Faxi - 01.12.1962, Qupperneq 41
Stapafell
yið hafnargarðinn
í Keflavík
Myndina tók Heimir Stígsson.
Mánudaginn 12. nóvember kom til
heimahafnar sinnar í Keflavík nýtt lýsis-
og olíuflutningaskip, er ber nafnið Stapa-
fell og er annað stærsta olíuflutningaskip
landsins, og það 3. í röðinni hjá samvinnu-
samtökunum, að stærð 1126 burðarlestir
(deadweight), en 895 rúmlestir. Lengd
milli stafna 63,28 metrar, breidd 9,65 m
og dýpt 4,55 m.
Fulllestað ristir skipið 4,39 m. Tanka-
rými 1490 rúmm. I skipinu er 150 hestafla
Deutz dieselvél og auk hennar 3 ljósa-
vélar.
Stapafell er byggt í skipasmíðastöð D.
W. Kremer Sohn í Elmshorn í Vestur-
Þýzkalandi. Samið var um smíði skips-
ins í maí 1961, en það var sjósett 29. ágúst
s.l. og afhent 7. nóvember. Ferðin heim
tók 100 klst. og var ganghraði á heimsigl-
ingu 12 mílur. Skipið er smíðað eftir fyrir-
sögn Ottars Karlssonar skipaverkfræðings,
sem fylgdist með allri byggingu skipsins.
Allur útbúnaður er mjög nýtízkulegur og
hinn vandaðisti. Skipshöfnin, sem telur
16 menn, býr í vistlegum íbúðum, hásetar
í tveggja manna herbergjum en yfirmenn
búa einir. Skipið er að öllu leyti búið full-
komnustu tækjum til siglinga og öryggis.
Það hefir fullkominn fjarskiptaútbúnað,
ef um millilandasiglingu er að ræða og
bætist þá loftskeytamaður við áhöfnina.
Auk þess að geta siglt með lýsis- og olíu-
farma milli landa mun þó aðalverkefni
þessa skips vera að fullnægja olíuflutn-
■ngaþörf hinna dreifðu byggða með strönd-
um landsins, en á þeim flutningum hafa
til þessa verið miklir örðugleikar. Hamra-
fellið flytur aðeins olíur til Islands. Hin
oliuflutningaskipin, sem öll eru lítil, anna
hvergi nærri hinni sívaxandi olíuþörf
landsmanna. Talið er að olíunotkunin hér
á landi sé nú um 350 þúsund tonn og ár-
leg aukning nemi 10—15 þúsund tonnum.
Hér mætir því stórt og vaxandi verk-
efni hinu nýja skipi og ekki nema eðli-
legt að íslendingar fagni komu þess, og
þá ekki sízt Keflvíkingar, þar sem heima-
höfn þess er, og þangað sem það á kom-
andi árum mun oft eiga erindi með dýr-
mætan farm til verstöðvanna á Suður-
nesjum.
Skipstjóri á Stapafelli er Arnór Gísla-
son, sem verið hefir skipstjóri á skipum
S. í. S. síðan 1949. Fyrsti vélstjóri er
Gunnar Þorsteinsson, sem einnig hefir
áður verið á skipum S. 1. S.
Hjörtur 'Hjartar, framkvæmdastjóri
skipadeilddar S. 1. S., og Vilhjálmur Jóns-
son, forstjóri Olíufélagsins tóku á móti
fréttamönnum og gáfu upplýsingar um
skipið, en eigendur þess að jöfnu eru Olíu-
félagið h.f. og Samband ísl. samvinnufé-
laga. Þetta gerðist laust fyrir hádegi. Eftir
hádegi gafst svo almenningi kostur á að
skoða skipið, en kl. 5 um daginn var
stjórn Kaupfélags Suðurnesja, kaupfélags-
stjóra og bæjarstjórn, Stjórn Olíusamlags
Keflavíkur og fleiri aðilum boðið um borð
til að skoða skipið og þiggja þar veitingar.
Þar tók fyrstur til máls forstjóri S. I. S.,
Erlendur Einarsson, er bauð gesti vel-
komna. Aðrir, sem tóku til máls við þetta
tækifæri voru: Alfreð Gíslason, forseti
bæjarstjórnar Keflavíkur, Hallgrímur Th.
Björnsson, formaður Kaupfélags Suður-
nesja, Karvel Ogmundsson, einn af stjórn-
armönnum Olíufélagsins h.f. og Hjörtur
Hjartar framkvæmdastjóri skipadeildar
S. 1. S. Luku allir lofsorði á skipið, og þá
hugulsemi af hálfu forráðamanna S. 1. S.
og Olíupfélagsins, að láta það heita Stapa-
fell og velja því heimahöfn í Keflavík,
var mjög rómuð af viðstöddum Keflvík-
ingum.
Við þetta tækifæri færðu forráðamenn
Kaupfélags Suðurnesja skipstjóra inn-
rammaða og áletraða mynd af Keflavíkur-
höfn, sem tekin hafði verið fyrr um dag-
inn, eftir að Stapafell lagðist að bryggju.
Verður myndinni valinn staður í reyksal
skipsins.
við lestur góðra bóka
T
BÓKABÚÐ KEFLAVÍ KU R
F A X I — 201