Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1962, Page 47

Faxi - 01.12.1962, Page 47
þessar eru ritaðar í lok nóvember, aðeins 4—5 stunda sigling á miðin. Eftir að dragnótaveiðin hætti í haust hafa línuveiðar verið stundaðar og hefir aflast sæmilega, þegar á sjóinn hefir gefið. Aðal fisktegundin hefir verið ýsa, og hefir hún verið flutt til Reykjavíkur, eftir að síldveið- arnar hófust og seld þar til neyzlu, því flest öll hraðfrystihúsin starfa nú svo að segja eingöngu að síldarfrysingu. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur 20 ára. Nú í þessum mánuði á eitt af óskabörn- um Keflavíkur 20 ára afmæli, er hér um að ræða Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur, sem allir þekkja og flestir að góðu. Þessarar mætu starfsemi verður ekki nánar getið að þessu sinni, en í janúarblaðinu verður afmælisins minnst og Sérleyfisbifreiðirnar dregnar fram i dagsljósið og getið hins ágæta starfs, sem þar hefir verið unnið þessi 20 ár. Verzlunin Faxaborg, sem var til húsa á íbúðarhæð við Smára- tún, frá því hún flutti frá Faxabraut 2, er nú flutt í ný húsakynni við Smáratúnið. Hið nýja verzlunarhúsnæði er mjög þægilegt og hentugt. I því er sérstök kæld kartöflu- geymsla — upphitað „lager“-herbergi fyrir matvörur, sem ekki þola kulda og lítið eld- hús, þar sem framleitt er: hamsatólg, kæfa, rúllupylsa og fleira. Er aðstaða öll til að veita viðskiptavinum góða þjónustu, miklu betri í þessum nýju húsakynnum en áður var. Tveir pöntunarsímar eru til staðar fyrir búð- ina: 1826 og 1326. Eigandi og verzlunarstjóri er nú sem fyrr Jakob Sigurðsson. Bifreiðastöð Keflavíkur. Á öðrum stað hér í blaðinu er auglýsing frá Bifreiðastöð Keflavíkur, þar sem stöðin tilkynnir viðskiptavinum sínum að opnað hafi verið útibú á Keflavíkurflugvelli í nýj- um og glæsilegum húsakynnum. Telur for- stjórinn, Guðni Erlendsson. að með þessu nýja húsnæði muni storbatna öll þjónusta stöðvarinnar á flugvellinum, enda hafi það verið markmiðið með þessum framkvæmdum. Sími þessa útibús Bifreiðastöðvar Kefla- víkur er 4141. AHtaf eitthvað að gerast. Það var hérna á dögunum er ég lagði leið mína inn á Aðalstöðina til þess að fá bensín á bílinn, að ég veitti athygli nokkurri ný- smíði hjá bensínafgreiðslunni. Og þar sem forstjórann, Hauk H. Magnússon, bar að rétt í þessu notaði ég tækifærið og spurðist frétta. „Hér er alltaf eitthvað að gerast,“ sagði forstjórinn. „Við vorum tilneyddir að leggja hér út í byggingarframkvæmdir og stækka húsnæði bensín- og varahlutaafgreiðslunnar, vegna stóraukinnar hjólbarða- og varahluta- sölu á undanförnum mánuðum, sem var al- veg að sprengja utan af sér húsnæðið, að öðr- um kosti hefðum við ekki getað sinnt eftir- rpurn viðskiptavina, sem telja sér hag í því að skipta við þetta fyrirtæki. Enn fremur er nú verið að endurnýja öll tæki í smurstöð félagsins og einnig hefir þar nýskeð verið bætt við manni, til þess að geta veitt þar sem allra bezta þjónustu. Við lifum hér í stórum og vaxandi bæ, þar sem býr athafna- ramt fólk. Og með tilliti til þess, að þetta er eina smurstöðin á öllum Suðurnesjum, er eðlilegt að fólkið leiti hingað til þess að fá bifreiðir sínar smurðar. Við höfum alltaf talið það skyldu okkar og lagt á það áherzlu, að veita viðskiptavinum okkar sem fullkomnasta þjónustu, jafnt á þessu sviði sem öðrum, enda teljum við heill og framtíð Aðalstöðvarinnar þannig bezt borgið. En fyrst þú ert að spyrja, þá vil ég gjarna láta þess hér getið, að nú um áramótin munu talstöðvar verða settar í flestar, ef ekki allar bifreiðir Aðalstöðvarinnar, sem ég vænti, að muni mælast vel fyrir, stórbæta þjónustuna og veita mikið öryggi." Nýjar bækur í safnið: Skáldsögur: London, Jack: Sonur sólarinnar. — Snædrottningin, 1. Bögenæs, Evi: Jóladansleikur. Burgess, Alan: Sjö menn við sólarupprás. Söderholm: Það vorar að Furulundi. Ingibjörg Jónsdóttir: Ást í myrkri. Ingibjörg Sigurðardóttir: Heimasætan a Stóra-Felli. Lidman, Sara: Sonur minn og ég. Jökull Jakobsson: Næturheimsókn. Tsjekov, Anton: Maður í hulstri. Björn Blöndal: Lundurinn helgi. Charles, Th.: Tvísýnn leikur. Stefán Jónsson: Mínir menn. Maclean, Alistair: Ódysseifur. Guðmundur L. Friðfinnsson: Baksvipur mannsins. Hill, Anne: Hulin fortíð. Overs, Knud: Sunddrottningin. Hörlyck, Helene: Fríða á Súmötru. Cavling, Henrik: Herragarðurinn. Barnabækur: Eysteinn ungi: Tói í borginni við flóann. Blyton, Enid: Fimm í útilegu. Roland, Sid: Pipp fer í skóla, III. Lindgren, Astrid: Alltaf gaman í Ólátagarði. Lobin, Gerd: Fjórir á fleka. Blaine, John: Hvískurkassinn. Gestur Hansson: Strákar og heljarmenni. Fcrðasögur og ævisögur: Mikkelsen, Ejnar: Af hundavakt á hudna- sleða. Victor, Paul-Emile: Upp á líf og dauða. Sigurður Ólafsson: Sigur um síðir. Pétur Sigfússon: Enginn ræður sínum næturstað. Jónas Árnason: Syndin er lævís og lipur. Því gleymi ég aldrei. Orgland, Ivar: Stefán frá Hvítadal, I. Lúðvík Kristjánsson: Úr heimsborg í Grjótaþorp. Augustínus: Játningar. Þorbjörn Björnsson: Að kveldi. Buck, Frank: Á villidýraveiðum. Vilhjálmur Stefánsson: Hetjur og landa- fundir. Jón Helgason: Islenzkt mannlíf, IV. Sigurður A. Magnússon: Við elda Indlands. Jónas Guðmundsson: Sextíu ár á sjó. Valtýr Stefánsson: Með Valtý Stefánssyni. Bækur uni ýmislcgt: Ævar Kvaran: Fólk og forlög. Árni Óla: Þúsund ára sveitaþorp. Kristján Eldjárn: Hundrað ár í Þjóðminja- safni. Rasmussen, A. H.: Söngur hafsins. Breinholst, Willy: Vandinn að vera pabbi. Jóhann Sveinsson: Vísnasafn, I—II. Bifreiðastöð Keflavíkur. [ FAXI — 207

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.