Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1972, Blaðsíða 9

Faxi - 01.01.1972, Blaðsíða 9
Skúli Magnússon: Heimildarkvikmynd af Keflavík Fyirir skömmu sýndi Sjónvarpið okkur brot úr gömlum heimildarkvikmyndum. Var það í umsjá Arna Björnssonar þjóð- háttafræðings. M. a. fengu áhorfendur að sjá Hannesi Hafstein og sr. Matthíasi Jochumssyni bregða fyrir í mynd frá kon- ungskomunni til Akureyrar 1907. Er þetta einhver elzta heimildarkvikmynd, sem tíl er 'hér á landi. Ennfremur brá fyrir á skerminum myndum úr atvinnulífinu, fiskbreiðslu og samantekt á reitum. Vinnu- aðferðum, sem nú 'hafa horfið með öllu af völdum verðbólgunnar, kaupgjald og verð- lag ’hafa hækkað svo gífurlega frá því sem áður var, að hætt er við að sólþurrkun í stórum stíl yrði mörgu fyrirtækinu erfitt til langframa. Fiskbörurnar eiga því orðið heima á byggðasafninu. Þá 'brá fyrir bátum og skipum. Menn sáu, hvernig fiskinum var hent upp á bryggjurnar úr togurunum og bátunum, áður en löndunartæknin komst á það stig, sem hún er nú. Þá var eins gott að hafa sterkt og gott bak. Einnig sást landbún- aður, hey-skapur, allt unnið með hestum, I fyrra sýndi Sjónvarpið nokkrar heilar kvikmyndir, íslenzkar. Ber þar fyrst að nefna mynd þá er Vestmannaeyingafélagið, Heimaklettur, lét gera um Vestmanna- eyjar. Lýsir hún á skemmtilegan hátt ■þróun byggðar og náttúru, auk þess sem atvinnubrögðum eru nokkur skil gerð. Einnig var brugðið upp myndum frá gamalli tið og af gömlum varðveittum munum á byggðasafni eyjanna. Ur Skaftafellssýslu fengum við líka að sjá forn vinnubrögð. Þar var Skaftfellingur gamli á ferðinni við hin;a sendnu strönd Suðurlandsins með nauðsynjar til íbúa þessara hafnlausu strandar. Ollu var skip- að upp á sandinn á litlum opnum bátum. Sæta varð lagi til að koma varningi á land. Að vera hafnlaus og bátalaus er eins og að geta e'kki dregið andann. Einu sinni drap Helgi S. lítilsháttar á töku heimildarkvikmyndar af Keflavík, hér í blaðinu. Var það um líkt leyti og bærinn fékk kaupstaðarréttindi 1949. Fyrir okkur unga fólkið í dag hefði þessi mynd af upphafsárum kaupstaðarins verið gagn- leg og fróðleg. En hún var aldrei tekin. Hið eina sem fest hefur verið á filmu og telja má til heimildarmyndar, er mynd, sem sýnir óveður við höfnina árið 1946. Gerð myndarinnar annaðist Óskar Gíslason. Síðan var mynd þessi sýnd í Alþingi til áróðurs fyrir bættum hafnarskilyrðum hér syðra. Mun þetta vera í fyrsta og eina sinn, sem Alþingismenn sjá kvikmynd í sölum sínum. Heimildarkvikmyndum má skipta í tvennt. í fyrsta lagi lýsing atvinnuhátta og vinnubragða ýmiskonar fram í yztu æsar, og í öðru lagi eru myndir um þróun heilla sveita eða byggðarlaga. Hér ræðir fyrst og fremst um seinna atriðið. Myndirnar má gera á ýmsa vegu. En þar kemur auðvitað samvinna margra aðila til, opinberra aðila og einstaklinga. Mikið verður að byggjast uppá kyrrstæðum ljós- myndum, augnabliksmyndum, sem bregða verður fyrir við og við. Einnig geca ein- srakir menn lagt til hluti eða jafnvel mynd- ir, sem þeir hafa sjálfir tekið. Þainnig er hægt að byggja smám saman eina aðal- mynd upp á ýmsum pörtum sitt úr hverri áttinni. En ekkert verður gert án fjármagns, og sveitarsjóðir eru yfirleitt ekki hlaðnir fjár- magni. Það 'heyrir til undantekninga. Hér gæti sameiginlegur Menningarsjóður kom- iðið að