmlega 200 manns, sem þátt tóku í þessari altaris- göngu. Að altarisgöngunni lokinni út- deildu prestarnir hvor öðrum brauðinu og víninu og tókust svo í hendur, áður en yngri presturinn fór frá altarinu. Maður hafði það á tilfinningunni, að fólkið kom saman til guðsþjónustuhalds ekki aðeins til að taka virkan þátt í guðsþjónustunni, heldur einnig að komast í sem nánast og innilegast samfélag við drottinn sinn og frelsara. FAXI — 197

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.