Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1973, Blaðsíða 2

Faxi - 01.03.1973, Blaðsíða 2
KVENNAKÓR SUÐURNESJA 5 ARA Rætt við Margréti Friðriksdóttur, núv. form. kórsins Kvennakórinn ásamt Herbert H. Agústssyni, söngstjóra, og Ragnheiði Skúlad., undirleikara Söngurinn bœtir sálarlífið — Karlkynið, það er að segja Karla- kór Keflavíkur, lagði til fyrsta frækornið að okkar samtökum, með því að aug- lýsa eftir kvenröddum í sérstakt verk- efni, sem þeir voru að taka á söngskrána hjá sér. Þrjátíu og þrjárkonur gáfu sig fram, en svo þegar þeir blessaðir þurftu ekki beinlínis á okkur að halda í söngn- um, ákváðum við að stofna eigin kór. Söngbakterían hafði búið um sig í okkur, en á hana duga víst engin meðul, — og hinn 22. febrúar 1968 komu um 40 konur saman og stofnuðu Kvenna- kór Suðurnesja, og dregur hann nafn sitt Margrét Friðriksdóttir að því, að stofnendur hans voru úr næst- um öllum byggðarlögum á Suðurnesj- um. . . . Þessi orð tókst okkur að toga upp úr Margréti Friðriksdóttur, sem gegnt hefur formannsstörfum í nefndum kór, en bæði vegna anna og við undirbúning Ak- ureyrarferðar, og svo af hinu, að hún vildi ekki flíka starfi sínu innan kórsins að neinu leyti, var hún ekki yfirmáta kát vegna hnýsni um þessi söngelsku samtök. En karlmenn eru iðnir við kolann, sér- staklega þegar kvenkynið á í hlut, og auðvitað varð hún á endanum að skrafa við okkur um starfsemi kórsins. — Að starfa í slíkum kór er skiljan- lega mikið álag, það gerðum við okkur vel ljóst., en við höfðum allar mikið yndi af söng. Hann veitir ánægju og bætir sál- arlífið, sem kannski sést bezt á því, að konurnar eru mjög einhuga um allt, sem gera þarf í kórnum, og aldrei hefur kom- ið til neinna árekstra svo ég viti til, enda er ekki mikið um breytingar hjá okkur og hefur ein kona sungið á öllum okkar söngskemmtunum, frú Rósa Helgadóttir. — Reynist mörgum erfitt að sam- ræma húsmóðurstörjin og œfingar hjá kórnum? — Vissulega getur það verið erfitt, en fólk getur oftast fundið sér st.und fyrir sín brennandi áhugamál, og vafalaust 'hafa flestar, ef ekki allar konurnar, orðið að leggja á sig aukið erfiði, til að geta starfað í kórnum. Allt frá miðjum októ- ber og fram í maí, er æft tvisvar til þrisv- ar í viku, auk söngskemmtana, sem oft fylgja ferðalög, en þau geta líka verið nokkur upplyfting fyrir okkur, eins og ferðin austur á firði á liðnu sumri, er var mjög vel heppnuð. Austfirðingar kunnu vel að meta söngskrána, sem byggð var upp á tveimur tónskáldum, þeim Sigvalda Kaldalóns og Inga T. Lár- ussyni, sem ávallt virðist eiga mikið rúm í hjörtum Ausfirðinga Með okkur í ferð- inni var Gunnar M. Magnúss, rithöf- undur, sem flutti erindi um Kaldalóns. Við erum ennþá að fá kveðjur og þakk- læti fyrir sönginn að austan. — Hvernig aflið þið tekna til að standa straum af kostnaði við kórinn? — Við reynum að öngla saman með ýmsu móti. Það sem við ekki greiðum beint úr eigin vasa, verðum við að afla okkur méð því að halda kökubazara, skemmta á mannamótum með leikþátt- urn og söng, eins og sjö okkar hafa gert um nokkurt sinn og látið þóknunina renna til kórsins, safna auglýsingum í söngskrárnar, en þar hafa hin ýmsu fyrirtæki sýnt okkur mikinn skilning og velvilja. Söngskemmtanirnar gefa svolít- ið í áðra hönd og einnig höfum við kom- ið árlega fram í útvarpi og einu sinni í sjónvarpinu. Annars værum við fyrir löngu búnar að leggja upp laupana, ef hinir fjölmörgu listamenn, sem aðstoðað hafa okkur við æfingar og flutning, hefðu tekið eins og þeim bar fyrir vinnu sína, 38 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.