góðum notum, ef til hans væri þá einhverntíma stofnað. Ræddi ég um hann hér í blaðinu fyrir nokkru. Samt sem áður er það og verður gamla sagan. Menningar- mál bjargast ekki nema að ódrepandi á- hugamenn leggi hönd á plóginn. Menn geta bæði lagt fram fé og vinnu, ef þess þarf með, en vafalaust eru þeir ekki margir, sem ekki vilja fá 'borgað fullum launum fyrir slíka aðstoð. Þó má alltaf finna einhverja sem vilja gefa örlítið af tíma sínum í þágu verðugs verkefnis. Að mínu viti hefði það verið skynsam- leg-t af bæjarstjórn Keflavíkur að hún á 20 ára afmæli kaupstaðarins ákvæði töku heimildarkvikmyndar af Keflavík í fortíð og nútíð (og framtíð). Það hefði verið alveg eins þýðingarmikið og ritun sög- unnar, sem, jú einnig er mjög svo aðkall- andi að gera skil. Sjón er þó sögu ríkari og í raun og veru verður aldrei hægt að setja það á prent, sem einu sinni var, nema að mjög takmörkuðu leyti. Sjálft mannlífið og andrúmsloft tímanna verður heldur aldrei á safn flutt. Aðeins má þar finna óminn. Því miður hefur nú verið svo duglega þjarmað að gamla athafnasvæðinu vestui í bæ, að það er ekki nema svipur hjá sjón frá því sem áður var. Auðvitað eru fram- kvæmdir nauðsynlegar, en „hugsum áður en við hendum,“ stendur þar. Þegar sjálf Stokkavörin hefur verið fyllt, þannig að hvorki verður hægt að setja eða hrinda báti fra-m, er mikið á gengið. I Stokka- vörinn'-i þróuðust kynslóðirnar. Þei-r yngri léku sér þar, 'hinir eldri unnu. Sama er og að segja um aðra garnla bæjarhluta, s. s. miðbæinn gamla. Nýtt aðalskipulag hefur nú verið samþykkt, og þegar er 'hafizt handa um röskun á svæð- inu. Þar kemur, að hin gömlu og litlu timburhús og þröngar götu-r hverfa af sjóna-rsviðinu, en hinar steinlögðu götur eða steyptu hús koma í staðinn. Þann-ig er og verður þróunin. Við henni fær engin sporn- að. Allt verður að fá að halda áfram að líða svo það haldi líka áfram að eldast. En við getum ögn synt á móti s-traumnum. Bjargað því sem eftir er. Ég hef oft rætt í greinum mínum um 'þann sljóleik-a og deyfð, sem virðist alltof mikið einkenna menn og konur ga-gnvart gömlum menningar- og sögu verðmætum. Enn, allsendis óþreyttur, vil ég brýna fyrir fólki að henda ekki gömlum myndum né hlutu-m. Fyrr en seinna verða þessir hlutir dregnir fram í d-agsljósið, og þá er sann-ar- lega þörf fyrir þá. Skúli Ma-gnússon Verzlanirnar í Keflavík. A s. 1. hausti fluttu tvær verzlanir hér í bæ í nýtt húsnæði. Er hér um að, ræða Stapafell og Bókabúð Keflavíkur. Hið nýja verzlunarhúsnæði er að Hafnargötu 32, o-g er það þriggja ‘hæða hús, sem gnæfir vel yfir næsta umhverfi. Verður húsið hið myndarlegasta, er framí sækir og setur ó- n-eitanlega nokkurn borgarbrag á bæinn. Hef- ur heyrzt, að á efstu hæðinni verði s-taðsett veilingahús. Ætti útsýnið þaðan að verða Ijómandi í góðu og heiðskýru veðri. í þessu nýja Stapafelli, sem er eign Hákons Kristinssonar ( sem jafnframt á allt húsið) verða aðallega á boðstólum bifreiðavarahlutir og rafmagnsvörur með meiru. Enn sem fyrr rekur Hákon áfram Stapafellið að Hafnargötu 29. Mareinn Arnason mun líka áfram selja okkur bækur til lestrar og rits-tarfa. í fyrrver- andi húsnæði bókabúðarinnar er verzlunin Eva, auk þess sem Arni R. Árnason hefir opnað þar fyrir skömmu bókhald-sskrifstofu. F A XI — 9

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.