Faxi - 01.03.1973, Blaðsíða 4
FAXI
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavik
Ritstjóri og afgreiðslumaður: Magnús Gislason
Blaðstjórn: Gunnar Sveinsson, Jón Tómasson, Margeir Jónsson
Auglýsingastjóri: Þórir Maronsson
Verð blaðsins í lausasölu kr. 30.00
Setning og prentun: GRAGAS sf.
Sinnum við œskunni nóg?
Fólk býsnast mikið yfir því bæði í ræðu og riti, hvað æskufólkið nú til
dags sé uppvöðslusamt og heimtufrekt og láti illa að stjórn. Unglingarnir,
sem hvorki þekki skort eða neyð, eins og forfeður þeirra máttu flestir þola,
leiti fremur lasta en hins góða, þrátt fyrir allsnægtirnar. Með slíku fram-
ferði æskunnar í dag, sé framtíð landsins í voða, því engin önnur en æskan
komi til með að erfa landið.
Margir halda því fram, að verið sé að eyðileggja æskuna með dekri og
eftirlæti, og hungur og harðrétti sé í rauninni það eina, sem geti barið hano
til hlýðni. Sú stefna, að gera unga fólknu sem flestar götur greiðastar, verði
aðeins til að spilla því, en ekki bæta, og einmitt þar sé rætur þess að finna,
hvað æskan er afvegaleidd.
Vissulega er það rétt, að unga fólkið býr við gott atlæti í dag, í það
minnsta hvað hin veraldlegu efni snertir, en hvað um aðrar hliðar málanna?
Málshátturinn segir, að margur sé blindur á sjálfs síns sök. Hafa vandlætar-
arnir leitt hugann að því, hvað þeir hafa gert til að fá hið góða fram í ungl-
ingunum? Gæti það t.d. ekki hafa átt sér stað, að foreldrar séu það upp-
teknir af sjálfum sér, að þeir gleymi uppeldi barna sinna og leggi þeim ekki
til það andlega veganesti, sem börnn þarfnast, og reyni að rækta frjósprota
hins góða í barnssálinni?
Æskan væri alls ekki, og er í rauninni alls ekki neitt vandamál, ef hinir
eldri leggja henni lið og taka meiri þátt í störfum hennar sem góð fyrirmynd.
Því til sönnunar má benda á Æskulýðsdag Þjóðkirkjunnar. Fyrr á árum var
hann ekki hátt metinn og fásóttur, en nú er svo komið, að ekkert samkomu-
hús í Keflavíkursókn rúmar þann fjölda, sem sækja vill atriði dagsins, þar
sem kristileg málefni skipa öndvegissess.
Hina auknu þátttöku unglinga í samkomum dagsins, má rekja beint til
þess starfs, sem sóknarpresturinn, séra Björn Jónsson, hefur unnið á undan-
förnum árum, og því sambandi, sem hann hefur haft við yngri borgarana.
Hann hefur ekki stillt sér upp með sálmabók eða biblíu í hendinni og haldið
hátíðlega ræðu, heldur hefur hann komið til móts við æskuna, með því að
taka þátt í áhugamálum hennar, á íþróttavellinum, í skólanum, í bindindis-
samtökunum, á ferðalögum og víðar. Sálmabókin og biblían hafa svo verið
tekin fram við ákveðin tækifæri, og þá hlustar unga fólkið og breytir betur
Hið gífurlega starf, sem séra Björn hefur unnið með góðum árangri, sýnir
Ijóslega, að hinir eldri þurfa að koma meira til móts við æskuna í hugðar-
efnum hennar og reyna þannig að hafa áhrif til hins betra á unga fólkið.
emm.
Vestmannaeyjamessa
í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 25. marz kl. 5
HESTAR OG MENN
Tileinkað Hestamannafélaginu Mána
á Suðurnesjum.
Hestamenn í hópum ríða,
hossast út um grundir víða,
hugann gjarnan láta líða
langt, til blárra fjalla, —
Heyra þunga hófaske11i
hörðum dynja' á sléttum velli, —
æða fram með öldnum helli
útilegumanna, —
landsins allar leiðir kanna!
Landsins hrjóstur löngum veitir
lýðnum frið og geði breytir, —
mannskapurinn brögðum beitir
bregðist veðurfarið, —
Allir geta útþrá varið!
Allir vilja spretta' úr spori,
spara ekki' að beita þori, —
hestamenn á hverju vori
hafa nóg að gera.
Úti flestir vilja vera!
Útivistin alla bætir,
ungra fáka skapið kætir.
Víða birtu vorsins gætir,
vakna menn af dvala, —
ferðast þrá, til fjallasala!
Ferðalög um fagrar grundir
færa mörgum gleðistundir,
finna hestinn iða undir
„illa sárum bossa'', —
ýmsir finna blóðið blossa!
Ýmsir ríða' í öru skapi,
enginn finnst þar slæmur knapi, —
margur lætur eins og api:
Æpir hátt og syngur,
enda sannur íslendingur!
Enda þó að allir ríði
eins og menn í fyrra stríði,
óðar dofnar allur kvíði
eftir fyrsta sprettinn, —
margur verður maður glettinn!
Margur gamansögur segir,
sjaldan nokkur alveg þegir,
þegar hestsins víðu vegir
virðast fram hjá þjóta. —
Góðra stunda' er gott að njóta!
Góðra fáka ganginn reyna
garparnir og engu leyna, —
hleypa yfir stokka' og steina,
styrkum fótum treysta. —
Huga mannsins hestar freista!
Keflavík, 6. des. 1972.
Sigurgeir Þorvaldsson
40 — F A X I