Faxi - 01.03.1973, Blaðsíða 22
SKÚLI MAGNÚSSON:
DRÖG AÐ SÖGU KEFLAVÍKUR
Verzlunarstööum með yfir 300 íbúa
gert skylt að eiga slökkvidœlu
En skammt var stórra bruna á milli í
Keflavík. í apríl 1912 verSur annar stór
bruni. Þá brennur „Hótelið" svokallaða,
sem stóð þar sem nú er fyrrverandi íbúð-
arhús Stefáns Bergmann, ljósmyndara,
næsta hús fyrir norðan Garðarshólma.
Einnig bjó í húsinu Vilhjálmur Chr. Há-
konarson, sem hér stofnaði lúðrafélag og
áður er sagt frá. Rak hann verzlun á
neðri hæðinni, en Stefán bjó á loftinu á-
samt konu sinni. Varð eldurinn svo
magnaður að við ekkert varð ráðið, og
brann húsið, sem var úr timbri, upp á
örskömmum tíma. Fór þarna margt for-
görðum og m.a. allt plötusafn Stefáns,
en hann hóf að taka ljósmyndir hér
syðra skömmu eftir aldamótin 1900.
Þótti þá mjög fínt að sitja fyrir hjá
„photograpernum“, eins og þeir voru
nefndir, sem tóku myndir hér áður fyrr.
Hygg ég að nafn hússins, „Hótelið“,
komi til af veitingasölu þeiri, er Odd-
björg Magnúsdóttir og Ólafur Þorleifs-
son ráku fyrir 1887, en það ár á gaml-
ársdag, drukknaði Ólafur á bát er Þórð-
ur Thoroddsen átti. Einnig fórst á sama
skipi Einar Jónsson, faðir Guðjóns
gamla á Vallargötunni, sem hinir eldri
Keflvíkingar kannast vel við. Þau Odd-
björg og Ólafur voru foreldrar Magnús-
ar heitins í Höskuldarkoti í Y-Njarðvík.
Á þessum árum var hér ekkert starf
andi slökkvilið. Formlega kemur það
ekki fyrr en 1913. Þá er gefin út „Reglu-
gjörð fyrir eldvarna- og slökkvilið Kefla-
víkurkauptúns“.
En upphaf að skipulögðum eldvörn-
um í Keflavík er að leita í stjórnarráðs-
bréfi dagsettu 30. október 1911. Þar
segir m.a.: „Samkvæmt lögum um bruna-
mál frá 22. nóvember 1907, 22. grein,
er öllum verzlunarstöðum, sem 300 íbú-
ar eru í eða fleiri, skylt áð eiga a.m.k.
eina slökkvidælu að stærð og gjörð eftir
því sem stjórnarráðið tekur gilt, ásamt
tilheyrandi slöngum og brunastútum“.
Þar næst er lagt til að eftirfarandi
slökkvitól séu keypt: Ein dæla nr. II B,
á kr. 875, 100 vatnsskjólur á kr. 195,
3 brunaaxir með skafti á 27 kr., og 2
brunastjakar á kr. 27,50. Alls krónur
1124,50. Það vekur athygli, að ekki er
farið fram á að méð í kaupunum sé
stigi, eitt af mestu nauðsynjum hvers
starfandi slökkviliðs. Sjálft ætlaði stjórn-
arráðið að útvega slökkvidæluna frá
fyrirtækinu Vereignigte feuerwehrgeráte-
fabriken í Berlín. Umboðsmaður þess á
íslandi var Knud Zimen, verkfræðingur
og seinna borgarstjóri.
Þann 3. apríl 1912 fer hreppsnefndin
fram á sýsluábyrgð fyrir 1500 króna láni
til kaupa á slökkvitækjum. Þá er og rit-
áð til stjórnarráðsins í sama augnamiði.
Leyfin fengust þegar. Var lánið tekið í
Landsbankanum til 20 ára. Fyrsta af-
borgun af því fór fram 28. september
1912, en þá sendi Þorsteinn oddviti
bankanum kr. 47,58.
En hvenær brunadælan svo loksins
kom veit ég ekki með fullri vissu. Til er
bréf frá Jóni Þorlákssyni, verkfræðingi
og síðar ráðherra íhaldsflokksins, dagsett
21. des. 1915, þar sem segir, að dælan
sé enn ókomin til landsins og þá vegna
stríðsins. En Jón segir um dæluna: „að
hún er prófuð samkvæmt umtali okkar
(þ.e. við Þorstein oddvita), en mun ekki
hafa veri'ð fyrirliggjandi í Kaupmanna-
höfn, og því þurfi fyrst að útvega hana
frá Þýzkalandi, sem hefur tekið langan
Sigurður Þ. Jónsson
tíma, og að senda hana yfir Bergen. Hún
er ókomin ennþá, en sennilega kemur
hún með einhverri af fyrstu ferðum frá
Bergen, eftir áramótin“.
Hins vegar er strax 1913 lagt til af
brunamálanefnd (í henni voru: Sigurður
Þorkell, verzlunarstj., Ágúst Jónsson,
hreppstj., og Arnbjörn Ólafsson, kaup-
maður) við hreppsnefnd, að lóð verði
fengin hjá Duus til áð byggja á geymslu-
skúr fyrir áhöldin. í bréfi nefndarinnar
segir m.a.: „Hér með leyfum vér oss að
biðja hina heiðruðu hreppsnefnd að láta
nú hið allra bráðasta byggja skúr yfir
slökkviáhöldin þar sem þau eru nú þegar
húsnæðislaus“. Þetta orðalag bendir til
þess að þau hafi þegar verið komin og
stangast beint á við bréf Jóns Þorláks-
sonar.
Samkvæmt beiðni brunamálanefndar
átti stærð slökkviskúrsins að vera 6x6
álnir á stærð og 5 og AVz álna veggir.
Lóðin fékkst hjá Duusverzlun og skúr-
inn var járnklæddur. Fardagaárið 1915-
1916 er slökkviliðið búið að fá stiga,
því hann er talinn með í viðhaldskostn-
áði það ár yfir tólin, sem var að upphæð
kr. 23,85.
Fyrsti slökkviliðsstjóri í Keflavík og
um leið á Suðurnesjum, var Sigurður
Þorkell Jónsson, verzlunarstjóri, sem oft
hefur komið fyrir í þáttum þessum. Et
skipunarbréf hans enn varðveitt: „Hér
með tilkynnist yður, hr. verzlunarstjóri,
að hreppsnefndin hér hefur leyft sér að
skipa yður sem slökkviliðsstjóra í kaup-
túninu Keflavík, til næstu þriggja ára,
frá 1. janúar þ. árs að telja“.
Annað bréf fékk Ólafur Ófeigsson í
Edinborg: „Hér með tilkynnist yður, hr.
verzlunarstjóri, að hreppsnefndin hefur
kosið yður í brunamálanefnd í kauptún-
inu Keflavík, til næstu þriggja ára, frá 1 •
janúar þ. árs að telja, og um leið eruð
þér skipaður varamaður yfir sama tíma '
forföllum slökkviliðsstjóra. Formaður
nefndarinnar er Ágúst Jónsson, hrepp*
stjóri.“
Framhald í næsta blaði
58 — F A x i