Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1973, Blaðsíða 9

Faxi - 01.03.1973, Blaðsíða 9
'heimsækja hana, hvað sem það kostaði. Ég fór með Grayhound-rútu, en það var ódýrasta leiðin til að ferðast, og t.ók það um 40 tíma að komast á leiðarenda. Ég dvaldist þarna allan júní-mánuð sl., og fékk ég að skoða mig mikið um í Sakra- mento, San Fransisco og víðar. Síðan fór ég aftur til Bismarck og var þar í þrjár vikur í viðbót og notaði tækifærið t.il að skoða mig um í síðasta sinn og kveðja vini mína. Ég hélt svo til Philadelphia, þar sem allir skiptinemarnir, er voru í Bandaríkjunum, komu saman í tvo daga. Svo fórum við íslendingarnir til New York og flugum heim með Loftleiðum. Þrátt fyrir að mér líkaði vel í Bandaríkj- unum, er alltaf gott að komast heim, og ég hef aldrei verið eins glaður að komast í suðaustan rokið og rigninguna, eins og um mánaðamótin júlí-ágúst sl. Að lokum vil ég hvetja alla þá ungl- inga, er áhuga hafa og getu, til að kom- ast út í heim, að fara meðan þeir geta, og skoða sig um, kynnast nýju fólki, nýj- um háttum og nýjum viðhorfum, og góð leið er einmitt iað fara sem skiptinemi Þjókirkjunnar. Tómas Ibsen „Bezta huggunin aS treysta ein- hverjum fyrir vandamólum sínum" Kæru Suðurnesjatáningar! Ég geri ráð fyrir áð flest ykkar séu þegar komin yfir fermingu, og að ykkur finnist lífið ofsa skemmtilegt. Enda þótt ég sé löngu kominn í tölu fullorðinna og búinn að lifa tímana tvenna innan sviga, þá finnst mér enn ofsa gaman að vera til. Ég vona bara að það haldi áfram að vera það. En þar sem ég bý ekki lengur hjá pabba og mömmu og get þar af leið- andi ekki hlaupið til þeirra, ef eitthvað verður uppi á teningnum, verður kannski svolítið erfiðara að lifa og þykja lífið skemmtilegt. Þegar ég var pínu pínu lítill, fór ég að grenja ef eitthvað var að, og marnma kom og bjargaði skinninu sínu og hugg- aði. Svo þegar ég stækkaði og fór að leika mér við krakkana í nágrenninu, kom oft til illinda milli mín og þeirra. Stundum kom það fyrir, og kannski oftar en almennt gerist, að einhver stóru, ljótu strákanna barði mig eða hrekkti, þannig að ég fór grenjandi heim. Ég var nefni- lega svo fjarska lítill og aumingjalegur. Þá fór ég gjarnan til mömmu, sem hugg- aði mig sem oftar, og bað síðan pabba vörðuðu stelpur. Eftir því sem ég varð eldri missti ég alltaf meir og meir trúnað- artengsl við foreldra mína. Svo kom að því, að ég varð nokkurs konar „Palli var einn í heiminum“, eða eins og það er kallað „að standa á eigin fótum“. Hvað nú var orðið leiðinlegt? Nei, það verður bara gaman á annan hátt. í fyrsta lagi verður maður að bera ábyrgð á gerðum sínum, þ.e.a.s. það er ekki framar pabbi sem borgar, ef við skemmum eitthvað, og í öðru lagi verð- um við að glíma við okkar vandamál al- gjörlega upp á eigin spýtur. Oft er það svo, að vandamál lífsins geta orðið það torleyst, að þau virðast okkur um megn. Ef þau liggja þungt á okkur er bezta huggunin, að trúa einhverjum fyrir okkar vandkvæðum og fá þannig útrás. Vera kann, að enginn trúnaðarmaður finnist. Samt eigurn við einn að, þann, sem er raunveruleikinn, Guð. Öll trúum við á þennan raunveruleika, sem nefndur er Guð, hvort sem við trúum því að hann sé einhver maður eða kóngur, sem situr í hásæti sínu á skýjatoppunum, eða hin sanna uppspretta þess afls, sem í okkur býr. Davíð Baldursson i « C^skaliiir « Þér veliið úr 1400 litum af POLYTEX-mólningu og matflakki. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Jórn & Skip - Símar 2616 og 1505 Davíð að hjálpa mér að lúskra á óþokkunum, sem hann gerði auðvitað ekkert með. Þegar ég var kominn um eða yfir fermingu, varð heimurinn að ótæmandi rannsóknarefni; meira að segja stelpurn- ar, sem alltaf voru svo ljótar og leiðin- legar, urðu fyrir manni sem dísir. Alltaf voru einhver ævintýri að gerast. Allt þurfti að prófa og skoða. Eins og gengur og gerist steig ég ótal feilspor, upp reis fjöldinn allur af vandamáluin og erfið- leikurn, sem erfitt var að leysa úr. Hvað gerðist þá? Allt í einu er asnalegt að fara til foreldra sinna og leita þeirra ráða og huggunar. Ég gat alls ekki ímyndað mér, að foreldrar mínir skildu öll mín vanda- mál og alveg örugglega ekki þau, sem F A X I — 45

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.