Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1973, Blaðsíða 11

Faxi - 01.03.1973, Blaðsíða 11
þegar forvitinn fréttaskrifari fór að gjóa til hennar augunum — jafnvel þótt eitt- hvað væri eftir í kringum munninn. — Ég er fæddur á norður-Spáni, sagði Leopoldo, þegar hann var beðinn að segja örlítið frá fyrri dögum, — nána.r tiltekið í Bilbao, en seinna fluttumst við til lítils bæjar rétt við borgina, þar sem foreldrar mínir búa enn. Við erum fimm systkinin, tvær systur og þrír bræður, sem öll eru búsett á Spáni, nema ég. Líf mitt var svipað og annarra sem alast upp í stórum borgum, hvorki betra né verra, en mig langáði snemma til að skoða mig um í veröldinni, og ég er búinn að því, þótt minna hafi orðið úr því en ætlunin var í fyrstu. — Hvað tekur við? Ég veit það satt að segja ekki. Ég hef kannski ekki frá svo miklu veraldlegu að hverfa í Eyjum, ég átti ekki hús þar, en ég elska Vest- Imannaeyjar, bæði af fegurð þeirra og Sigurður Bjarnason svo hinu, að þar hef ég átt góða daga. Verði ekki unnt að snúa þangað aftur í bráð, gildir það mig einu hvar ég dvel, ef góð atvinna og húsnæði er fyrir hendi. Leopoldo talar dável íslenzku, en Kristjana segist ekki tala mikið móðui- mál eiginmanns síns, spönskuna, þótt. hún skilji orðið töluvert. — Hann getur ekki stillt sig um að hlæja að vitleysunum hjá mér, svo að ég þori ekki að tala spönskuna, þegar hann er nærri. Leopoldo segist vera ákvéðinn í því að kenna Sylviu spönskuna, og þá getum við talað saman þegar hann heyrir ekki til, segir Kristjana og hlær við. — Ég hef ávallt. haft samband við foreldra nu'na á Spáni, enda farið til þeirra af og til, seinast í sumar sem leið. Ef illa árar er ekki loku fyrir það skotið, að við flytjum út, þót.t við kjósum öll að eiga heima á íslandi. — Og auðvitað fylgi ég honum, segir Kristjana. emm. NÝ YERZLUN MÁLNINGARVERZLUN K. G. & CO. opnar í nýju húsnæði, að Hafnargöfu 80 (óður Maf- sfofan Vík), laugardaginn 24. marz kl. 9.00. Mikið úrval af nýjum vörum. MÁLNINGARVERZLUN K. G. & CO. Sími 2652 F A X I — 47

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.