Faxi - 01.03.1973, Blaðsíða 6
ÆSKULÝÐSDAGUR ÞJÓÐKIRKJUNNAR 1973
SAMKOMUHÚSIN ORDIN OF
LITIL FYRIR ÞDTTTOKENDUR
Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar var
haldinn þann I 1. marz sl. Yfirskrift dags-
ins var valin, Immanúel, sem útleggst:
Guð með oss.
Dagurinn hófst með barna- og ungl-
ingaguðsþjónustu í Innri-Njarðvíkur-
kirkju kl. 10.00. Síðan var guðsþjónusta
í Ytri-Njarðvík, og þar flutti ung stúlka
Sólveig Einarsdóttir, ávarp. Þriðja guðs-
þjónustan var síðan í Keflavíkurkirkju.
Þar fluttu tveir unglingar ávörp, þau
Einar Páll Færseth og Ragnheiður Sveins-
dóttir. í upphafi guðsþjónustunnar í
Keflavíkurkirkju söng telpnakór í kór-
dyrum og sóknarprestur vígði nýja kyrtla,
sem þær klæddust nú fyrsta sinni og not-
aðir vetða framvegis við helgiathafnir.
Aðal hvatamanneskjan að þessum kyrtl-
um var frú Sigríður Gísladóttir, sem gaf
fé til kaupanna, sem sóknarnefndin síð-
an bætti við.
Um kvöldið var efnt til kristilegrar
samkomu í Stapa. Séra Björn Jónsson
setti samkomuna með stuttri bæn. Ung-
menni fluttu trúarleg ávörp, þau Davíð
Baldursson, Tómas Ibsen, Hafdís Hreið-
arsdóttir, María Björk Reynisdóttir, frá
Vestmannaeyjum, og Rene Perret, skipti-
nemi frá Sviss. Fluttu þau mál sitt mjög
skörulega, rétt eins og þjálfaðir prédik-
arar væru á ferð, og eru ávörp þeirra
birt hér í blaðinu.
Meðal annarra atriða söng telpnakói
úr Innri-Njarðvík undir stjórn Siguróla
Geirssonar, sem einnig lék einleik á
fagott. Gróa Hreinsdóttir lék einleik á
píanó. Steinunn Karlsdóttir söng nokkur
iög, og telpnakór og hljómsveit, sem sam-
anstóð af félögum úr Lúðrasveit Kefla-
víkur og strengjasveit Tónlistarskólans,
fluttu nokkur lög, undir stjórn Siguróla
Geirssonar.
Einnig komu fram þarna Jónatan
Dagsson, sem líkti eftir röddum þekktra
söngvara, Jesus-fólkið skemmti méð
söng, en Guðni Einarsson kynnti lögin.
Ómar Ragnarsson skemmti með glensi
og gamni úrýmsum áttum. Haukur Þórð-
arson og Inga María Eyjólfsdóttir sungu
með undirleik Agnesar Löve. „Lítið eit.t“
skemmti méð þjóðlagasöng. Að lokum
var almennur dynjandi söngur.
Öll atriðin tókust með miklum ágæt-
um. Það eina sem á skyggði var, að hús-
ið rúmaði ekki alla, sem sækja vildu sam-
komuna, og urðu því margir frá að
hverfa. Þátttakan í Keflavíkursókn á
Æskulýðsdaginn er þegar búin að
sprengja af sér öll samkomuhús í sókn-
inni. Á hverju ári hefur aðsóknin farið
vaxandi, að því er séra Björn tjáði okk-
ur, síðan hann var upp tekinn fyrir tíu
árum síðan. Einnig vildi hann koma á
framfæri þakklæti til allra þeirra, sem
unnu að störfum dagsins, og sérstaklega
þó Siguróla Geirssonar, sem lagði mikið
af mörkum í sambandi við tónlist og
söng. Þá vildi séra Björn einnig þakka
forráðamönnum Stapa fyrir þeirra fram-
lag, og Skólafélagi Gagnfræðaskólans í
Keflavík fyrir alla þá rækt sem það sýnir
deginum, og öðrum, sem komu og
skemmtu unga fólkinu.
AVÖRP UNGMENNA
FLUTT í STAPA
„í orði Guðs leita ég styrks"
1 upphafi skapaði Guð himinn og
jörð. Biblían, bók Guðs, segir okkur frá
því, hvernig Guð skapaði manninn í
sinni mynd. Og í byrjun Biblíunnar er
sagt frá svo nánu sambandi milli Guðs
og mannsins, að þeir töluðust við aug-
liti til auglitis. Þá kom Guð í heimsókn
til mannsins á hinni nýsköpuðu jörðu, og
maðurinn sá Guð, og þeir ræddust við.
Það hlýtur að hafa vreið dásamleg
reynsla.
Nú er tíðin önnur. Ekki þó vegna
þess, að Guð vilji ekki birtast okkur,
heldur vegna þess, að syndin hefur gert
aðskilnað milli okkar og Guðs. t Jesaja
59, 1-2, segir svo: Sjá, hönd Drottins er
eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað,
og eyra hans er ekki svo þykkt, að hann
heyri ekki, en þáð eru misgjörðir yðar,
sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs
yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa
auglit hans fyrir yður, svo að hann heyrir
ekki.“
Inga Maria Eyjólfsdórfir, Haukur Þórðarson og Agnes Löve
42 — F A X I