Faxi - 01.12.1962, Side 59
Hagsýni bætir allra hag
Rafveitur Keflavíkur, Njarðvíkur og Gerða-
hrepps hafa nýlega sent viðskiptamönnum
sínum bréf, þar sem óskað er eftir samstarfi
um að hagsýni sé gætt við notkun straum-
frekra tækja um eldunartímann.
Þetta mun vera algjör nýjung, og hefur rit-
stjóri Faxa sýnt þá lipurð, að ætla nokkrum
línum rúm í blaðinu þessu máli til ferkari
skýringar.
Rafveiturnar kaupa orkuna af Rafmagns-
veitum ríkisins eftir gjaldi, sem miðast við
mesta 30 mín. álag ársins = árs/kW. Þetta er
svonefnt „toppgjald", 1092,00 kr. fyrir hvert
kW.
Þessi toppur hefur undantekningarlaust,
þar til í fyrra, myndast á haust- eða vetrar-
vertíð um eldunartímann, kl. 6,30—7 að
kvöld. Það er, fyrir samtímis álag frá eldun-
fiskvinnslu-, Ijósa- og annarri notkun. Nú
síðari ár hefur verið mjög gott samstarf milli
rafveitunnar og frystihúsarekenda og fleiri
um að halda toppnum niðri, og minnka þeir
álagið eftir beztu getu, þegar við óskum þess,
þó það kosti þá nokkra fyrirhöfn og ef til vill
vill aukaútgjöld.
Með þessu, svo og vökulli gæzlu á klukk-
um, sem slökkva á hitanotkun og fleiru, hef-
ur með hverju árinu náðst betri og betri
nýting út úr toppálaginu, og sparað við það
stórfé, sem þýðir að kW.-stundagjaldið getur
verið lægra, til hags fyrir alla. En öllu eru
takmörk sett, og í fyrra kom toppur á eldunar-
tímanum kl. 5.30—6 aðfangadag jóla, en þá
voru örugglega allar fiskvinnsluvélar stopp.
Þessi toppur fór að vísu lítið fram úr þeim,
sem áður var kominn á vertíðinni. A sama
tíma á gamlárskvöld var hætta á enn nýjum
toppi, en ráðstafanir voru gerðar til þess að
halda honum niðri.
Til þess að skýra betur þennan svonefnda
„topp“. Læt ég fylgja línurit, sem sýnir viku-
legt mesta álag hjá Rafveitu Keflavíkur árin
1956—1959. Á því sést hvað sumartíminn er
illa nýttur. Lengst til hægri sést hvernig á-
lagið berytist yfir einn sólarhring. Það getur
átt við hvaða rúmhelgan sólarhring sem vera
skal og fyrir flestar rafveitur, sveiflan verður
mjög svipuð.
Kári Þórðarson.
Yfir nóttina er álagið t. d. rúmlega Vs af
mesta álaginu, en fer snar hækkandi frá kl.
hálf átta. Kl. hálf níu hita margir morgun-
kaffi, en minnka svo aftur. Eftir kl. 10 stígur
það, og nær hámarki kl. 12. Yfir miðjan dag-
inn er álagið rúmlega % mesta álags, en
hækkar ört frá kl. 5 og nær hámarki kl. 7.
Um tíu leytið að kvöldinu sýnist eins og
margir hiti sér kvöldkaffi. Á helgum er þetta
svolítið öðruvísi — allt seinna og lægra.
Aðfangadagur jóla og gamlárskvöld eru
alveg í sérflokki. Þá kemur bara einn toppur,
sem nær hámarki kl. sex um kvöldið. Þetta
stafar af því, að flestar húsmæður eru að
brasa eitthvað í ofninum samtímis og önnur
eldun fer fram á mörgum hellum, svo þarf
að nota strauboltann til þess að strjúka yfir
eitthvað og inni þarf að vera hlýtt og bjart.
Allt þetta skeður svo samtímis á flestum
heimilum, að segja má að byggja þurfi topp-
stöðvar þessa vegna. Hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og fleirum hefur árlega komið
toppur á þessum tíma.
Bréfið, sem sent var, er smá-tilraun, en
getur komið að töluverðu gagni, ef nokkrir
notendur sýna tillitssemi, þó sérstaklega á
aðfangadag, jólakvöld og gamlárskvöld. —
Sumar spennistöðvar eru með mjög mikið
álag yfir þessi eldunartímabil — jafnvel svo,
að hætta er á að þær „slái út“ eða skemmist.
Þetta stafar af því, að öll rafmagnsupphitun-
in er á, samtímis mikilli eldavéla og ljósa-
notkun.
Ef húsmæður og aðrir sýndu almennt hag-
sýni við notkun straumfrekra tækja, sérstak-
lega yfir síðustu 30 mín. hvers eldunartíma-
bils, mundi það þýða betri nýtingu raforku-
vera og dreifingarkerfa og þar af leiðandi
lægra rafmagnsverð.
Allir geta haft áhrif á toppinn til hækkun-
ar eða lækkunar, en það eru vinsamleg til-
mæli til allra, sem hafa rafmagnsupphitun,
að þeir gæti hófsemi og minnki álagið eins
og mögulegt er á tímabilinu milli kl. 5—6 á
aðfangadag jóla og sömuleiðis gamlárskvöld.
Gleðileg jól.
Kári Þórðarson.
Eitt sinn var unglingspiltur sjómaður á
mótorbát, sem gerður var út frá Sandgerði.
Dag nokkurn fer hann til útgerðarmannsins
og biður hann um peninga. Útgerðarmann-
inum var mjög annt um að pilturinn eyddi
ekki hírunni sinni í óþarfa og að hann ætti
sem mest inni um lokin, þegar upp yrði gert.
Hann spurði því piltinn:
„Og hvað ætlarðu nú að gera við þetta,
góði?“
„Eg ætla að senda henni mömmu það,“
svaraði pilturinn.
Útgerðarmaðurinn var tortrygginn, en
pilturinn sór og sárt við lagði að hann segði
satt. Lét þá útgerðarmaðurinn undan og fékk
honum peningana.
Þegar pilturinn var farinn út, segir útgerð-
armaðurinn við þá, sem inni voru:
„Eg varð að láta strák angann fá aurana,
en ég er alveg handviss um, að hann hefur
aldrei átt neina mömmu.“
Það var hér einu sinni lítill drengur, sem
átti afmæli fyrsta desember. Þegar hann í
fyrsta sinn tók eftir því að alstaðar voru
uppi flögg þennan dag, fer hann til pabba
síns og segir: „Pabbi, hvernig ætli fólkið hafi
frétt það að ég ætti afmæli í dag? Það er
alstaðar flaggað.“
Guðlaugur Sigurðsson send-
ir Guðmundi Finnbogasyni á
Hvoli þessa vísu í tilefni
fimmtugsafmælis Guðmundar
nú fyrir skemmstu:
Heilbrigð sálin hefir völd,
hjá þér vinur kæri.
Hefurðu lifað hálfa öld!
Eg heillaósk þér færi.
VVVV^VVVVVVVVVVVVV
F A X I — 219