Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1962, Page 49

Faxi - 01.12.1962, Page 49
r- Sparisjóðurinn í Keflavík Grein þsssi birtist í Morgunblaðinu 27. febr. 1927 og er eftir Guðmund Hannesson pró- fessor. Þótt greinin sé ekki mikil að vöxtum, þá er hún skemmtilegur vitnisburður um ráð- deild og framkvæmdavilja genginnar kyn- slóðar, auk þess, sem það er býsna fróðlegt á þessum dýrtíðar- og peningatímum, að virða fyrir sér breytingarnar, sem hafa orðið á gildi peninga, síðan greinin var skrifuð. Og þá er heldur ekki óeðlilegt, við lestur hennar, miðað við stórhug Þorgríms læknis, er stofn- aði þennan sparisjóð fyrir hálfri öld, þó ýms- um komi til hugar, hvort ekki sé kominn tími til að stofna hér í Keflavík banka eða bankaútibú, sem starfi við hliðina á spari- sjóðnum hans. Enn sem fyrr gegnir spari- sjóðurinn mikilvægu hlutverki, þó hann anni engan vegin fjármálaviðskiptum Keflavíkur dagsins í dag. Slík þróun mála er nú að verða að brýnni og aðkallandi nauðsyn, svo athafnamenn bæjarins þurfi ekki sýnkt og heilagt að fara til Reykjavíkur, oft annan hvern dag, til þess að ráða fram úr fjárþörf fyrirtækja sinna. Mér er nær að halda, að ef framtakssemi Þorgríms læknis nyti enn við í þessu byggðar- lagi, þá væri slík bankastarfsemi löngu orðin að veruleika, bæjarbúum og öðrum Suður- nesjamönnum til aukinna þæginda og hag- sældar. Ritstj. Hver öld hefir sína guði, sín uppáhalds- goð, og nú er það tvennt, sem flestir trúa á. landssjóðsstyrkur og bankalán. — Eng- inn efast um það, að bankarnir séu nauð- synlegar stofnanir og komi hagsýnustu gróðamönnunum að góðu gagni, en dýrt er við þá að skipta fyrir fátækan almenn- ing og ekki ætíð auðvelt að sækja peninga þangað. Svo þarf ekki annað en að hundur snúi sér við í útlöndum, til þess að vextir þjóti upp úr öllu valdi og þeir eru ekki eins fljótir að lækka aftur, þó hundurinn leoo-ist aftur niður. Mér hefir ætíð virst, nö að sparisjóðir séu heillavænlegri lánsstofn- anir fyrir sveitir vorar og mestan hluta af alþýðu. Þeir hafa fremur ódýrt sparifé handa á milli og ættu að geta farið sínu fram, þó hundurinn snúi sér við, svo fram- arlega sem stjórn þeirra er 1 goðra manna höndum. Sparisjóðurinn í Keflavík er gott dæmi þess, hversu slíkar stofnanir geta dafnað og orðið héraðinu mikill bakhjarl. Sjoð- urinn var stofnaður 1907 og er rúmra 19 ára. Reikningur hans stóð þannig um ára- mótin: Innborganir árið 1926 kr. 588.085,61 Útborganir ............... — 571.554,46 Heima í sjóði ................. kr. 16.531,15 Inneign íí Landsb. — 76.449,24 Handbærir peningar alls kr. 92.980,30 Varasjóður ................. — 50.871,38 Styrktarsj. ekkna og barna sjóm. í Gerða og Kefla- víkurhr......................— 10.137,99 Eign í sjóðum ................ kr. 61.009,37 Lííkindi eru til þess, að sjóðirnir verði eftir 7 ár komnir upp í 100.000 kr. — Enginn eyrir hefir tapazt, frá því sjóður- inn var stofnaður. Þeir taka þá yfir hálfa milljón kr. á ári hjá sjálfum sér suðurkjálkamennirnir, þegar þeim liggur á skildingum. Mér þykir þetta búmannlegra en að gera sér ferð til Reykjavíkur með sparifé sitt, leggja það þar í banka og biðja síðan auðmjúk- lega um að fá það lánað aftur með drjúg- um hærri vöxtum. Og vafalaust hefði mikið af fé þessu eyðst, ef sparisjóðurinn hefði hvergi verið. Það er Þorgrímur læknir, sem setið hefir við stýrið á sparisjóðsskútunni síðan henni var hrundið á flot. Og hvernig sem kæft hefir og fyllt hjá Reykvíkingum og Arnesingum, þá hefir enginn dropi komið inn í bátinn hjá Þorgrími. Hann kann vel við sig við stýrið og þykir farmurinn fallegur: — eintómir peningar, sem fólkið hefir unnið sér inn með svita og striti og trúað Þorgrími fyrir. Nú er eftir að vita hvort Þorgrími tekst að verjast áföllum næstu árin, því nú er illt í sjóinn og veðrið viðsjált. G. H. Fulltrúafundur Kaupfélags Suöurnesja var haldinn í Félagsheimili Njarðvíkur þriðjudaginn 4. des. Fyrir fundinum lágu endurskoðaðir reikningar hraðfrystihússins, sem framkvæmdastjórinn, Benidikt Jónsson fylgdi úr hlaði og útskýrði. Ennfremur flutti kaupfélagsstjórinn, Gunnar Sveinsson, yfir- lit yfir rekstur kaupfélagsins á fyrri hluta yfirstandandi árs. Páll H. Jónsson erindreki S. I. S. skýrði við þetta tækifæri Samvinnu- myndina Þýtur í skógum. Formaður, Hallgr. Th. Björnsson, setti fundinn, en fundarstjóri var Svavar Arnason. Ritari var Sigfús Kristjánsson. Fundinum lauk með kaffi- drykkju. Pantið vörur á FAXABORG Heimsendingar fyrir hádegi, eftir hádegi og \völdsendingar. ★ Til minnis: Allar hreinleetisvörur til þvotta og hreingerninga. ★ I baksturinn: Hveiti og fínn Strásykur í sekkjum og lausu. — Fiórsykur. — Kókos- mjöl. — Þurrger. — Gerpúlver. — Möndlur. — Súkkat. — Sulta. — Síróp. — Kakó. — Súkkulaði. — Döðlur. — Gráfíkjur. — Sveskjur. — Rúsínur og margt fleira. ★ I matinn: Dilkakjöt: I. og II. verðflokkur. Úrvals Hangikjöt — Hrossakjöt Svið — Kjötfars — Pylsur — Bjúgu o. m. m. fl. ★ Álegg: Rúllupylsa, soðin og ósoðin. Heimatilbúin kæfa. Ostur — Rækjur — Sardínur — Síld o. m. m. fl. ★ Daglega: Sólþurrkaður saltfiskur. Hamsatólgin góða og rauðar kartöflur í 25 kg. sekkjum og lausu. ★ Tveir pöntunarsímar: 1826 og 1326. ★ Sérstaklega matarlegt í Faxaborg fyrir jólin. Gerið jólainnkaupin tímanlega Vinsamlegast Jakob - Smaratúni F A XI — 209

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.